Fundargerðir 2015

Fundargerð             21121521

Mánudaginn  21. desember  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 21. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1    Umsókn frá UMFB um leigu Gamla leikskólans.
Helgi Hlynur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa máls og var það samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Hreppsnefnd samþykkir að leigja UMFB Gamla leikskólann til félags og tómstundastarfa, sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
2    Fundargerðir:
a    Samband ísl. sveitarfélaga 30.11 og 11.12.2015, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b    Ársalir  09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c    Stjórn Brunavarna á Austurlandi 09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
d    Félagsmálanefnd 09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
e    Samtök Sjávarútvegssveitarfélaga 26.11.2015, lögð fram til kynningar.
f    HAUST 02.12.2015, lögð fram til kynningar.

3    Bréf:
Mannvirkjastofnun  10.12.2015. Gildistími brunavarnaráætlunar sveitarfélagsins er útrunninn.

Borgarfjarðarhreppur er aðili að Brunarvörnum á austurlandi b.s. og mun beina erindinu þangað.

4    Skýrsla sveitarstjóra
Umsókn í Uppbyggingarsjóð Austurlands,  sótt um þrjár milljónir vegna verkefnisins Að vera valkostur,  sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp.


Fundi slitið kl. 18.15 
 Jón Þórðarson ritaði


Fundargerð             07121519

Mánudaginn  7. desember  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 20. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.    Fjárhagsáætlun 2016 með þriggja ára áætlun 2017-2019 síðari umræða
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
    Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
    Skatttekjur            50.382         
    Framlög Jöfnunarsjóðs    52.463     
Aðrar tekjur            37.358             
Tekjur samtals            140.203   
    Gjöld                    134.832       
Fjármagnstekjur        (1.474)  
    Rekstrarniðurstaða         3.897     
    Veltufé frá rekstri        14.161
    Fjárfesting ársins               17.500
Helstu fjárfestingar eru Þjónustuhús við höfnina, hönnun og undirbúningur 5 mil., ferðamannaaðst. á Vatnsskarði 3.6 mil. og endurnýjun tækja 3. mil.
2.    Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“
Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 24.000
3.    Egilsstaðaflugvöllur: Breyting á aðalskipulagi, til umsagnar.
Hreppsnefndin hefur ekkert við breytinguna að athuga.
4.    Fundargerðir:
 a.    Skipulags og bygginganefnd 30.11.2015, fundargerðin rædd og samþykkt.
 b.    Skólanefnd, netfundir 16.11 og 20.11.2015, lagðar fram til kynningar.
 c.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur og aðalfundur frá 25.11.2015, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
 d.    Samband ísl. sveitarfélaga 20.11.2015,  lögð fram til kynningar.
5.    Bréf:
 a.    Skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna fasteignarinnar að Laufskógum 1.
6.    Skýrsla sveitarstjóra, unnið að framkvæmdum í Hafnarhólma.

Fundi slitið kl. 18.20  
 Jón Þórðarson ritaði

Húsnæði gamla leiksólans er til leigu, þó ekki sem íbúðarhúsnæði.


  


Fundargerð                  23111518

       
Mánudaginn  23. nóvember  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.Fjárhagsáætlun 2015, fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
 Áætlunin rædd, borin  upp og samþykkt til annarrar umræðu.
2.Máltíðir eldriborgara og öryrkja í mötuneyti skólans.
Þjónustan  verður fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á þeim dögum sem    mötuneytið er starfrækt. Verð á máltíð kr. 750
3.Endurnýjun á bifreið.
   Samþykkt að endurnýja bifreið áhaldahúss samkvæmt tilboði BVA.
4.Fundargerðir:
a.    Jafnréttisnefnd 29.10.2015, sagt er frá að til standi að gera könnun um jafréttismál í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að setja sig í samband samband við framkvæmdaraðila.
b.    Stjórn SSA 27.10.2015, lögð fram til kynningar.
c.    HAUST aðalfundur 28.10.2015, lögð fram til kynningar.
d.    Skólaskrifstofa Austurlands, framkvæmdastjórn 13.10.2015, stjórn 06.11.2015 og aðalfundur 06.11.2015, lagðar fram til kynningar.
e.    Minjasafn Austurlands 14.09.2015, lögð fram til kynningar
f.    Samband ísl. sveitarfélaga 30.10.2015, lögð fram til kynningar.

5.Bréf:
a.Snorraverkefnið 2016, beiðni um fjárstuðning hafnað.
b.Stígamót, beiðni um fjárstuðning. Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 100.000

6.Skýrsla sveitarstjóra

Fundi slitið kl. 1920
                    Jón Þórðarson  ritaði


  


Fundargerð             02111517

Mánudaginn  2. nóvember  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Sóknaráætlun,  umræða um sóknaráætlun fyrir Borgarfjörð.  Möguleg verkefni í atvinnumálum rædd vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar.

