Umhverfissáttmálinn okkar

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra leggur áherslu á:

  •  að nemendur læri að ganga vel um náttúruna og umhverfi sitt og sýni plöntum   
    og dýralífi virðingu
  • að draga úr aukinni loftmengun til að vernda lofthjúp( sólgleraugu ) jarðarinnar. t.d.     með því að:
    -   að draga úr notkun pappírs og efna sem notuð eru í skólanum
    -   að endurnýta og endurvinna allt sem hægt er, s.s. trjágreinar, pappír, einnota umbúðir o.s. frv.    ( sett inn 2017 )
  • að auka vitund nemenda og starfsfólks fyrir umhverfi sínu og sögu
  • að spara orku
  • að auka hreyfingu og hollustu
  • að kynnast lífi barna frá öðrum löndum og  heimshornum  ( sett inn 2017 )
  • að bæta og viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu okkar  ( sett inn 2019 )

 

 

Vinna síðasta  tímabils 2017 – 2019:

Við ætlum að vinna með þemun: Neysla, loftslagsbreytingar og hnattrænt jafnrétti.
Áfram verður samt haldið áfram með lýðheilsu, átthaga og náttúruvernd. Og verkefni sem hafa fest sig í sessi  s.s. gönguferðir, fjöruhreinsanir og hjólaferðir halda áfram.

 

Vinna næsta tímabils 2019 – 2021:

  • Við ætlum að vinna áfram með þemað „Hnattrænt jafnrétti“ en auk þess ætlum við að vinna með „Lýðheilsu“
                Nokkur verkefni eru komin á lista:
    • Halda áfram með verkefnin „Jól í skókassa“ og eins halda tombólu og nýta ágóðan til að kaupa lyf, vatnshreinsitöflur eða annað sem er börnum í Afríku er lífsnauðsynlegt.
    • Áhugi er fyrir því að eignast félaga í öðrum löndum og vera í sambandi við þau t.d. í gegnum skype eða með bréfaskriftum á netinu.
    • Kynna okkur menningu fólks hérna á Borgarfirði sem á uppruna sinn að rekja til annarra landa.    
    • Efla útinám ( setja fast niður í stundatöflu kennslustundir sem kenndar eru útivið )
    • Efla tómstunda- og íþrótta iðkun nemenda með því að þeir velji sér tómstundir/íþróttir sem þeir stunda með jafningjum á Héraði. ( Skólinn gekkst fyrir því að Borgarfjarðarhreppur myndi styrkja nemendur til íþrótta og tómstundaiðkunar utan sveitarfélagsins því fámennið setur okkur ákveðnar skorður. ) Nemendur eiga nú rétt á styrk 100.000 kr pr önn til að standa straum af kostnaði sem hlýst af því að stunda íþróttir eða tómstundir í öðru sveitarfélagi. 
    • Halda áfram með skemmtilegar gönguferðir, eins og áður hefur komið fram. 
    • Tala um andlega líðan og heilsu og finna leiðir til að gera hana sem besta.