Fundargerðir 2014
Fundargerð                                        16121420

Þriðjudaginn 16. desember 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 20. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur,  Jón og Helga Erla í stað Ólafs. Fundinum var frestað um sólarhring vegna veðurs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, bæta við lið um málefni Austurbrúar sem verður nr 1. aðrir liðir flytjast aftar, samþykkt samhljóða.

 

Í upphafi fundar minntist oddviti fyrrverandi hreppsnefndarmanns,  Baldurs Guðlaugssonar sem er látinn.

 

1.     Málefni Austurbrúar

Niðurstaða fundar stofnaðila Austurbrúar 12.12.2014 vegna fjárhagserfiðleika lögð fram og eftirfarandi samþykkt:  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps  samþykkir að leggja Austurbrú til fé að sýnum hluta svo bjarga megi fjárhag stofnunarinnar  þetta er skilyrt því að aðrir stofnaðilar geri slíkt hið sama.  Hreppsnefnd leggst gegn því að hróflað verði við Atvinnuþróunarsjóði Austurlands sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna.

2.     Skólaskrifstofa Austurlands, tillaga að endurskoðuðum samningi.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að samningi.

 

3.     Fundargerðir:

a.     Ársalir frá 04.12.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b.     Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 01.12.2014

Fundargerðin rædd og enginn athugasemd gerð.

 

4.Skýrsla sveitarstjóra

Vinna við skólastefnu hafin, vinnublaði dreift.

 

 

 

Fundi slitið kl. 1900                            Jón Þórðarson

                                                            Ritaði

 

 

 

 

Íbúðinn Víkurnes 2 er laus til umsóknar, upplýsingar hjá sveitarstjóraFundargerð                                    01121419

Mánudaginn 1. desember 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1.   Fjárhagsáætlun 2015 með þriggja ára áætlun 2016-2018 síðari umræða

Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.

 

     Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti

 

     Skatttekjur                     45.630                  

     Framlög Jöfnunarsjóðs    52.721         

Aðrar tekjur                   28.689                           

Tekjur samtals               127.040       

        

Gjöld                            124.935                

Fjármagnstekjur             (1.182)  

         Rekstrarniðurstaða             923

 

     Veltufé frá rekstri           10.442 

     Fjárfesting ársins              15.500

Helstu fjárfestingar eru Fjarðarborg 5 mil. endurbætur á vatnsveitu 3 mil. endurnýjun tækja 3. mil.

Einnig var samþykkt að sú fjárhæð sem ekki gekk út við úthlutun úr atvinnuaukningasjóði árið 2014 bætist við ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2015 sem verður þá kr. 2.800.000

 

2.   Erindi frá Sýslumanninum á Seyðisfirði.

Beiðni frá Sýslumanninum um færslu á afskriftarreikning að upphæð kr. 66.324. Samþykkt einróma.

3.    Bréf:

a.    Björgunarsveitin Sveinungi, styrkbeiðni að upphæð kr. 200.000 vegna Tetra fjarskiptagáttar og sendis.

Samþykkt að styrkja kaup á Tetra fjarskiptagátt um kr. 100.000.

b.    N4, beiðni um stuðning við þáttagerð. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000 ef af verður.

c.    Bergsól, styrkbeiðni vegna fjölföldunar heimildarmyndar um Snorraverkefnið. Beiðninni hafnað.

d.    Flugsaga Austurlands, styrkbeiðni. Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 15.000.

4.    Fundargerðir:

a.    Skólaskrifstofa Austurlands, skýrsla formanns til aðalfundar, fundargerð aðalfundar 21.11.2014, fundargerð framkvæmdastjórnar 21.11 2014. Lagt fram til kynningar.

b.    HAUST 119. fundur 12.11.2014, lögð fram til kynningar.

c.    Samband ísl sveitarfélaga nr. 822  21.11.2014, lögð fram til kynningar.

 

5.    Skýrsla sveitarstjóra

Þórshamar er sameign ríkis og Borgarfjarðarhrepps 75/25, haft hefur verið samband við menntamálaráðuneytið vegna fyrirsjáanlegs viðhalds. Kostnaðarþáttöku hefur verið hafnað en boðið uppá viðræður um eignahald.

Sveitarstjóra falið að vinna drög að skólastefnu Borgarfjarðarhrepps og leggja fyrir hreppsnefnd.

 

Fundi slitið kl. 19.05

 

                                                Jón Þórðarson  ritaði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarið hefur lausaganga hunda verið áberandi í þorpinu, hundaeigendur eru beðnir að bæta ráð sitt svo ekki þurfa að grípa til aðgerða á grundvelli reglugerðar um hundahald og útgefinnar gjaldskrár.

