Fréttir og tilkynningar

Árshátíð grunnskólans

Nemendur og kennarar í grunn- og leikskóla Borgarfjarðar eystra eiga mikið hrós skilið fyrir undirbúning árshátíðar sem haldin var 12.mars. Það er sennilega ekki í mörgum skólum á landinu sem nemendur í 10.bekk og elstu börn leikskóla taka þátt í sömu leikskýningunni eins og var raunin í leikritinu Ævintýrahrærigrautur Rauðhettu og félaga.

Hjartanlega velkomin á árshátíð!

Laugardaginn 12. mars klukkan 18:30 verður árshátíð skólans haldin hátíðleg. Sett verður upp leikritið "Ævintýrahrærigrautur Rauðhettu og félaga" sem nemendur og kennarar hafa undirbúið af kostgæfni síðustu vikur. Foreldrar í leik - og grunnskóla sjá um veitingar að sýningu lokinni. Meiriháttar stuð í boði, glens og gaman og klassískt borgfirskt hlaðborð á eftir  :)Sýning og kaffi 1500. Ekkert gjald fyrir börn undir 6 ára.

Dagur stærðfræðinnar og dagur leikskólans

Líkt og undanfarin ár héldum við dag leikskólans og dag stærðfræðinnar hátíðlegan með því að vinna að skemmtilegu stærðfræðiverkefni þvert á skólastigin í grunn- og leikskólanum. Í ár tókum við fyrir mynstur sem þema, nemendur unnu að þökun og flutningi með ýmsum geómetrískum formum. Unnu sitt eigið verk sem síðan varð hluti af stóru verki sem nú prýðir miðrými skólans. Þarna fór saman samþætting myndlistar og stærðfræði og blanda af einstaklingssnámi og samvinnunámi. 

Sleðaferð

Við skelltum okkur í sleðaferð og renndum okkur niður Hvolshólinn af miklum móði fimmtudaginn 4.febrúar.  Nemendur höfðu með sér nesti að heiman og heitt kakó sem þau útbjuggu í heimilisfræði þá um morguninn. Yndislegur náttúrudagur hjá flottu krökkunum og kennurunum í grunn- og leikskólanum!

Bíllaus dagur

Á morgun, miðvikudag, er bíllaus dagur hjá okkur. Bíllaus dagur er hugmynd sem kom fram hjá nemendum í haust á "Grænfánadeginum".

Um krakkaálfa

Núna í janúar höfum við á leikskólanum verið að fjalla um ævintýri og þjóðsögur

Grænfánagullkorn

Síðustu tvær vikur höfum við verið í heimilisfræði og umhverfisment að vinna með og fjalla um matarsóun.

Lestur er bestur

Nemendur skólans hafa verið duglegir að lesa í vetur. Daglega er yndislestrarstund hjá öllum nemendum og lesið er við hvert tækifæri.  Þegar nemandi lýkur við bók skráir hann upplýsingar um bókina og höfundinn á litla mynd af uglu. Þegar þetta er skrifað hafa duglegu lestrarhestarnir lesið í frjálslestrarbókum og heimalesti  yfir 100 bækur. Þá eru ekki taldar með allar fagbækunur sem lesnar eru í skólanum og heldur ekki þær bækur sem nemendur í yngri deild lesa fyrir leikskólabörnin í viku hverri.  Líkt og undanfarin ár munu nemendur skólans taka þátt í heimatilbúinni lestraráskorun nú í janúar. Hefst áskorunin 18. janúar og stendur til 5.febrúar.

Tónlist í leikskóla

Í vetur hafa nemendur leikskólans sótt tónlistartíma 

ATH! Tombólu frestað til morguns!

Tombólan og önnur fjáröflun sem vera átti í dag í grunnskólanum frestast til morguns, vegna veðurs. Viðburðurinn verður því kl. 17:30 á morgun, fimmtudag 3. desember.Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk grunnskólans