Um HvalvÝk og Glettingsnes

HvalvÝk er lÝtil og er undirlendi­ ■ar takmarka­ en dalurinn er grˇinn og fagur. Bratt er ni­ur a­ sjˇ og ■ar eru erfi­ar lendingar. ═ HvalvÝk fer fßum

HvalvÝk og Glettingsnes

HvalvíkHvalvík er lítil og er undirlendið þar takmarkað en dalurinn er gróinn og fagur. Bratt er niður að sjó og þar eru erfiðar lendingar.

Í Hvalvík fer fáum sögum af búsetu nema hvað merkur maður, Benoní Guðlaugsson bjó þar í 10 ár eða til 1842er hann flutti sig á Glettingsnes sem þá hafði verið í eyði um tíma. 

Bærinn stóð skammt ofan við sjávarbakkann en ófært er þar niður í fjöru.  Bæjarrústirnar eru ógreinilegar. Skemmtileg gönguleið liggur niður Hvalvík og niður á Glettingsnes og er þar gengið eftir einu leiðinni sem var farinn að einhverju ráði út á nesið.

Glettingsnes GlettinganesGlettingsnes er lítill láglendur tangi milli Hvalvíkur og Kjólsvíkur undir snarbröttu norðurhorni Glettings. Glettingsnes var afskekktasti bær í Borgarfjarðarhreppi en gönguleiðin þangað er afar varasöm í vetrarfærð.

Brekkan niður á nesið er svo brött að um fyrri hluta síðustu aldar var komið þar fyrir hjálparvað (streng) til hjálpar þeim sem leið áttu um. Enn má sjá merki þessa merkilega framtaks. Fyrr á öldum var útræði mikið frá Glettingsnesi, enda stutt á fengsæl fiskimið.

Lending er allgóð norðan á nesinu, en þar er þó mjög brimasamt. Viti er á nesinu, reistur árið 1931. Steinhús ofarlega á nesinu var byggt 1933 fyrir vitavörð en í því hefur ekki verið búið síðan 1952. Þægileg ganga er á Glettingskoll (553 m) frá Hvalvík, Kjólsvík eða Súluskarði, en leiðin er ekki stikuð.
Af Glettingi er stórbrotið útsýni og þar eru mörk spásvæða Veðurstofunnar:
headerheader
Hafa sambandHeim
East Iceland today. Sunrise / Sunset | 0.3░ / A 6

Tourism Committee of Borgarfj÷r­ur eystri

Webmaster: HSH
hshelgason@gmail.com

TripAdvisor - is

Vertu vinur okkar

Vertu vinur okkar á facebook og fylgstu með okkur þar.
Stefna ehf Hugb├║na├░arh├║s - Moya