Blábjörg

Blábjörg guesthouse

Blábjörg gistiheimili er staðsett í miðju þorpinu við gömlu löndunarbryggjuna. Þar er boðið upp á herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig íbúðir.

Gistiheimilið er til húsa í gamla frystishúsinu á Borgarfirði. Þar var vinnslu hætt árið 1991 og stóð húsið ónotað um margra ára skeið og var orðið mjög illa farið. Undanfarin áratug hefur átt sér stað mikil vinna í húsinu og er þar núna komið þetta glæsilega gistiheimili, frábær veitingastaður og SPA aðstaða með heitum pottum og gufu.

Svæðið umhverfis gistihúsið er vinsælt fyrir frábærar gönguleiðir og fuglaskoðun.

Sjá nánar á heimsíðu Blábjarga