Stiklað um Víknaslóðir

viknaslodir

Víknaslóðir eru göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir og víkur, líparítfjöll og glæsileg fjallasýn hvert sem litið er. Á göngusvæðinu okkar er hægt að finna net stikaðra gönguleiða við allra hæfi. Hægt er að gista á Borgarfirði, í Njarðvík, í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði og á tjaldsvæðum. Mikill kostur er að mannfjöldi á svæðinu er hæfilegur og hægt að njóta náttúru og göngu án sífelldra truflana .Við mælumst til þess að allir þeir sem hyggja á ferðalög um Víknaslóðir, verði sér út um gönguleiðakort til aukins öryggis á ferðalagi sínu.