 

  

Fundargerð                                        171114

Mánudaginn 17. nóvember  2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir: Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Ólafs.

 

1.     Fjárhagsáætlun 2015, með þriggja ára áætlun  fyrri umræða. Áætlunin rædd, borin  upp og samþykkt til annarrar umræðu. Ákveðið að boða til aukafundar milli umræðna til að fara yfir gjaldaliði.

2.     Fundargerðir:

a.     Skólanefnd 5.11.14

Fundargerðin rædd og samþykkt.

b.     Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 21.10.14

Lögð fram til kynningar.

c.     Hafnarsamband Íslands 31.10.14

Lögð fram til kynningar.

d.     Dvalarheimili aldraðra 22.10.14

Lögð fram til kynningar.

e.     Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 08.10.14, 03.11.14 og 08.11.14

Lagðar fram til kynningar

 

3.     Bréf:

a.     Innanríkisráðuneytið 10.11.14.

Um skil á fjárhagsáætlun, frestur er til 15. des.

b.     Vatnssýni.

Neysluvatnssýni, frá 4.11.14, stenst gæðakröfur.

 

4.     Skýrsla sveitarstjóra

Loðmundarfjörður, rætt um vandamál með fé í Loðmundarfirði.

Vatnsveita, rætt um endurnýjun eldri vatnslagna sem eru aðkallandi.

Þórshamar rætt um eignarhald.

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs hefur tekið að sér að framkvæma þjónustukönnun meðal eldri borgara.

 

            Fundi slitið kl. 19.30

 

                                                            Jón Þórðarson             ritaði

  

Fundargerð                                    03111415

Mánudaginn 3. nóvember 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1.    Fjárhagsyfirlit 30.09.2014        

Rekstur Borgarfjarðarhrepps er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

2.    Fjárhagsáætlun 2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi þriðjudaginn 11. nóv.

3.    Útsvarsprósenta 2015

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52%  sem er hámarksálagning. 

4.    Fasteignagjöld 2015

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000-  á íbúð,  kr. 10.000-  þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000-  Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu.  Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000-  FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró.  Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati.  Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.

5.    Fundargerðir:

a.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga 09.09.2014

Lögð fram til kynningar

b.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga 06.10.2014

Lögð fram til kynningar

c.    Hafnarsamband 03.10.2014

Lögð fram til kynningar

d.    Staðardagskrárnefnd 16.10.2014

Lúðvík Gústafson mætti á fund nefndarinnar og ræddi framtíðarlausnir í sorpmálum.

e.    Brunavarnir á Austurlandi 24.10.2014

Lögð fram til kynningar.

f.     Minjasafn Austurlands 28.10.2014

Lögð fram til kynningar.

6.    Bréf:

a.    Brunabót, ágóðahluti Borgarfjarðarhrepps frá Brunabótafélaginu 2014 er kr. 88.500.

7.    Skýrsla sveitarstjóra: Náðst hafa 31 refur og 48 minkar á árinu. Sótt hefur verið um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamála til hönnunar þjónustuhúss við höfnina.

Fundi slitið kl. 2020                 Jón Þórðarson ritaði

 

 


 

Fundargerð                                        20101414

Mánudaginn 20. október 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón, Bryndís Snjólfsdóttir í stað Arngríms Viðars.

1.    Erindi umhverfisnefndar Grunnskóla Borgarfjarðar

Í erindinu er óskað eftir að Borgarfjarðarhreppur komi upp móttöku fyrir notuð föt og skó í samstarfi við Rauðakross íslands.

Samþykkt að hafa samband við Rauðakrossdeild Héraðs og Borgarfjarðar og óska eftir söfnnunarkassa frá Rauðakrossinum.

2.    Byggðakvóti 2014/2015

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og samþykkt einróma.

Í bréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 9. okt. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthluta kvóta til sveitarfélagsins, sem hér segir:

BORGARFJÖRÐUR EYSTRI   101  þorskígildistonn.

Fiskistofa annast úthlutun á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda. 

3.    Innleiðing  gæðakerfis byggingafulltrúa

Krafa er um að bygingafulltrúar taki upp gæðastjórnunarkerfi fyrir 1.01.2015. Samþykkt er til að nota kerfi sem heitir Stjórnnkefi byggingafulltrúa og aðlaga það að Borgarfjarðarhreppi.      

1.    Samgönguáætlun 2015-2018/Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Lögð er áhersla á að þær framkvæmdir sem eru inni í núveranndi áætlun verði þar áfram. Þetta á bæði við um úrbætur í hafnarmálum og sjóvörnum.

