144 myndir frá sjósókn og bátasmíði á Borgarfirði

Helgi í Laufási í róðri
Helgi í Laufási í róðri
Ég hef verið að skanna töluvert af gömlum slidesmyndum úr ljósmyndasafni pabba heitins og mun koma til með að setja slatta af þeim hingað inn á síðuna. Hér gefur að líta fyrsta skammtinn. Þetta eru myndir frá sjósókn og bátasmíði á Borgarfirði. Ég var nú sennilega ekki orðin hugmynd þegar þessar myndir voru teknar og því kann ég ekki að nefna alla þá sem sjást á þessum myndum eða hvað bátarnir heita. Ef einhver hefur gaman af, þá má hann senda mér lista með númeri mynda og segja mér hvað er á henni.

Næst verða það myndir frá gömlum þorrablótum og þar eru ófáir gullmolarnir.

Smellið hér til að sjá myndasafnið

Hafþór Snjólfur