Fréttir og tilkynningar

Laust starf

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennara  Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum eru nú 16 nemendur í 2.-9. bekk.  Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Við erum m.a. Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf og sveigjanlega kennsluhætti.  

Geggjað lífverubúr

Í morgun barst okkur gjöf frá tveimur feðrum í foreldrahópnum þegar Helgi Hlynur kom með unga gaddaskötu, kuðungakrabba og fleiri lífverur í plastkassa, lifverur sem hann og Jón Sigmar höfðu dregið úr sjónum í gær til að sýna okkur. 

Heimsóknir í söng- og samskiptatímum

Eins og mörgum er kunnugt um eru tímar á stundaskrá hjá okkur sem kallast söngur og samskipti. Tvisvar (eldri deild)  eða þrisvar (miðstig og yngsta) í viku í þessum tímum koma nemendur saman í miðrýminu meðal annars til að syngja en einnig til að þjálfa samskiptafærnina. Á miðvikudögum eru tímarnir skipulagðir þannig að til okkar koma gestir. Til dæmis er á dagskrá í vetur að bjóða foreldrum í heimsókn til að segja frá skólgöngu sinni og minnisstæðum atburðum úr æskunni en einnig fáum við til okkar aðra gesti.

Á slóðum álfa og huldufólks

Í gær fórum við á leikskólanum niður að Álfaborg í leit að álfastrákum og stelpum til að leika við. 

Tólgarkerti

Í dag steyptu nemendur 1.-5. bekkjar tólgarkerti og bjuggu til kökur úr tólg og reyniberjum til að gefa fuglunum í vetur. Tólgarkertin voru steypt í dósir undan kertunum sem við kveiktum á við Álfaborgina í fyrra en meiningin er að nýta þessi heimagerðu ljós á aðventunni þegar kveikt verður upp hjá álfunum.  Hér má sjá myndir af þessari tilraunastarfsemi okkar.

Fatagámur Rauðakrossins

Umhverfisráð grunnskólans sendi inn beiðni til sveitastjórnar um daginn

Grænfánagullkorn

Mengun og flutningar. Flutningar með skipum, vöruflutningabílum og flugvélum er stór mengunarvaldur. Það er því umhverfisvænna að kaupa frekar það sem ekki þarf að flytja langar leiðir. 

Ný umhverfisnefnd

Í haust var kosið í nýja umhverfisnefnd í grunnskólanum hana skipa:

Gæðastund

Nemendur , kennarar, foreldrar og íbúar komu saman 2.október til að spila félagsvist. Góð mæting var og spilað á 5 borðum fyrir utan á nokkuð stóru borði fyrir yngstu nemendur.  Við snæddum dýrindis sveppasúpu og hrátt grænmeti að hætti Lilju og Kristjáns en nemendur í eldri deild bökuðu mjög gott fjölkorna brauð fyrir okkur fyrr um daginn. Nokkur verðlaun voru veitt fyrir spilamennskuna en þar fyrir utan voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hattinn en þetta kvöld var hattaþema. Takk fyrir samveruna öll sömul

Menntaþing 11. og 12. október 2014

Dagana 11.-12.október verður haldið menntaþing á Borgarfirði eystra. Tilgangur þingsins er að skapa umræðu um jafnréttis- og skólamál og kynna um leið áherslur sem samræmast stefnu Grunnskólans á Borgarfirði eystra.