2. Umsókn í atvinnuaukningarsjóð Borgarfjarðarhrepps, Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sýnu, borið undir atkvæði og samþykkt einróma.
Ein umsókn barst frá Jakobi Sigurðssyni sem sækir um kr. 3.800.000 vegna endurnýjunar  áætlunarbíls. Samþykkt að veita Jakobi umbeðnna upphæð enda leggi hann fram veð sem hreppsnefnd samþykkir.

   
3. Samningur um byggðasamlagið Ársali, breyting á samþykktum þannig að tekið verði fram að samlagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni. Samþykkt einróma.

4. Styrkbeiðni frá kvenfélaginu Björk í Hjaltastaðarþinghá vegna útgáfu á sögu félagsins. Samþykkt að styrkja útgáfuna um  kr. 20.000

5. Fjárhagsáætlun 2016
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 17 nóvember.

6. Útsvarsprósenta 2016
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52%  sem er hámarksálagning. 

7. Fasteignagjöld 2016, óbreytt frá fyrra ári.
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000-  á íbúð,  kr. 10.000-  þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000-  Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu.  Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000-  FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró.  Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati.  Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt samhljóða.

8. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband frá 23.10.2015, lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd frá 21.10.2015, lögð fram til kynningar.
c. HAUST 14.10.2015, lögð fram til kynningar.

9. Bréf:
a. Atvinnuvegaráðuneyti, úthlutun byggðakvóta.  Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað 86 þorskígildistonnum.  Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu felt einróma. 
Kvótinn verður auglýstur eftir gildandi reglum.

10. Skýrsla sveitarstjóra
Sagt frá framkvæmdum í Hafnarhólma.Fundi slitið kl. 1945

        Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             19101516

Mánudaginn  19. október  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 16. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Ljósleiðari.
Lögð fram  skýrsla um ljósleiðaravæðingu á Borgarfirði. Skýrslan verður send nefnd ríkisstjórnarinnar um ljósleiðara á svæðum þar sem markaðsbrestur hindrar tengingar. Óskað verður eftir þáttöku í verkefninu.

2. Erindi frá skólastjóra.
Fyrirspurn varðandi rekstur leikskóla. Vegna fjögurra barna reglu.
Frá setningu þessarar reglu hefur orði breyting á skólahaldi í sveitarfélaginnu leikskóli og grunskóli hafa verið sameinaðir. Ekki stendur til að breyta núverandi  starfsemi þar sem  leikskólastarf er hluti af skólastarfinu.

3.  Bréf:
a. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Efni: Fjárhagsáætlun, viðaukar við fjárhagsáætlun og samanburður við niðurstöður ársreiknings 2014.  Óskað er eftir úskýringum, farið verður yfir vinnuferla og erindinu svarað.
b. Fiskistofa, séstakt strandveiðigjald til hafna, Borgarfjarðarhöfn fær kr. 512.040 af sérstöku strandveiðigjaldi.
c. Brunabót, ágóðahlutagreiðsla 2015.  Ágóðahlutinn frá Brunabót er kr. 88.500.

4. Fundargerðir:
a. SSA 22.09, 01.10 og 03.10.15, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór  á fund Fjárlaganefndar, lögð fram áherslu atriði Borgarfjarðarhrepps. Umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna aðstöðuhúss við höfnina verður send. Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps á aðalfundi HAUST.

Fundi slitið kl. 1900

Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             05101515

Mánudaginn  5. október  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Erindi frá Arngrími Viðari.
Ákveðið var að hefja vinnu við sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp, tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar vegna aðkeyptrar aðstoðar við verkið.
Í þessari áætlun verði m.a. tekin fyrir, öldurnarmál, atvinnnumál, skólamál, aðalskipulag, jafnréttismál og annað sem tengist samfélaginu á Borgarfirði.

2. Bréf:
a . Mannvirkjastofnun, athugasemdir frá Mannnvirkjastofnun vegna úttektar á  Brunavörnum á Austurlandi. Málið verður tekið upp hjá stjórn Brunavarna.
b. Skólastjórafélag austurlands.
Ályktun vegna seinagangs í samningaviðræðum, Samband íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboð Borgarfjarðarhrepps, hreppsnefnd vonar að samningum ljúki sem fyrst.