5.  Fundargerðir:

a.    Stjórn Sambands ísl. sveitaarfélaga  24.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b.    Fundargerð  aðalfundar HAUST  1.10.2014

Fundargerðinn lögð fram til kynningar.

2.     Bréf: 

a.    Þjóðskrá/ Fasteignamat 2015

Áminninng til sveitarfélaga um að tilkynna breytingar tímanlega.

b.    Skógræktarfélag Íslands

Áskorun frá Skóræktarfélagi Íslands um að nýta lúpínubreiður til skógræktar.

3.     Skýrsla sveitarstjóra:

Unnið er að áætlun um viðhald Fjarðarborgar. Skemmtiferðaskipið Albatros hefur boðað komu sína til Borgarfjarðar 16 júní.

 

Fundi slitið kl. 19.00                    

                                                  Jón Þórðarson ritaði

  

Fundargerð                                       06101413

Mánudaginn 6. október 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1.    Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti á fundinn

Ásamt Maríu Hjálmarsdóttur  og sögðu frá starfsemi Austurbrúar og áætlunum næsta árs.

2.    Ársalir.  Samningur um byggðasamlag

Hreppsnefnd hefur ekkert við samninginn að athuga, samþykktur einróma.

3.    Fulltrúi í samgöngunefnd  SSA

Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Helgi Hlynur Ásgrímsson til vara.  Samþykkt einróma.

4.    Umsókn í Atvinnuaukningasjóð

Umsókn frá Birni Gíslasyni vegna kaupa á smágröfu, samþykkt að veita Birni umbeðna  upphæð kr. 600.000. Sveitarstjóra falið að ganga frá láninu samkv. reglum sjóðsins.

5.    Fundargerðir:

a.    Jafnréttisnefnd frá 11.09.2014

Hreppsnefnd fagnar því að jafnréttisnefnd hefur tekið til starfa, og hefur ekkert við fundagerðina að athuga.

b.    Stjórn Minjasafns Austurlands 11.09.2014

Fundargerðinn lögð fram til kynningar

c.    Hafnarsamband Íslands 3.09.2014

Lögð fram til kynningar

d.    Stjórn SSA 11.09.2014

Lögð fram til kynningar.

e.    Staðardagskrárnefnd 18.09.2014

Fundargerðin rædd og samþykkt.

f.     Skólanefnd 1.10.2014

Fundargerðin rædd og samþykkt.

 

6.    Skýrsla sveitarstjóra:

Beiðni frá almannavarnanefnd Múlaþing um fjárframlag vegna búnaðar í stjórnstöð, verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Sameiginnlegt erindi með nágrannasveitarfélögum verður sent Fjárlaganefnd. Rætt um lengda viðveru/frístundaheimili í tengslum við grunnskólann.

 

Fundi slitið kl. 20.10

                                                  Jón Þórðarson ritaði

 

Minnt er á íbúafund og menntaþing nk. laugardag

 Fundargerð                                       150914

Mánudaginn 15. september 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1.    Byggðakvóti 2014/2015

Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, það var fellt í atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

2.    Rekstraryfirlit sex mánaða

Reksturinn er í samræmi við áætlanir.

 

3.    Fundargerðir:

a.    Dvalaheimili aldraðra 09.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

b.    118. Fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 03.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

c.    Fundargerð Samgöngunefndar SSA 5.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

 

4.    Bréf:

a.    Fundarboð.  Aðalfundur HAUST 2014

Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Bjarni Sveinsson

b.    Mannvirkjastofnun. Tilögur að reglugerð um starfsemi slökkvuliða.

Farið hefur verið yfir tillögurnar, athugasemdir verða gerðar í samráði við Brunavarnir á Austurlandi

c.    Héraðsskjalasafn. Drög að fjárhagsáætlun 2015

Verður afgreidd við gerð fjárhagsáætlunar

 

5.    Skýrsla sveitarstjóra:

Framkvæmdir Vegagerðar við Bakkaá og Jökulsá verða í næsta mánuði. Styrkfé vegna Víknaslóða var nýtt til betrumbóta á slóð í Hvítserk. Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar er hafin Arngrímur Viðar tekur þátt í verkefninu fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

Fundi slitið kl. 1900                                 

Jón Þórðarson ritaði

 

 

Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningasjóð er 1. okt.

