Matarsendingar í gönguskála.

Slappaðu af í skálanum og láttu okkur sjá um matinn

Já sæll - Fjarðarborg býður gönguhópum að fá mat sendan í skála í Loðmundarfirði, Húsavík og Breiðuvík.

Réttir sem eru í boði í skála.

1. Kjötsúpa, fiskisúpa eða pottréttur. 3000.- kr. á mann

Maturinn kemur úr Fjarðarborg samdægurs og hópurinn hitar hann upp í skálanum. Meðlæti með súpunum og pottréttinum er brauð og smjör.

2. Pönnusteiktur þorskur og meðlæti. 4500.- kr. á mann

Fiskurinn er matreiddur í skálanum af kokki frá Já sæll sem kemur með allt hráefnið með sér. Meðlæti með fiskinum er grænmeti, fetaostur, hrísgrjón og sérstök leynisósa. Hægt að biðja um eftirrétt fyrir auka 800.- kr. á mann.

3. Grillveisla að hætti Já Sæll. 4500.- kr. á mann.

Bland af marineruðu lamba- og svínakjöti. Salat, grænar og gular baunir, fetaostur, grillkartöflur og úrval af sósum. Starfsmaður Já Sæll kemur með allt með sér og grillar ofan í hópinn og segir sögur á meðan. Hægt að biðja um eftirrétt fyrir auka 800.- kr. á mann.

4. Morgunmatur og nesti til dagsins. 3400.- kr.

Við sendum kassa með öllu fersku fyrir morgunmatinn og í nesti fyrir daginn. Boðið uppá brauð, ost, kjötálegg, gúrku, tómata, papríku, soðin egg, súrmjólk, ávexti, haframjöl í hafragraut, ávaxtasafa (í litlum fernum einnig), mjólk, te og kaffi.

Verðið miðast við 10 manna hóp eða fleiri. Fámennari hópar geta að sjálfsögðu haft samband og við reynum að koma til móts við óskir allra. Við getum útbúið rétti fyrir grænkera og þá sem eru vegan ef þess er óskað. Panta verður matinn með sæmilegum fyrirvara og ekki er hægt að ábyrgjast að hægt verði að afgreiða dýrustu réttina á háannatíma. Við hvetjum ykkur sem ætlið að ganga um Víknaslóðir til að hafa samband sem fyrst svo hægt sé að þjónusta ykkar hóp sem allra best.

 

Hafa samband