3. Fundargerðir:
a. Ársalir 02.09.2015, lögð fram til kynningar
b. Hafnarsamband Íslands 21.09.2015, lögð fram til kynningar.
c. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 21.09.2015, lögð fram til kynningar.
d. Félagsmálanefnd 23.09.2015, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir stöðu ljósleiðaramála. Ákveðið að verða við beiðni Magnúsar Þorsteinssonar um framkvæmdir í Hafnarhólma.
Arkítektasamkeppni um aðstöuhús við bátahöfnina er lokið stefnt er að verðlaunaafhendingu og kynningu á tillögum 16.10.2015. Könnuð verði möguleg aðkoma Borgarfjarðarhrepps að móttöku flóttamanna.


Fundi slitið kl. 19:45       
Jón Þórðarson ritaðiUmsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð framlengdur til 1. Nóvember
Fundargerð             21091514

Mánudaginn  21. september 2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir: Jakob, Jón, Helga Erla í stað Arngríms Viðars, Ólafur boðaði forföll, Helgi Hlynur mætti ekki og boðaði ekki forföll. Þá kom á fundinn Björg Björnsdóttir sveitarstjórnafulltrúi SSA og fór yfir helstu mál á dagskrá aðalfundar SSA sem haldinn verður á Djúpavogi 2. og 3. október.

1. Erindi frá Magnúsi Þorsteinssyni um úrbætur á ferðamannaaðstöðu í Hafnarhólma.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindi Magnúsar og felur  sveitarstjóra að skoða útfærslu á verkefninu í samráði við Magnús.

2. Fundur með Fjárlaganefnd.
Farið verður á fund fjárlaganefndar 9. okt. með sameiginlegt erindi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Fljótsdalshrepps.
Áhersluatriði Borgarfjarðarhrepps snúa að samgöngumálum, fjarskiptum og heilbrigðismálum.

3. Byggðakvóti 2015/2016
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um byggðakvóta 2015/2016. Sveitastjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

4. Fundargerðir:
a. HAUST nr. 124 frá 02.09.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 830 frá 11.09.2015, lögð fram til kynningar.
c. Brunavarnir á Austurlandi nr. 40  04.09.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Unnið að lagfæringum á línuvegi frá Hólalandi í Sandaskörð, til verksins fékkst styrkur úr styrkvegasjóði upp á eina milljón kr.

                   Fundi slitið kl. 19:10 
                        Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             07091513

Mánudaginn  7. september 2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Samningur við Fljótsdalshérað um uppbyggingu og rekstur þjónustuhúss á Vatnsskarði og gönguleiða í Stórurð.
Lögð fram drög að samningi með áætluðum kostnaði á þessu ári 10 miljónir kr. þar af framlag Borgarfjarðarhrepps kr. 2 miljónir. Til að ljúka verkefninu 2016  er áætlað að kostnaður verði kr. 9 miljónir þar af greiði Fljótsdalshérað kr. 5.400.000 og Borgarfjarðarhreppur kr. 3.600.000. 
Hreppsnefnd óskar eftir fundi með fulltrúum Fljótsdalshéraðs til að fara yfir málið og leita leiða til lækkunar byggingakostnaðar.

2. Eldvarnakerfi í grunnskólann og Fjarðarborg
Lagt fram tilboð í brunaviðvörunarkerfi fyrir Grunnskólann og Fjarðarborg. Ákveðið að ræða frekar við bjóðendur.

3. Rekstraryfirlit fyrstu sex mánaða . Lagt fram til kynningar.

4. Erindi skólastjóra vegna fækkunar nemenda.
Lögð áhersla á að unnið verði hratt og vel að viðbrögðum við þessum breytingum með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Einnig var í erindi skólastjóra lagt til að opnun leikskóla verði frá 8:30-16:30, jákvætt tekið í þessa beiðni.

5. Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd 30.07.2015. M.a. rætt um íbúakönnun, hreppsnefnd vill gjarnarn taka þátt í könnuninni.
b. Samgöngunefnd SSA 18.08.2015. Lögð fram til kynningar.
c. Stjórn SSA nr. 13 23-24 ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
d. Ársalir 24.ágúst og 2. sept 2015. Lagðar fram til kynningar
e. Sjávarútvegssveitarfélög 21.08.2015. Lögð fram til kynningar.
f. Hafnarsamband Íslands 24.08.2015. Lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra.
Sagt frá vinnu við fjárhagsáætlun Brunavarna á Austurlandi m.a. fyrirhugaðri breytingu á kostnaðarskiptingu.  Tekið verður tillit til breytingarinar við gerð fjárhagsáætlunar Borgarfjarðarhrepps.

