Įstandiš į Borgarfjaršarvegi er Austurlandi til skammar

Įstandiš į Borgarfjaršarvegi er Austurlandi til skammar Nś held ég aš męlirinn sé oršinn algjörlega fullur hjį öllum Borgfiršingum.

Įstandiš į Borgarfjaršarvegi er Austurlandi til skammar

Mynd: Eyžór Hannesson
Mynd: Eyžór Hannesson
Nś held ég aš męlirinn sé oršinn algjörlega fullur hjį öllum Borgfiršingum.
Žaš į ekki aš koma į óvart aš malarvegur fari svona žegar umferš um hann er oršin žetta mikil. Sumarumferš um Vatnsskarš er oftast nįlęgt 400 bķlum į sólarhring og ķ kringum Bręšsluhįtķšina margfaldast sś tala. Žaš viršist akkśrat ekkert vera horft į žessar tölur žegar veriš er aš įforma nęstu framkvęmdir.

Stašreyndin er bara einfaldlega sś aš umferšažunginn um Vatnsskarš er oršinn žaš mikill aš vegurinn ber hann engan vegin. Vegir žurfa aš vera žannig byggšir aš žeir žoli žessa įlagspunkta. Ķ fyrra komu fögur fyrirheit um fjįrmagn ķ lögnu tķmabęrar framkvęmdir, en žęr voru strikašar śt meš einu pennastriki og žaš lķtur ekki śt fyrir aš neinar framkvęmdir verši į nęstunni.

Borgarfjöršur er įberandi ķ öllu kynningarefni til feršamanna um Austurland og žeir hvķvetna hvattir til žess aš heimsękja Borgarfjörš žvķ hann sé ein mesta nįttśruperla fjóršungsins. Žaš er žvķ grįtlegt aš heyra af žvķ aš feršamenn séu farnir aš snśa viš į leiš sinni ķ fjöršinn, og aš į samfélags- og feršamišlum sé oršiš einna mest skrifaš um ömurlegt įstand vegarins. Feršažjónustuašilar hérna eru uggandi yfir žessari stöšu enda bśiš aš eyša mikilli vinnu ķ aš markašssetja Borgarfjörš sem įfangastaš.

En burtséš frį öllum feršamönnum og feršažjónustu, žį er samfélag į Borgfirši sem žarf aš sękja alla opinbera žjónustu um žennan veg til Egilsstaša og nįgrannasveitarfélaga allan įrsins hring. Stašreyndin er sś aš viš erum eini žéttbżliskjarni landsins sem er ekki meš tengingu viš nęsta žjónustukjarna meš bundnu slitlagi.

Feršamįlahópur Borgarfjaršar, sem į og rekur žennan vef, skorar į žingmenn kjördęmisins og samgöngurįšherra aš fara aš gera eitthvaš ķ žessum mįlum.

Žetta er ykkur öllum og Austurlandi til hįborinnar skammar.
Athugasemdir

headerheader
Hafa sambandHeim
East Iceland today. Sunrise / Sunset | / NNV 3

Tourism Committee of Borgarfjöršur eystri

Webmaster: HSH
hshelgason@gmail.com

TripAdvisor - is

Vertu vinur okkar

Vertu vinur okkar á facebook og fylgstu með okkur þar.
Stefna ehf HugbĆŗnaĆ°arhĆŗs - Moya