 


 


Fundargerð                                       01091411

Mánudaginn 1. september 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1.    Erindi frá Matvælastofnun um sauðfé í Loðmundarfirði

 

Íbréfinu segir ma:

 

„Vegna ítrekaðra ábendinga um vanhirt fé í Loðmundarfirði undanfarna vetur fór eftirlitsaðili Matvælastofnunar í eftirlitsferð í fjörðin í maí síðastliðnum. Eftirlitsmaður staðfesti að töluvert væri bæði af ómerktu og merktu sauðfé í firðinum, þó aðallega ómerktu. Sauðféð var í mismunandi ástandi en þó erfitt að gera sér greinfyrir holdafari fullorðna fjársins þar sem að það hafði greinilega ekki verið rúið í einhvern tíma og þó nokkrar voru í mörgum reifum. Miðað við talningar út frá myndum sem að teknar voru í eftirlitsferðinni má gera ráð fyrir að á skoðunardegi hafi sést u.þ.b. 100 fjár.“

 

Ennfremur:

„Eftirlitsferð þessi sýndi greinilega að sauðfjárhald í Loðmundarfirði samræmist ekki lögum um dýravelferð nr. 55/2013, reglugerð um eftirlit með aðbúnaði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra nr. 60/2000 eða reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012. Brot varða greinar 14, 22, 23 og 29 í lögum nr. 55/2013, greinar 4, 5 og 7 í reglugerð nr. 60/2000 og greinar 4 og 9 í reglugerð nr. 916/2012. Matvælastofnun gerir því nú eftirfarandi kröfur tilBorgarfjarðarhrepps.

Allt ómerkt sauðfé sem smalað er úr Loðmundarfirði fari beint í slátrun haustið 2014“

 

Borgarfjarðarhreppur mun leitast við að verða við kröfum Matvælastofnunar.

 

2.     Fundargerðir

a.     Skólanefnd  15.08.2014

Með fundargerð fylgir skóladagatal/starfsáætlun skólaársins sem hreppsnefnd samþykkir einróma.

b.     Stjórn SSA fundur nr.8  26.08.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c.     Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.     Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um sjálfbærni og leiðir til  aukinar meðvitundar þar um.

Vegagerðin mun í haust skipta um brú á Bakkaánni og Jökulsánni. Eitthvað verður unnið í Víknaslóðum. 

Nú hefur svo verið um nokkurt skeið að Borgarfjörður eystri er eini þéttbýliskjarni á Íslandi sem ekki hefur tengingu með bundnu slitlagi við aðra þéttbýlisstaði, eftir standa u.þ.b. 28 km. Hreppsnefnd beinir því til samgönguyfirvalda að borgfirðingar verði ekki skyldir útundan lengur en til 2020, enda varðar slíkt við eineltisáætlanir.

 

 

Fundi slitið kl. 1915                           

Jón Þórðarson ritaði

  

Fundargerð                                       05081410

Þriðjudaginn 5. ágúst 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1.   Fjallskil 2014

Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.

Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.

Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

2.   Samningur um refaveiðar 2014-16

Fyrir liggur samnigsuppkast um endurgreiðslu vegna refaveiða frá Umhverfisstofnun. Einróma samþykkt að ganga að tilboðinu.

3.   Fjarðarborg

Rætt um viðhaldsþörf og rekstur Fjarðarborgar. Fyrst um sinn heyrir reksturinn undir hreppsnefnd. Sveitarstjóra falið að undirbúa áætlun um viðhald og tekjur hússins fyrir fjárhagsáætlunarvinnu. Gerð verður úttekt á ástandi hússins.

4.   Fundargerðir:

a.   128. fundur Félagsmálanefndar 9. júlí 2014 lögð fram til kynningar.

b.   Fundargerð 817. fundar Samband ísl. Sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.

c.   Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 08.07.2014, lögð fram til kynningar.

5.   Bréf:

Samband ísl. sveitarfélaga.

Ályktanir 9. Fundar sveitarstjórnavettvangs EFTA  um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða.

Undir þessum hatti eru eru áhugaverðir þættir fyrir Borgarfjarðarhepp.

6.   Skýrsla sveitarstjóra:

Fundur um orkumál á haustdögum er í undirbúningi.

Rætt um frekari flokkun og vinnslu á sorpi og kanna hvar sveitarfélagið stendur gagnvart umhverfisvottun.

Flestum framkvæmdum lokið, en stefnt að málningu Hólmastigans í haust.

 

 

Jón Þórðarson ritaði

fundi slitið 1900

            

 Fundargerð                                      07071409

Mánudaginn 7. júlí 2014 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til  fundar í Hreppsstofu.  Fundurinn er 9. fundur sveitarstjórnar  á árinu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

 

1.   Ráðningarsamningur við sveitarstjóra

Jón Þórðarson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Fyrirliggjandi samningur staðfestur.