Fundi slitið kl. 1950       

Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             04081512

Þriðjudaginn  4. ágúst  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Fjallskil 2015
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

2. Hafnarsambandsþing 2015
Fulltrúi Jón Þórðarson

3. Fundargerðir:
a. Skólanefnd 29.07.2015, fundargerðin borin upp og samþykkt einróma.
Skráðir nemendur á komandi skólaári eru 12. Stöður í kennslu eru 3,5.
b. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 829, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 8.07.2015, fundargerð ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um stöðu heilbrigðismála, áætlað að halda fund um málefni eldri borgara í lok ágúst.


Fundi slitið kl. 1900
                Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             06071511

Mánudaginn  6. júlí  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur,  Helgi Hlynur og  Jón, Arngrímur  Viðar mætti ekki.

1. Hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir sjómenn og ferðamenn.
Samþykkt að auglýsa samkeppnina, fulltrúar Borgarfjarðarhrepps í dómnefnnd verða Kristján Helgason verkfræðingur og Þórhallur Pálsson arkítekt ritari nefndarinnar verður Arngrímur Viðar Ásgeirsson.

2. Stórurðarverkefnið
Ljóst er að fjárveitingar þessa árs duga ekki til að ljúka verkefninu, Borgarfjarðarhreppur lýsir vilja til að klára verkefnið enda verði kostnaður ekki úr hófi. Samningur um verkið verður gerður við Fljótsdalshérað.

3. Könnun á aðstæðum eldra fólks á Borgarfirði varðandi eigin búsetu og óskir um þjónustu.

Könnuninn var unnin af Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra.

Kannað viðhorf íbúa sveitarfélagsins, sem fæddir eru fram til ársins 1955, til búsetu og þjónustu á sínum efri árum.
Samkvæmt þjóðskrá eru 25 einstaklingar í þessum aldurshópi skráðir með lögheimili á Borgarfirði. 20 svöruðu könnuninni.
Í febrúar sl. var fólkinu sent bréf með spurningum um;
hvar þau vildu helst eyða síðari hluta ævi sinnar,
hvort núverandi húsnæði væri hentugt til búsetu,
hverju þyrfti hugsanlega að breyta,
hverjar væntingar þeirra væru til þjónustu sveitarfélagsins,
hvort það væri eitthvað annað sem þau vildu koma á framfæri.
Í framhaldi af bréfinu var hringt til fólksins þar sem eftirfarandi upplýsingar komu fram.

15 vilja eyða síðari hluta ævinnar á Borgarfirði

Væntingar um þjónustu
nánast allir telja líklegt að þeir eigi eftir að óska eftir heimaþjónustu.
þrír vilja hafa aðgang að heimsendum mat
Meirihluti þátttakenda talaði um mikilvægi þess að hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu á staðnum.
Óöruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og nú er.
Óska eftir að læknir eða hjúkrunarfræðingur komi á staðinn. Ekki bara símaþjónusta.
Finnst þjónusta heilbrigðiskerfisins ekki bjóða uppá búsetu á Borgarfirði.
Vill vera nærri lækni ef heilsan fer að bresta, sér fyrir sér að þurfa að fara ef ekki verður breyting frá því sem nú er.
Fjórir töldu æskilegt að sveitarfélagið byggði leiguíbúðir fyrir eldri borgara.
Fimm einstaklingar sögðust sjá fyrir sér seinni hluta ævinnar annars staðar á landinu.
Hreppsnnefndin mun á grunni þessarar könnnunar vinna að úrbótum á málefnum eldri borgara. Greinnilegt er að heilbrygðisþjónusta er ekki sem skildi.  Áætlað er að halda fund með eldriborgurum um þessi mál í haust.
4. Fulltrúi á aðalfund  SSA 2. og 3. okt.
Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Jón Þórðarson til vara.
5. Bréf:
a. Þjóðskrá Íslands, fasteignamat 2016
Kynning á fasteignamati 2016
6. Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd  10.06.2015
Ma. er unnið að gerð jafnréttisáætlunar fyrir Borgarfjarðarhrepp.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga nr. 19 og 20 frá 17og 27 apríl 2015. Fundargerðirnnar lagðar fram til kynningar.
c. 136. Fundur félagsmálanefndar 25.06.2015, lögð fram til kynningar.
d. SSA fundir stjórnar nr. 10, 11 og 12 frá 21. Apríl 19 maí og 23. Júní, lagðar fram til kynningar.
e. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 828,lögð fram til kynningar.
f. HAUST  123 fundur 03.06.2015, lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir við skólann ganga vel unnið að málningu, unnið við lokafrágang á þaki Fjarðarborgar.
Ástand Borgarfjarðarvegar er með öllu óásættanlegt og til stórtjóns fyrir þá sem leggja það á sig að fara veginn.

