Umhverfisnefnd

 

Í umhverfisnefnd velja nemendur þrjá fulltrúa og einn varamann. Allir starfsmenn skólans eru þátttakendur en einn er valinn sem starfsmaður nefndarinnar og hann sér um að halda utan um starfið , fundahöld og annað sem tilheyrir.  

Umhverfisnefnd fer yfir helstu mál á fundum og metur stöðu mála í skólanum, hún kemur á framfæri hugmyndum og skipuleggur ýmis verkefni sem ákveðið hefur verið að taka þátt í. Þá er henni einnig falið að minna hina nemendur og kennara á  það sem betur má fara samkvæmt þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.  

Umhverfisnefnd skólaárið  2018 - 2019 skipa allir nemendur grunnskólans þau; Páll Jónsson 6. bekk,  Zlata Boiko 3. bekk og Júlíus Geir Jónsson 8. bekk og Pétur Atli Árnason 10.bekk  sem er formaður nefndarinnar. Að auki er í nefndinni Julian Eron Lukazson 5 ára en hann er fulltrúi leikskólanemenda.

Starfsmaður nefndarinnar er eins og áður Jóna Björg Sveinsdóttir, leikskólakennari.