Hofströnd

Hofströnd. 
(eftir Sigvarð Benediktsson frá Hofströnd).

Landamerki jarðarinnar eru:  Laxá (Lagsá) að utan, Folaldsgonta að innan.  Að öðru leiti afmarkast land jarðarinnar af fjallseggjum til suðurs og sjónum og Fjarðará til norðurs.

Fyrir suð-vestan bæinn á Hofströnd rennur Helgá til sjávar, austast á sandinum, fyrir botni fjarðarins.

Skal nú lýst landsvæði millum Laxár og Helgár, frá Laxá og inn með ströndinni. 

Laxá fellur fram af allháum kletti.  Fjaran innan við klett þennan heitir Maríubás og bendir nafnið til þess að hann hafi verið gefinn heilagri Guðsmóður, enda hefir kirkjan átt þar allan reka, svo lengi sem menn muna og vita.

Næsta fjara er Magnúsarbás og skilur kletturinn Stapi hann frá Maríubási.  Þá taka við Oddborgarfjara og Kuðungabás og skilur Bertangi á milli.  Fram af Bertanga er Bertangaflúð en þar fyrir vestan Fagrafjara.  Fram undan klettunum sem þá taka við heitir Urð og þar sem henni lýkur, skagar fram tangi er Lághamar nefnist.  Beint fram af honum er allmikið sker sem kallað er Fles.  Bugðan innan við Lághamar heitir Stekkavík.  Fyrir botni Stekkavíkur tekur við lítil sandfjara en innar klappir og sker.  Skerið sem næst er sandinum heitir Fiskiklöpp en innsta klöppin Hvítaklöpp er ljósleit líparítklöpp og fjaran þaðan að Helgá heitir Krókur.

Melhryggurinn frá LaxáHvítamel (hans verður getið síðar), nefnist Ás.  Neðan við hann, meðfram sjónum frá MaríubásFögrufjöru, er graslendi sem nefnist Oddsborgarmýri.  Á henni utan til og upp af Magnúsarbási er Oddborgarhóll og mun mýrin draga nafn af honum.  Inn af Oddsborgarmýri rís Ölduhamar, (í daglegu tali “Hamar”).  Hæsti kletturinn (klettaaldan), heitir Háhamar en frá honum og upp að Ás eru grasbotnar, Fögrulágar.  Frá Háhamri í beina stefnu á Hvítamel eru tveir melar Svarðarmelur sem er nær Hamrinum og EnnismelurMýrarhöll er inn af Ennismel og fyrir neðan Hvítamel heita Enni.  Lækurinn sem rennur um túnið fyrir utan bæinn heitir Bæjarlækur.  Neðan til í túninu og fyrir utan lækinn er Hoftóft.

Upp með Laxá og ofan við Fögrulágar taka við tveir litlir grashjallar, Efra- og Neðra-Leiti en þar fyrir ofan er Háimelur en ofan við hann er mýrin Árnaenni.  Þá taka við Grástráksmelar.  Í þeim eru mýrarbotnar sem Vatnsmýrar heita en þar upp af er Brúnavíkurskarð.  Upp af Fögrulágum og fram af Leitum er hár grjóthjalli.  Það er Steinahjalli og þar fyrir ofan er Geitfell.

Upp af Ennum og fram af Ás og Fögrulágum eru Hvítumelar en þar upp og fram af Fögrulágum eru Svörtumelar.  Upp af Svörtumelum og fyrir framan Geitfellshjalla er Stóribotn.  Upp af honum framanvert er hár og hvítur melur, Kollóttimelur.  Framan við Hvítumela eru graslautir sem Botnar heita.

Upp af Hofstrandartúni eru allháir melar báðum megin við bæjarlækinn.  Heitir sá utan lækjarins Króarmelur en hinn sem er framan lækjarins Kúamelur.  Upp af Króarmel er dálítil grösug dæld sem hallar að bæjarlæknum og heitir Króargonta.  Upp með bæjarlæknum fyrir ofan botna er hár melur, Háakinn en þegar honum sleppir tekur við allstórt svæði með smá melum og grösugum geirum allt upp að Geitfelli og nefnist Sveif.  Þar eru upptök Helgár og Bæjarlækjarins.  Fjallseggin frá Geitfelli, ofan Sveifar, heitir Dagmálaröð en framan við hana er djúpt skarð í Fjallið er nefnist Hofstrandarskarð.