Fundi slitið kl. 1920    

Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð             01061510

Mánudaginn  1. júní  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1. Samkeppni vegna aðstöðuhúss við höfnina.
Þórhallur Pálsson forfallaðist en lögð voru fram gögn frá honum. Ólafi, Viðari og Jóni falið að ganga frá samkeppnnisgögnum í samráði við Þórhall Pálsson.

2.  Rekstraryfirlit fyrsti ársfjórðungur 2015
Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs lögð fram, er í samræmi við áætlun.

3. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Felld er úr gildi sú ákvörðun hreppsnefnndar Borgarfjarðarhrepps frá 1. nóvember 2010 að veita byggingarleyfi fyrir frístundahúsi við Bakkaveg 10 í Bakkagerði, Borgarfirði eystri.
Kæru á afgreiðslu og svörum Borgarfjarðarhrepps við athugasemdum kærannda við grendarkynningu byggingarleyfisumsóknarinnar er vísað frá úrskurðarnefndinni.

4. Erindi frá ungmennum á Austurlandi vegna þáttöku í verkefni Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi. Borgarfjarðarhreppur styrkir verkefnið um kr. 20.000.

5. Umsókn um styrk vegna gerðar kvikmyndarinnar Hjartasteins á Borgarfirði.
Hreppsnefndin fagnar þessum áformum.
Umsóknin snýr að nýtingu Fjarðarborgar og er metin er á kr. 330.000. Hreppsnefndin samþykkir að verða við beiðninni og færist kostnaðurinn á menningarmál.

6. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál
Oddvita falið að undirrita samninginn.

7. Bréf:
a. Minjasafn Austurlands bs, ársreikningur 2014. Reikningurinn lagður fram til kynningar.
b. Umhverfisstofnun, endurskoðun á samningi um refaveiðar. Ekki gerðar athugasemdir við endurskoðun samningsins.

8. Fundargerðir:
a. Skipulags og byggingarnefnd 28.05.2015.
Fundargerðin er í fjórum liðum, tekinn fyrir þriðji liður, úrskurður frá Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál. Þar  er því beint til hreppsnefndar að taka upp aðalskipulag þéttbýlisins og breyta frístundalóðum í almennar lóðir sem núverandi lög og reglugerðir gilda þá um.
Hreppsnnefnd samþykkir að breyta aðalskipulagi  þéttbýlisins í þá veru er Skipulags og byggingarnefnd leggur til.

b. Minjasafn Austurlands aðalfundur 30.04.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Brunavarnir á Austurlandi aðalfundur 29.04.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9. Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir helstu framkvæmdir, ma. viðgerðir á slitlagi, endurnýjun á vatnslögn og enndurbætur á Fjarðarborg.  Rætt um ljósleiðaramál og þáttöku í sameiginlegu verkefni á vegum SSA. Aðkoma að þorpinu mætti vera snyrtilegri.
Rætt um rýran hlut Borgarfjarðarvegar í samgönguáætlun, engin fjárveiting á næstu þremur árum. Við þetta verður ekki unað og þingmönnum gerð grein fyrir óánægju hreppsnefndar.Fundi slitið kl. 2035
Jón Þórðarson ritaði


 


Fundargerð                                        040515

Mánudaginn 4. maí  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.     Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2014 síðari umræða.

 Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 136,3 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 130,0 millj. kr.  Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi.  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 19,6 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 22,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2014 nam 232,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,8 millj. kr. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2014 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.

2.    Rekstraryfirlit fyrsti ársfjórðungur 2015

Frestað til næsta fundar

3.    Umboð til úttekta af innlánsreikningi

Sveitarstjóra  veitt umboð til úttekta af innlánsreikningi Fjarðarborgar hjá Landsbankanum.

4.   Ábyrgð vegna lána Ársala bs

Vegna  lánasamninga  milli Ársala bs og Arionbanka um fjármögnun félagsins, alls er lánaupphæð  kr. 175 millj.  Eignir félagsins , íbúðir í Hamragerði  og á  Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17 eru settar að veði fyrir lánum , en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaga , Fljótsdalshéraðs , Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps . Hlutur Borgarfjarðarhrepps í félaginu er 7,2 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut. Lagt fyrir hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps 4.05.2015 og samþykkt einróma.

5.   Styrkumsókn frá Héraðsskjalasafni með kostnaðaráætlun

Hreppsnefndin fagnar því að skanna eigi ljósmyndir Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn frá árunum 1897-1900 og gera þær aðgengilegar ljósmyndavefnum : myndir .heraust.is , og styrkir því  verkefnnið um  kr. 250.000

6.    Útgáfufélagið Glettingur styrkbeiðni

Ósakað eftir útgáfustyrk kr. 25.000, samþykkt með þrem atkvæðum gegn einu.