2.   Erindi frá Eyrúnu Hrefnu 22.05.2014

Sótt um styrk til tækjakaupa vegna lokaverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun. Hreppsnefnd sér sér ekki fært að veita styrki  en vill skoða möguleika á fjármagni til nemendaverkefna tengdum sveitarfélaginu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

3.   Beiðni um stuðning við starf Hróksins

Erindinu hafnað.

4.   Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi

Samþykkt einróma.

5.   Erindi frá sýslumanni um tækifærisleyfi til tónleikahalds í Bræðslunni

Hreppsnefnd hefur ekkert við leyfið að athuga.

6.   Erindi frá Álfheimum.

Argrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Óskað er eftir leyfi til reynslu til staðsetningar veitingavagns á tjaldstæði og eða við Hafnarhólma. Leyfið samþykkt, nánari satsetning í samráði við sveitarstjóra.

7.   Fundargerðir:

a.   Stjórn SSA nr. 6  06.05.2014 og nr. 7 10.06.2014

Lagðar fram til kynningar

b.   Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.04.2014

Lögð fram til kynningar

c.   Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 12.05.2014

Lögð fram til kynningar

d.   127. Fundur Félagsmálanefndar 14.05.2014

Lögð fram til kynningar

e.   Stjórn Brunavarna á Austurlandi 13.05.2014 og 23.06.2014

Lagðar fram  til kynningar

f.    Haust 25.06.2014

Lögð fram til kynningar

8.   Bréf:

a.   Stuðningur við starfsemi svæðisbundinna miðla 15.05.2014

Bréf frá Sverri Mar Albertsyni og Tjörva Hrafnkelssyni um stuðning við svæðisbundna miðla. Hreppsnefnd hefur fullan skilning á mikilvægi svæðisbundinna fjölmiðla og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta þá.

 

b.   Fjármál sveitarfélaga Innanríkisráðuneytið 12.06.2014 og 18.06.2014.

Erindi um fjármálastjórn sveitarfélaga og viðauka við fjárhagsáætlanir. Hreppsnefnd tekur innihald bréfanna til eftirbreytni.

 

9.   Skýrsla sveitarstjóra:

Arngrímur Viðar verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í svæðisbundin samráðshóp um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu.

Tvö sumarstörf námsmanna eru styrkt af Vinnumálastofnun. Borgarfjarðarhreppur fær úthlutað 1.500.000 þúsund kr. til styrkvega af vegafé.

Stefnt að vinnu við endurskoðun aðalskipulags frá haustinu.

Rætt um möguleika til lækkunar orkukostnaðar og aukinnar sjálfbærni í orkumálum. Stefnt að fundi með Orkusetri og öðrum í haust.

Þörf er á úttekt á atvinnumálum svo sem fjölda og dreifingu starfa og samantekt á hugmyndum um ný atvinnutækifæri, sveitarstjóra falið verkið.

 

                                            Jón Þórðarson

                                            ritaði

 

 

Fundi slitið kl. 2020

 Fundargerð                                      16061408

Mánudaginn 16. júní 2014 kl: 17 kom nýkjörin Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fyrstar fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 8. fundur sveitarstjórnar á árinu.  Allir nefndarmenn mættir. “Starfsaldursforseti” Jakob Sigurðsson, bauð nýkjörna hreppsnefndarmenn velkomna til starfa.

 

  1. Kjörfundargerð frá 31. maí 2014

Samkvæmt kjörfundargerð voru eftirtaldir kosnir sem aðalmenn og varamenn í Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps:
Aðalmenn: 
            Jakob Sigurðsson                               Hlíðartúni     
            Ólafur Hallgrímsson                         Skálabergi    
            Jón Þórðarson                                    Breiðvangi     
            Arngrímur Viðar Ásgeirsson              Brekkubæ

Helgi Hlynur Ásgrímsson                   Svalbarði

Varamenn: 

1.Helga Erla Erlendsdóttir                  Bakka

2.Björn Aðalsteinnsson                     Heiðmörk

3.Bryndís Snjólfsdóttir                      Réttarholti

4.Hólmfríður Jóhanna Lúðvíksdóttir Dagsbrún

5.Jóna Björg Sveinsdóttir                    Geitlandi
           

2.    Kosning oddvita og varaoddvita til 4 ára

a.    Jakob Sigurðsson kjörinn oddviti með 5 atkvæðum.

b.    Ólafur Hallgrímsson kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum.

