Brúnavík

Brúnavík við Borgarfjörð eystriBrúnavík er næsta vík sunnan Borgarfjarðar. Víkin, sem er allbreið, horfir mót norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór í eyði 1944. Þar þóttu góð skilyrði til búsetu fyrr á öldinni, góð tún og engjar, fjörubeit allnokkur og að jafnaði snjólétt. Þá er lending allgóð í Brúnavík. Þar er nú neyðarskýli SVFÍ.

Klettar fyrir botni víkurinnar eru mjög sérstæðir.  Þetta eru líparítmyndanir og sandfjaran ber þess sterkan svip og hefur fólk ákaflega gaman af því að rölta um fjöruna.

Í víkinni er þokkaleg lending við klappir nálægt bæjarstæðinu og oftast var þar nokkur útgerð, enda mjög stutt á fengsæl fiskimið.

Þeir sem leið eiga til Brúnavíkur ættu ekki að láta göngu um fjöruna fram hjá sér fara.  
Yfirleitt er greiðfært yfir Víkurána nálægt sjónum.

Það liggur grófur vegslóði frá Borgarfirði til Borgarfjarðar um Hafstrandarskarð og endar hann í dalbotni Brúnavíkur. Til þess að heimsækja Brúnavík er langbest að fara gangandi um Brúnavíkurskarð og svo er tilvalið að ganga til baka um Hofstrandarskarð. Virðið óskir landeigenda að halda sig á merktum leiðum um Brúnavík.