7.    Fundargerðir:

a.    HAUST nr. 122, 15.04.2015

Lögð fram til kynningar

b.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 13.04.2015

Lögð fram til kynningar

8.    Skýrsla sveitarstjóra.

Rætt ma. um úthlutunn kvóta á makrílveiðum,  tækifæri til útgerðar á þessar veiðar frá Borgarfirði eru ekki fyrir hendi miðað við núverandi frumvarp til laga. Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við frumvarpið.  Veður hefur tafið framkvæmdir við þak Fjarðarborgar.  Rætt um húsnæðisskort. 

Fundi slitið kl. 1900

Jón Þórðarson ritaði

  

Fundargerð                 20041508

Mánudaginn 20. apríl  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón, Bryndís í stað Ólafs. Einnig mætti á fundinn, undir 1. dagskrárlið, Magnús Jónsson endurskoðanndi frá KPMG

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2014 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp til samþykktar við fyrri umræðu og var hann samþykktur einróma.
 
2. Bréf:
a. Ráðrík 24.03.2014, lagt fram til kynningar.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur, lagt fram til kynningar.

3. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga  nr. 827, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
Arngrímur Viðar sagði fréttir af landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.
Framkvæmdir við þak Fjarðarborgar ganga vel.
Grunnskóli Borgarfjarðar tók þátt í Þjóðleik um síðustu helgi, frammistaða hópsins var til fyrirmyndar og öllum sem hlut eiga að máli til sóma.Fundi slitið kl. 1920
               
                    Jón Þórðarson
                    ritaði

  

Fundargerð                                        07041507

Mánudaginn 7. apríl  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.     Samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.

Bætt við einni grein í eldri samþykkt sem hljóðar svo:  Lausaganga sauðfjár er bönnuð í Loðmundarfirði  frá seinni löggöngu til 1. Júní.

Breytingin samþykkt einróma.

2.     Umsögn, tækifærisleyfi vegna Bræðslunnar.

Hreppsnefndin  hefur ekkert við leyfið að athuga.

3.     Minjasafn Austurlands, erindi vegna skuldamála.

Erindið er vegna uppgjörs rekstrarhalla síðustu ára, heildartalan er kr. 3.132.889 hlutur Borgarfjarðarhrepps kr. 114.977 sem er 3,67%. Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps.

4.     Reglur fyrir Félagsheimilið Fjarðarborg. Reglurnar samþykktar einróma.

5.     Bréf:

a.     Orkusjóður 18. mars  2015, um nýtingu jarðhitaleitarstyrks.

Staðfest að styrkur til jarðhitaleitar frá 2008 stendur enn til boða fyrir áhugasama aðila í sveitarfélaginu.

b.     Hringrás 24.03.2015, kynning á starfsemi.

c.     Starfsháttanefnd Austurbrúar 18.03.2015

Bréfið lagt fram til kynningar.

d.     Austfjarðatröllið, hugmynd að dagskrá á Austurlandi  23-25 júlí eða 13-15 ágúst.

e.     Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.

Arngrímur Viðar verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og fær jafnframt umboð til að sitja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

6.     Fundargerðir:

a.     Starfsmannafundur um húsnæðismál Grunnskólans 2.03.2015, funndargerðin rædd.

b.     Hafnarsambandið 13.03.2015, lögð fram til kynningar.

c.     Skólanefnd 07.04.2015, lögð fram til kynningar.

7.     Skýrsla sveitarstjóra.

Sagt frá stöðumati  VÍS vegna forvarna.

Farið yfir aldursdreifingu  í Borgarfjarðarhreppi.

Fyrirhugaður er kynningarfundur um hönnunarsamkeppni vegna þjónustuhúss við smábátahöfnina  miðvikudaginn 15. Apríl kl. 1830 í Fjarðarborg.

Fundur um orkumál, varmadælur, smávirkjanir og orkusparnað verður í Fjarðarborg miðvikudaginn 22. apríl kl. 1600

Fundi slitið kl. 1855                Jón Þórðarson ritaði

  

Fundargerð                                        160315

Mánudaginn 16. mars  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón, Bryndís í stað Ólafs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, að bæta við nýjum lið, gestur fundarins sem verður fyrsti liður á dagskrá aðrir liðir færast aftar sem því nemur.

1.    Gestur fundarins var Þórhallur Pálsson  arkítekt. Tilefni heimsóknarinnar er hönnunarsamkeppni  um þjónustu hús við Hafnarhólma.  Þórhallur fjallaði um feril hönnunarsamkeppna. 

Stefnt er að opnum fundi um þetta mál þann 11. apríl kl. 13:00.