 

  1. Fundartími hreppsnefndar næsta ár

Hreppsnefndin mun funda fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til og með apríl en fyrsta mánudag frá maí til og með ágúst

  1. Fulltrúar kjörnir til 4 ára í fastanefndir

a.    Skipulags og bygginganefnd

Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Jakob Sigurðsson                    Ásgeir Arngrímsson               

            Bryndís Snjólfsdóttir              Jóna Björg Sveinsdóttir

            Þorsteinn Kristjánsson           Helga Erla Erlendsdóttir

b.    Kjörstjórn við sveitastjórnar og alþingiskosningar

Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Björn Aðalsteinsson               Hólmfríður J Lúðvíksdóttir

            Jóna Björg Sveinsdóttir           Margrét Bragadóttir

            Kári Borgar Ásgrímsson         Bjarni Sveinsson

c.    Landbúnaðarnefnd

Aðalmenn:                                          Varamenn:

Jón Sigmar Sigmarsson                        Helga Erla Erlendsdóttir

Margrét Benediktsdóttir                   Andrés Björnsson

Ásgeir Arngrímsson                           Kristjana Björnsdóttir

 

 

d.    Jafnréttisnefnd

Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Svandís Egilsdóttir                             Óttar Már Kárason

            Kristján Geir Þorsteinsson                 Guðlaug Dvalinsdóttir

            Hólmfíður J Lúðvíksdóttir                  Magnús Þorri Jökulsson

 

e.    Skólanefnd grunnskóla

Aðalmenn:                                          Varamenn:

            Ólafur Hallgrímsson                           Þorsteinn Kristjánsson

            Margrét Benediktsdóttir                     Helga Erla Erlendsdóttir

            Ásta Hín Magnúsdóttir                      Arngrímur Viðar Ásgiersson

 

f.     Kjarvalsstofa

 

Aðalmaður:                                         Varmaður:

            Jakob Sigurðsson                               Helga Björg Eiríksdóttir

 

g.    Staðardagskrárnefnd

           

                        Bryndís Snjólfsdóttir

                        Helgi Hlynur Ásgrímsson

                        Jóna Björg Sveinsdóttir

                        Birkir Björnsson

                        Skúli Sveinsson

                       Þórey Sigurðardóttir

 

            Sá nefndarmaður sem fyrst er talin boðar fyrsta fund.

 

5.    Fulltrúar kjörnir til 4 ára í sameiginlegar fastanefndir og sameiginlegir fulltrúar með öðrum sveitarfélögum

a.    Almannavarnarnefnd Múlaþings

Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps  oddviti til vara.

b.    Brunavarnir Austurlands

Sveitarstjóri verður fulltrúi,  oddviti til vara.

c.    Félagsmála og barnaverndarnefnd

Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir

6.    Kosningar og tilnefningar í félög stjórnir og ráð:

Kjörnir til eins árs

a.    Samband sveitarfélaga á Austurlandi

Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps, sveitarstjóri til vara

b.    Skólaskrifstofa Austurlands

Arngrímur Viðar Ásgeirsson verður fulltrúi Helga Erla Erlendsdóttir til vara.

c.    Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Fulltrúi Bjarni Sveinsson til vara Sigurlína Kristjánsdóttir.

d.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Björn Aðalsteinsson verður fulltrúi Kristjana Björnsdóttir til vara.

 

 

7.    Kjörnir til 4 ára

a.    Stjórn Minjasafns Austurlands

Kristjana Björnsdóttir verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps Björn Aðalsteinsson til vara.

b.    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps varaoddviti til vara.

c.    Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum (Ársalir)

Sveitarstjóri verður fulltrúi Oddviti til vara.

 

8.    Kjörstjórnarlaun vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörstjórnarlaun ákveðin kr. 40.000 á mann.

 

9.    Sveitarstjóri

Jakobi Sigurðssyni og Arngrími Viðari Ásgeirssyni falið að ræða við Jón Þórðarson um áframhaldandi starf.

 

 

Fundi slitið kl. 20.35

 

 

Jón Þórðarson

 ritaði fundargerð


+Fundargerð 05051407

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2014 mánudaginn
5. maí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón

1. Samorka, boð um að gerast aðili að samtökunum
Hreppsnefnd sér ekki tilgang í að þekkjast boðið.

2. Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga
Kjörskrárstofn hefur ekki borist, hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara

3. Samþykktir fyrir Ársali. (Áður Dvalarheimili aldraðra)
Eftir umræður voru samþykktirnar bornar upp og samþykktar einróma. Hlutur
Borgarfjarðarhrepps í félaginu er 7,2%
Ákveðið að hækka þóknun til hreppsnefndarmanna um kr. 2.000 og verða hún þá kr.
10.000 . Breytingin tekur gildi við upphaf nýs kjörtímabils.
a. Stjórn Dvalarheimili aldraðra 10.04.2014
b. 126. fundur Félagsmálanefndar
d. Aðalfundur Minjasafns Austurlands 11.04.2014
e. Samgöngunefnd SSA 7.04.2014
f. Samband ísl. sveitarfélaga 10.04.2014
Fundargerðir a. til f. lagðar fram og ræddar.

