Viðbragðsáætlun vegna ófærðar eða náttúruhamfara


 

Foreldrar, skólastjóri, kennarar og skólabílstjórar eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og fréttum af náttúruhamförum.


Foreldrar

Sendið börnin aldrei af stað í skólann fyrir en klukkan hálf átta. 


 

Sendið börn ykkar aldrei gangandi ein í skólann ef veður er mjög slæmt. 


Foreldrar geta alltaf tekið þá ákvörðun að veðrið sé of vont til að senda barnið í skólann. Hringið þá í skólann og látið vita að nemandinn verði heima

 

Við skólann hefur verið gerð áætlun um hvernig bregðast eigi við ófærð, óveðri og náttúruhamförum.


Umsjónarkennarar hringja í foreldra sinna nemenda um klukkan hálf átta og afboða skólahald ef þurfa þykir.


Deildarstjóri leikskóla hringir í foreldra leikskólabarna. 


Tilkynning verður sett á vefsíðu skólans í kjölfarið.


Ef aflýsa þarf skólahaldi vegna öskufalls eða náttúruhamfara verður hringt í foreldra líkt og um óveður eða ófærð sé að ræða.

 


Ef aflýsa þarf skólahaldi á miðjum degi vegna öskufalls/náttúruhamfara verður hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja börn sín tafarlaust ef fyrirséð er að nokkur tími líði þar til áhrifa á borð við öskufall nær hingað. Skólabílstjórar aka þá nemendum úr sveitinni heim eftir samáð við foreldra.

 

Í skyndilegu  öskufalli yrðu félagar úr slysavarnasveitinni Sveinunga beðnir um aðstoð við að koma börnum heim.


Vel er fylgst með magni brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti og gerðar eru viðeigandi ráðstafanir ef magn þess eykst. Mælir frá Umhverfisstofnun er staðsettur við skólann mælir hann styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmsloftinu.