Veturinn 2013-2014

27. mars 2014 kl. 14:00

Mætt eru Jónatan, jörgen og Karólina til að gera aftur könnun á pappírs og ljósamálum í skólanum. Nú er staðan miklu betri og hefur greinilega umræðan í síðustu viku skilað árangri. Við erum nokkuð sátt við niðurstöðuna.


18. mars 2014  kl.14:55

Mætt eru: Jónatan, Jörgen og Karólína

Við vorum að enda á því að gera pappírskönnun í öllum stofum og einnig á leikskólanum. Niðurstöðurnar voru sjokkerandi og var ákveðið að gera sambærilega könnun í næstu viku. það var líka ákveðið að kynna á morgun fyrir öllum í skólanum niðurstöðurnar. 

Við kíktum líka á stöðuna hvort ljós væru slökkt og hvort allir gluggar væru lokaðir í lok hvers dags. Kom í ljós að þessi mál vour í fínu lagi, aðeins var kveikt á einum stað þar sem enginn var að vinna. Við ætlum að taka stöðuna aftur á ljósum og gluggum á næstu dögum. 

Fundi/ rannsókn slitið kl. 16:00

karólína Rún ritaði fund. 


6. mars 2014  kl. 15:00
Mætt Jónatan, Jörgun og Karólína.

Efni fundarins:  

Sorpflokkunardagur: Kennarar tóku vel í að vera með sorpflokkunardag í vor og stefnt á 19. maí. 

Fjölnota pokar: Sylvía talaði við mömmu sína um að hafa þá til sölu í búðinni, Sigurlína tók vel í það.

Ruslflokkunarleiðbeiningar: Jón sveitarstjóri tók vel í að endurnýja leiðbeiningarblaðið, og fól Birni Skúlasyni að hjálpa okkur við það. Stefnt að því að dreifa blaðinu á sorpflokkunardaginum.

Rauðakrossgámur: Það virðist vera aðeins meira mál en við töldum að koma við svona aðstöðu á Heiðinni. Þetta mál þarf lengri og nánari athugun. Skoða þetta betur seinna.


11. feb. 2014

Mætt: Jónatan, Jörgen, Sylvía ( í forföllum Karólínu ) og Jóna.
Fundarefni:
1. Ekkert búið að gerast í því að athuga með fjölnota-poka niðri í kaupfélagi og hafa þá til sölu eða gefins. Rætt að vera niður í kaupfélagi og hvetja fólk til þess að nota fjölnota poka og hætta að nota plastpoka. Sylvíu falið að tala við útibústjórann.
2. Hugmynd um að fara til fólks og bjóðast til að taka frá því endurvinnsludót og fara með það fyrir það niður á Heiði. Jónu falið að athuga hvort hægt sé að taka einn dag í þetta í vetur/vor.
3. Hugmynd um að athuga hvort Rauði krossinn vilji setja upp fatagám á Borgarfirði. Jónu falið að tala um þetta á kennarafundi og síðan í framhaldinu að fara til Jóns sveitarstjóra með þetta erindi. Þá fyrst hægt að hafa samband við Rauða krossinn með því að senda þeim póst.
4. Fara í næstu viku könnunarleiðangur um skólann til að kanna ástand mála.
5. Kanna hjá sveitarstjóranum hvort til sé nýtt blað með leiðbeiningum vegna flokkunar úrgangs í hreppnum. En þetta blað sem til er, er síðan 2006. Jörgeni og Jónatani falið að gera þetta.  


201312. 11. 2013
Mætt: Jörgen, Jónatan, Karólína og Jóna.
Fundarefni:
1. Búið að fara ruslatínsluferð sem tókst vel. Gott hefði samt verið að við hefðum farið alla leið með ruslið niður á heiði í stað þess að láta Bjössa og Kjalla taka það.
2. Ákveðið að taka lífræna ruslið aðra hverja viku og fara með það upp í garð. Það fari 1 nem. úr elstu deilinni og hafi með sér 2 úr 1. - 7. bekk. Farið í frímínútunum á föstudögum.
3. Setja inn fyrsta gullkornið fyrir föstudaginn. Jónatan Leó geri það.
4. Fara með yngri í fræðsluferð um skólann og sýna þeim hvernig við getum gert til að standa okkur vel í umhverfis- og flokkunarmálum. Fá leyfi hjá Hoffu til að fara út úr tíma.
5. Fara í ferð um skólann 27. nóv til að kanna ástand mála í pappírsmálum og salernum, ljósanotkun , flokkun og pappírsnotkun.
6. Hvetja fólk til að nota fjölnota poka undir vörur úr búðinni. A.T.H. með að fá þessa poka t.d. frá umhverfisstofnun.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Jörgen Fífill ritaði fund.
2. okt. 2013
Ný umhverfisnefnd fundar og skipar með sér verkum.
Karólína Rún: Formaður
Jónatan Leó: Meðstjórnandi
Jörgen Fífill: Ritari
Jóna Björg: Starfsmaður nefndarinnar ( kennari )
Fundarefni:
1. Fara með nemendum um skólann og útskýra fyrir þeim verkefnin sem við erum að vinna að og fyrir hvað sáttmálinn okkar stendur.
2. Kanna ástand mála í skólanum hvað varðar endurnýtingu og ljósanotkun og flokkun.
3. Skipuleggja losun á lífrænum úrgangi frá skólanum í samráði við Jóffu. Karólínu falið að gera það.
4. Setja grænfánagullkorn inn á heimasíðuna einu sinni í mánuði. Jónatani falið að skipuleggja það.
5. Skipuleggja ruslatínsluferð. Jörgeni falið að skipuleggja það.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Jörgen Fífill ritaði.