Veikindi og leyfi

Foreldrar eiga að tilkynna veikindi barna sinna til starfsfólks skólans. Allar leyfisveitingar í grunnskóladeild eru í höndum skólastjóra, nema ef um er að ræða 1 - 2 daga, þá getur umsjónarkennari veitt leyfi.

Ef veður gerast válynd og færð spillist skulu foreldrar meta hvort þeir senda börn sín í skólann, ef skólastjóri hefur ekki þegar aflýst skólahaldi. Í tvísýnu veðurútliti meta skólabílstjórar, í samráði við skólastjóra, hvort senda skuli börnin í skólann.
Nemendur eiga að koma í skólann í klæðnaði sem hentar veðurfari hverju sinni.