2.    Samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi. Farið yfir reglugerð um búfjárhald og  breytingar ræddar, vísað til næsta fundar.

3.    Ársfundur Menningarráðs Austurlands, tilnefning fulltrúa. Fulltrúi verður Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jón Þórðarson til vara.

4.    Erindi frá Ferðaþjónustunni Álfheimum

Erindinu vísað frá.

5.    Bréf:

a.    Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs 2014

6.    Fundargerðir:

a.    Umhverfisnefnd  4.03.2015

Fundargerðin rædd og samþykkt.

b.    SSA nr. 7 og 8 frá 11.02.2015 og  23.02.2015

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

c.    Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 06.03.2015

Fundargerðin lögð fram til kynningar

7.    Skýrsla sveitarstjóra

Framkvæmdir við þak Fjarðarborgar fyrirhugaðar í apríl.

Íbúafjöldi Borgarfjarðarhrepps 1. jan 2015 var 135.

Funndi slitið kl. 19:20

Jón Þórðarson  ritaði

  

Fundargerð                                       020315

Mánudaginn 2. mars  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón, Helga Erla í stað Ólafs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, bæta við nýjum lið bréf Mast „ Útigöngufé í Loðmundafirði“ sem verður nr. 8 aðrir liðir færast aftar.

 

1.            Styrkbeiðni frá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum

Óskað eftir styrk vegna sýningar félagsins á Borgarfirði samþykkt að styrkja félagið um kr. 50.000.

2.            Efnistilboð vegna frágangs á þaki Fjarðarborgar

Samþykkt að taka tilboði Péturs Jónssonar í þakfrágang á Fjarðarborg.

3.        Erindi frá Ferðaþjónustunni Álfheimum vegna jarðhitaleitar

Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.

Um er að ræða nýtingu á styrk til jarðborana sem Borgarfjarðarhreppur fékk vilyrði fyrir til árið 2010 að upphæð kr. 5.025.000, vegna skilyrts mótframlags  og óvissu um árangur  taldi Borgarfjarðarhreppur  áhættuna of mikla á sínum tíma. Styrkloforðið er hinsvegar  er enn til staðar hjá Orkusjóði.  Hreppsnefndin vill gjarnan stuðla að því styrkurinn verði nýttur af fyrirtækjum og eða einstaklingum í sveitarfélaginu í samráði við Orkusjóð.  Sveitarstjóra falið að kanna hjá Orkusjóði hvernig þetta megi framkvæma.

4.        Erindi frá Umhverfisráði Grunnskólans 17.02.2015

Hreppsnefnd fagnar erindinu og  vill gjarnan stuðla að því að pokarnir verði aðgengilegir í sveitarfélaginu.

5.        Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands, boðun auka aðalfundar.

Samningurinn samþykktur, sveitarstjóri mætir á aukaaðalfund  Skólaskrifstofunnar.

6.        Bréf:

a.    Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið.

Samþykkt að veita Borgarfjarðarhreppi styrk að upphæð 3.000.000 kr. Vegna verkefnisins „Hönnun þjónustuhúsa við Hafnarhólma“

Hreppsnefndin þakkar styrkveitinguna, og ætlar að bjóða  arkítekt á næsta fund til að fara yfir hönnunarferlið.

b.    Styrktarsjóður EBÍ, auglýsing á styrkjum vegna sérstakara framfaraverkefna á vegum aðildarsveitarfélaganna.

7.    Fundargerðir:

a.    Skólaskrifstofa framkvæmdastjórn 17.02.2015, lögð fram til kynningar.

b.    Skólanefnd 23.02.2015, lögð fram til kynningar.

c.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 11.02.2015, lögð fram til kynningar.

d.    Hafnarsamband Íslands 13.02.2015, lögð fram til kynningar.

e.    HAUST  12.02.2015, lögð fram til kynningar.

8.         Erindi frá Mast um útigöngufé í Loðmundarfirði.

Matvælastofnun leitar aðstoðar Borgarfjarðarhrepps við handsömun flutning og vörslu fjár sem er umhirðulaust í Loðmundarfirði.  Borgarfjarðarhreppur mun aðstoða Mast við lausn þessa máls enda þarfnast það skjótra viðbragða.

9.    Skýrsla sveitarstjóra

Ákveðið að kaupa lausan gám sem snyrtingu við höfnina.

 

Fundi slitið 1900

                                             Jón Þórðarson  ritaði

 

Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningasjóð  er til 1. apríl

 

  

Fundargerð                                       160215

Mánudaginn16. febrúar  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.    Greinargerð KPMG vegna Fjarðarborgar

Eftir ábendingu frá endurskoðanda verður Fjarðarborg B hluta fyrirtæki, rekstrarformið breytist úr félagasamtök í stofnun sveitarfélags.