Skal nú lýst landinu innan Helgár.

Sandfjaran norðan HelgárFjarðará heitir Hofstrandarsandur.  Inn af sandinum eru sandabörð sem nefnast Brot.  Inn af Brotum tekur við sléttlendi, votlent austan til en þurrt er norðar dregur.  Votlendið heitir Blá en þurrlendið Nes.  Í Blánni eru tvær tjarnir sem heita Lómstjarnir.  Úr stærri tjörninni fellur Lómstjarnarkíll til norðurs.  Hann aðskilur Brot og Nes og fellur síðan í Fjarðará.

Graslendið norðan Nesja, inn með Fjarðará, nefnist Kílatangar.  Um þá fellur lækjarsíki sem Sjómannakíll nefnist.  Inn af Blánni og austur af Nesjum er mólendi sem liggur nokkuð hærra og nefnist það Lyftingur.  Upp af Lyftingi er Folaldsgonta sem áður er nefnd, löng grasdæld sem liggur í suðurátt til fjalls.  Úr Folandsgontu rennur Pyttalækur um Blá og í Lómstjörn.  Ofan við Blána tekur svo fjallið við en það er melkollar með gras og lynglautum á milli og nefnist einu nafni Hólar.  Neðsti hluti Hólanna og brekkurnar upp af Blánni heita Hólabörð.  Melurinn næstur Helgá heitir Hólahorn og gengur hann alveg út í Hofstrandarsand.  Ofan til á Hólahorninu er melþúfa sem hæst ber og nefnist hún Arnarþúfa.  Ofan við Hólahorn og nær Hofstrandarbæ er djúpur grashvammur sem Dysjarhvammur heitir.

Nokkru ofar upp með Helgá er allstórt graslendi eða grasdæld og eru nefndar Græfur.  Í Græfum rennur lítill lækur í Helgá.  Hann kemur úr allstóru gili sem er þar upp af og nær til fjalls.  Svæðið milli gils þess og Helgár heitir Tunga.  Upp af Græfum er lágur og kollóttur melur, rauðbrúnn og grár í kollinn.  Nefnist hann Mómelur.  Upp af honum til suðurs eru grasdældir svonefndir Víknabotnar.

Frá Hólahorni og upp með Dysjarhvammi og Græfum að suðvestan og upp að Víknabotnum liggur langur og nær samfelldur melhryggur sem heitir Hryggur.  Ofan til í Hólunum er allhátt og toppmyndað fjall sem Mælir heitir.  Niður af Mæli er allstór lyng og grasdæld og neðst er tjörn.  Dæld þessi heitir Mælisgonta.  Innsti lækurinn í Hólunum heitir Stórilækur.  Í melnum millum hans og Mælisgontu heitir hæsti melurinn Sjónarhraun.  Upp af Mæli til austurs er melur og heitir sá Hádegismelur.  Hann er auðþekktur á tveimur stórum steinum sem standa upp á honum.  Melur þessi mun vera gamalt eyktamark frá Hofströnd.  Beint upp af Mæli er hátt klettarið sem Svartfell heitir Klettaborg uppi á Svartfelli heitir Goðaborg.   Í Svartfelli er Klukknagjá.  Fram með rótum Svartfells að norðan heitir Mjóidalur.  Melhryggur sem gengur meðfram honum að norðan heitir Mjóadalsvarp.  Út af Mjóadalsvarpi eru tvö gil sem liggja út í Helgárgil.   Þau heita Þvergil.  Milli þeirra er grasgeiri og heitir sá Þvergilstunga.

Fjallseggin millum Svartfells og Hofstrandarskarðs heitir Svartfellsröð.  Klettahnjúkar suðvestur af Svartfelli heita Grenishæðir.  Grjóturðir niður af Grenishæðum heita Greni.  Grenishæðir og Greni liggja bæði í landi Hofstrandar og Þrándarstaða.