veturinn 2012-2013

24. maí. Orri Páll mætir á skólaslit grunnskólans til að afhenda okkur Grænfánann í annað sinn við hátíðlega athöfn.


16. maí.
Mættir allir nemdarmenn ásamt starfsmanni sínum.
Fundarefni:
1. Heimsókn Landverndar. Við erum ánægð með niðurstöður úttektarinnar og glöð yfir því að mega flagga Grænfánanum tvö ár í viðbót.
2. Útikennslustofa. Okkur langar til að það verði útbúin útikennslustofa við skólann. Ákveðið að athuga hvar það mál er statt en þessi hugmynd hefur verið á flakki s.l. ár.
3. Gróðursett verða tré við Álfaborgina eins og verið hefur. Búið að hafa samband við Yrkju-sjóðinn.
4. Settar verða niður kartöflur eins og verið hefur á Bakkamelnum.
13. maí.
Fulltrúar Landverndar á vegum verkefnisins " skólar á grænni grein" komu til okkar í skólann til að taka út aðstæður og kanna stöðu mála í þeim efnum hjá okkur. Við höfum staðið okkur prýðilega síðustu tvö ár en allaf má gera betur. Það sem sett var út á var að við værum ekki nægilega dugleg í að kynna stefnu okkar út á við og fræða um umhverfismál. Ákveðið að gera bragarbót á þessu.
Jóna Björg  ritaði.13. mars.
Mætt umhverfisnefnd ásamt starfsmanni sínum.
Fundarefni:
1. Búið að senda umsókn um Grænfána og búist við heimsókn frá Landvernd í lok apríl eða byrjun maí. Við náðum ekki að senda inn umsókn fyrir fyrra tímabilið svo vonandi náum við þessu fyrir skólalok í vor.
2. Fuglahús. Ákveðið að ganga í það að bútbúa fuglahús við skólann eins og lengi hefur verið draumurinn. nemendur á elsta stigi smíði og hanni þau í smíðatímum og húsunum verði fundinn staður.
3. Grænfáninn dreginn að húni á nýjum stað en búið er að færa steininn og núna er hann fyrir framan skólann.
4. Ákveðið að setja alltaf reglulega inn gullkorn um umhverfisvernd inn á vefinn.
5. Ákveðið að útbúa moltutunnu upp í kartöflugarði í stað þeirrar sem staðið hefur austan við skólann.
6. Athuga með að útbúa skoðannakönnun á meðal íbúa til að kanna umhverfisvitund íbúa í Borgarfjarðarhrepp.

Fleira ekki gert og fundi slitið
Jóna Björg ritaði.26. febrúar
Mætt eru: Jónatan Leó, Jöregen Fífill og Karólína Rún ásamt Jónu Björgu ( kennari ) starfsmanni nefndarinnar.
Fundarefni:
1. Umsókn um Grænfánann í annað sinn. farið yfir umsóknina og rituð greinargerð með henni. Farið yfir umhverfisgátlistann og hann fylltur út.
Önnur mál: Rætt um hvað má betur fara í umhverfismálum í skólanum. Allir sammála um það að taka törn í því núna að upplýsa betur nemendur um þau verkefni sem eru í gangi í skóolanum á vegum verkefnisins og kynna fyrir þeim niðurstöður úr gátlistanum og ítreka við það sem þar má betur fara.
Fundi slitið
Karólína Rún ritaði fund.


2012
18. september 2012
Ný nefnd fundar þau: Jörgen Fífill, Jónatan Smári, Nanna Olga og Karólína sem ritaði fundargerð. Þráinn var mættur sem starfsmaður nefndarinnar.
2. Hugmynd kom upp um að tína rusl í þropinu. Þráni falið að finna dagsetningu fyrir tínsludag. Allur skólinn fer með.
2. Þurrkumál á klósettum. Nefndin fer í það fljótlega.
3. Reyna að minnka notkun á gæðapappír. M.a. með því að senda skjöl rafrænt þegar hægt er.4. Umhverfisnefnd leggur áherslu á áframhald á endurvinnslu innan veggja skólans sem og annars staðar. Einnig leggjum við áherslu á að endurnýta poka og önnur geymsluílát.
5. Heimsókn Landverndar í skólann. Fulltrúi Landverndar ,Orri Páll, mætir til okkar í fyrramálið og kynnir fyrir okkur starf landverndar.
Fundi slitið
Karólína Rún ritaði.