Vinnuskólinn hefst 18. júní og er ungmennum á aldrinum 13 til 16 ára bent á að skrá sig
hjá sveitarstjóra. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til eftir veturinn svo sem venja hefur
verið og er bent á að hafa samband við starfsemenn áhaldahúss ef þörf er á aðstoð við að

Kristjana óskaði eftir svohljóðandi bókun:
Þar sem ég hef ákveðið að nýta þann rétt minn að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi
setu í Hreppsnenfd vil ég þakka Borgfirðingum samstarfið síðustu 12 ár.

Oddviti þakkaði hreppsnefndarmönnum samstarfið á kjörtímabilinu.
Fundi slitið kl: 18

Kristjana Björnsdóttir
ritaði


Fundargerð 03031404

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2014 mánudaginn 3. mars
kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og
Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.

1. Tilboð í styrkingu brimvarnar við Hafnarhólma
Tilboð voru opnuð 25. febrúar og er um að ræða hækkun og styrkingu á 55 m. kafla
á brimvörn við Hafnarhólma. Þrjú tilboð bárust í verkið Þ. S. verktakar ehf. buðu
13.966.218,Ylur ehf.,13.952.970 og Héraðsverk ehf. 11.430.900 áætlaður verktakakostnaður
er kr. 9.267.000. Hreppsnefnd leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

2. Umsókn um styrk vegna útgáfu bókar með ljóðum Bjarna Steinssonar
Þeir bræður frá Ásgarði, Guðmundur Ingi og Ragnar, sækja um styrk til útgáfu á ljóðum
Bjarna en útgáfan er í samstarfi við Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. Borgarfjarðarhreppur
mun styrkja útgáfuna um kr. 150 þúsund.

3. Tilnefning í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Stjórn SSA óskar eftir tilnefningum, hreppsnefnd leggur til að Björn Aðalsteinsson taki sæti í

4. Fundargerð stjórnar SSA 4. 02. 2014
Fundargerðin lögð fram til kynningnar

Ákveðið að kaupa WC gám sem viðbót við snyrtingarnar á tjaldstæðinu. Gámurinn verður

Fundi slitið 18.30 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl

Fundargerð 17021403

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2014 mánudaginn
17. feb. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón
Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Líkamsrækt og heilsuefling á Borgarfirði:
 Erindi frá Ungmennafélagi Borgarfjarðar og Framfarafélagi Borgarfjarðar.
Félögin lýsa áhuga sínum á því að koma upp líkamsræktaraðstöðu á Borgarfirði og auka
þannig lífsgæði íbúanna.
Í erindinu segir m.a. ,,Í viðræðum okkar á milli höfum við séð þessa aðstöðu fyrir okkur
í norðurstofunni í Fjarðarborg og viljum við kanna möguleikana á því að koma þessari
aðstöðu upp hið fyrsta í samstarfi við sveitarfélagið.“
Hreppsnefndin fagnar áhuga félaganna á heilsueflingu í sveitarfélaginu, en telur að öll
gögn varðandi umsjón, rekstur og umfang rekstrar vanti til að hægt sé að ráðstafa húsnæði
undir starfsemina að svo stöddu.

2. Bréf:
a. Þokustígur: Í bréfi frá 6. febrúar er varðar þokustíg á Borgarfirði kalla Ívar
Ingimarsson, Hafliði Hafliðason og Hilmar Gunnlaugsson eftir því ,,1. Hvort vilji sé til að
stuðla að gerð þokustígs/stíga innan sveitarfélagsins og ef svo 2. tilnefna einstakling sem
yrið tengiliður við undirrrtaða vegna verkefnisins ...“
Hreppsnefnd vísar erindinu til Ferðamálahóps Borgarfjarðar.
b. Styrktarsjóður EBÍ 2014
Borgarfjaðarhreppur hefur rétt á að sækja um styrk í sjóðinn til ,,sérstakra
framfaraverkefna.“ Íbúar sem hafa hugmyndir að verkefni geta komið þeim á framfæri við
sveitarstjóra fyrir 14. mars.
c. Samstarf sveitarfélaga um rafræna reikninga
Bréfið er ósk um að Borgarfjarðarhreppur taki upp sendingar á rafrænum reikningum. Þar
sem bréfið er hvorki dagsett né undirritað er því vísað frá.
a. Inkasso. Varðar beiðni um samstarf í innheimtu.
Erindinu hafnað.

