
Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur í samvinnu við góða aðila gefið út öflugt gönguleiðakort af svæðinu og mælum við eindregið með því að allir þeir sem leggja á Víknaslóðir, hafi það meðferðis til þess að auka öryggi göngufólks. Kortið fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði, á Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.
Á bakhlið kortsins er að finna leiðarlýsingar auka annara nauðsynlegra upplýsinga um svæðið.
Smellið á kortið hér að neðan til þess að fá stækkaða mynd.