2.    Héraðsskjalasafn, styrkumsókn vegna ljósmyndavefs

Borgarfjarðarhreppur tekur jákvætt í erindið enda verði lögð fram kostnaðaráætlun um verkið og kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagana.

3.    Fasteignagjöld 2015

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.  Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%. 

4.    Bréf:

a.    Um Almannavarnanefnd Múlaþings 03.02.2015

Bréf  um almannavarnanefndir á Austurlandi, rætt og lagt fram til kynninngar.

5.    Fundargerðir:

a.    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.01.2015, fundargerðinn lögð fram til kynningar.

b.    Skólanefnd 05.02.2015

Helgi Hlynur vakti athygli á hugsannlegu vanhæfi sínu, hafnað með fjórum atkvæðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd.

6.    Skýrsla sveitarstjóra

Erindi frá Skólannefnnd er varðar baðaðstöðu og rekstrarfé skólans. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.  Staðgreiðsla 2014 uppgjör kr. 40.872.219. Rætt um sumarvinnu unglinga. Rætt um að halda fræðslufund um orkumál.  

 Fundi slitið 1920

                                                            Jón Þórðarson

                                                            ritaði

 

 


 

 

Fundargerð                                       020215

Mánudaginn 2. febrúar  2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og  Jón, Bryndís Snjólfsdóttir í stað Arngríms Viðars.

 

1.     Erindi frá starfsmönnum grunnskólans vegna leikskóladeildar. 

Erindið er vegna fleiri barna á leikskóla og í gæslu eftir skólatíma, sveitarstjóra falið að leita lausna í samráði  við skólastjóra.

2.     Bréf:

3.     Fundargerðir:

a.     Ársalir frá 23.01.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.

b.     SSA nr.1-6, 2014-2015, fundargerðirnnar lagðar fram til kynningar.

c.     Hafnarsamband 16.01.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.     Skýrsla sveitarstjóra.

Rætt um takmarkaðar heimildir sveitarfélaga til þátttöku fjárfestingasjóðum og fyrirtækjum.  Sagt frá kynningarfundi Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026.  

Hreppsnefndin hefur áhyggjur af skorti á upplýingum um stöðu og framvindu mála hjá Austurbrú.

Fundi slitið kl. 1900

                                                Jón Þórðarson  ritaði

 Fundargerð                                       19011502

Mánudaginn 19. janúar 2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

 

1.    Atvinnumál í Borgarfjarðarhreppi

Rætt um atvinnumál á Borgarfirði og ýmsar hugmyndir kynntar, m.a. byggingafélag og fjárfestinngasjóður.  Sveitarstjóra falið að kanna grundvöll slíkrar starfsemi.

 

2.Umsókn um Víkurnes.

Borist hefur umsókn frá Elísabetu D. Sveinsdóttur, samþykkt að leigja henni íbúðina enda hafi hún lögheimili á Borgarfirði.

 

3.Samráðsvettvangur um sóknaráætlun Austurlands, tilnefning fulltrúa.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson til vara.

 

4.Skýrsla sveitarstjóra, minnst á aðalskipulag og álagningu fasteignagjalda.

Fundi slitið kl. 1905

            

                                                            Jón Þórðarson ritaði

 

 Fundargerð                                       050115

Mánudaginn 5. janúar 2015 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

1.    Fjárbeiðni Stígamóta.

Samtökin gera ráð fyrir að heimsækja Austurland hálfsmánaðarlega. Hreppsnefndin samþykkir  styrk  að fjárhæð kr. 54.000 eða kr. 400 á íbúa.

2.    Bréf:

a.    HAUST 30.12.2014,  um samþykkt vegna fráveitumála.

Kynning á vinnu HAUST við sameiginlega reglugerð um fráveitumál á starfssvæði sínu. Hreppsnefndin fagnar þessari vinnu.

b.    Landsnet 18.12.14, kerfisáætlun, lagt fram til kynningar.

3.    Fundargerðir:

a.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga 12.12.14, fundargerðinn lögð fram til kynningar.

b.    HAUST 12.12.14, fundargerðin lögð fram til kynningar.

c.    Sambannd ísl. sveitarfélaga 12.12.14, fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um framkvæmdir ársins, viðhald vatnsveitu, framkvæmdir við Fjarðaborg , stíga og vegagerð. Rætt um rafmagns truflannir og nauðsyn á betri tengingu til Njarðvíkur.

Funndi slitið kl: 19.00

                                                            Fundargerð ritaði Jón Þórðarson