Grænfánamarkmið markmið 2015 - 2017

Markmið sem skólinn setti sér fyrir næsta tveggja ára tímabil. 

1. Matjurtagarður og moltugerð.
 Markmið með þessu er sjálfbærni þ.e. rækta og nota sitt eigið grænmeti,  kynna nemendur fyrir náttúrulegum hringrásum og draga úr úrgangi
2. Flokka rusl.
 Markmið að draga úr urðuðumúrgangi í skólanum og sveitarfélaginu í heild.
3. Orku- og pappírssparnaður.
 Markmið að minnka kostnað og notkun á auðlindunum. 
4. Planta trjám, plöntum og tína rusl.
 Markmið að fegra umhverfið og þorpið. Bæta lýðheilsu og andlega vellíðan.
5. Bætt lýðheilsa.
 Markmið að stuðla að bættri lýðheilsu með hreyfingu og hollu matarræði. 
6. Laða fugla að skólalóðinni.
 Markmið að laða fuglalíf að skólalóðinni með því að útbúa kjörlendi fyrir þá.
7. Kynna stefnu skólans
 Markmið að kynna stefnu skólans út á við og fræða nemendur og foreldra um umhverfisvernd.