Borgarfj. - Breiðavík

Borgarfjörður - Breiðavík

12km - 447m hæsti punktur - 782m hækkun

Lagt af stað frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði og gengið um Brúnavík, ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur að Breiðuvíkurskála. Þessi leið er mikið gengin og er vel fær flestum í sæmilegu formi. Leiðin er laus við príl og klifur þar sem gengið er eftir gömlu þjóðleiðunum milli þessara eyðibyggða. Það þarf að vaða eina á á leiðinni við Brúnavíkursand en sú á telst ekki mikið vatnsfall og oft hægt að stikla yfir hana á steinum. Gengið er um litrík líparítfjöll og útsýnið síbreytilegt á leiðinni.