3. Fundargerðir:
a. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns . 11. 02. 14
b. Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30. 01.14
c. Stjórn Minjasafns Austurlands 07.02.14
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
4. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um leiðir til úrbóta varðandi hreinlætisaðstöðu um Bræðsluhelgina.
Fundi slitið kl: 18.55 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Fundargerð 03021402
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2014 mánudaginn 03. feb.
kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og
varamaðurinn Bjani Sveinsson, Ólafur og Kristjana boðuðu forföll.
Athugasemd hefur verið gerð við síðustu fundargerð nr. 1. 2014 fyrsta lið „Þá kallaði hún
eftir því að hreppsnefnd marki skólastefnu fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar eins og skylt er
samkvæmt lögum“ Þetta átti að vera ... marki skólastefnu fyrir sveitarfélagið osfrv. Leiðréttist
þetta hér með.

1. Heilsugæsla á Borgarfirði
Borgarfjörður eystri er sjálfstætt sveitarfélag og nútíma samfélag eins og hvert
annað á landinu. Hluti af þeirri þjónustu sem veitt er í nútíma samfélögum
er heilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta á Borgarfirði heyrir undir HSA.
Atvinnuhættir og landfræðileg lega staðarins er þannig að ekki er alltaf hægt að vera í
daglegum tengslum við nágrannabyggðarlagið. Öryggissjónarmið samfélaga segja til
um að þar skuli vera aðgangur að lágmarks heilbrigðisþjónustu.
13. jan. 2009 barst bréf frá forstjóra HSA þar sem hann tilkynnir sveitarstjórn að HSA
hafi ákveðið að leggja af ferðir lækna á Borgarfjörð frá og með 1. febrúar 2009, en
vitjunum þangað verður sinnt sem áður. Sama dag og sveitarstjórn barst bréfið fengu
íbúar á Borgarfirði sambærilega tilkynningu frá HSA í pósti.
Frá þessum tíma hefur ekki verið læknir til viðtals á Borgarfirði. Sú
heilbrigðisþjónusta sem er til staðar er hjúkrunarfræðingur í breytilegu stöðuhlutfalli,
síðustu ár í 60% starfi.
Nú í desember er hjúkrunarfræðingnum á Borgarfirði tilkynnt af sínum yfirmönnum
að starfið verði minnkað úr 60% í 40% frá 1. mars 2014 eða um 33 %. Enn og aftur
sér ekki HSA ástæðu til að ræða við sveitarstjórn um þessa þjónustu.
HSA er ríkisstofnun á ábyrgð ráðherra, það er mikið vald sem stofnuinni er fært ef hún
getur á eigin spýtur lagt af þjónustu í einstökum byggðarlögum og þar með vegið að
grunnstoðum samfélaga.
Hreppsnefnd Borgarfjarðar ætlast til þess að þessi síðasta ákvörðun verði endurskoðuð
ef ekki af HSA þá af til þess bærum yfirvöldum.

2. Fundargerðir
Fundargerð 124. fundar Félagsmálanefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Skýrsla sveitarstjóra
Viðgerð Hólmagarðs verður væntanlega boðin út 10. feb. Borist hefur bréf um
líkamsrækt og heilsueflingu sem tekið verður fyrir á næsta fundi.
Fundi slitið kl: 18.00 Jón Þórðarson
ritaði

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2014 mánudaginn 20. jan. kl.
17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur

1. Málefni Grunnskólans skólastjóri mætir á fundinn
Svandís Egilsdóttir upplýsti hreppsnefnd um heimsókn Brunavarna í skólann og
hvaða úrbóta er þörf. Þá kallaði hún eftir því að hreppsnefnd marki skólastefnu fyrir
Grunnskóla Borgarfjarðar eins og skylt er samkvæmt lögum. Þá upplýsti Svandís
hreppsnefndarmenn um ýmislegt er varðar skólastarfið.

2. Málefni safnahúss á Egilsstöðum
Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga boðar til auka aðalfundar 30. janúar kl. 13 þar
sem fyrir verður tekið breytt eignarhald á hlut safnsins í húseigninni að Laufskógum
1. Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps heimilar stjórn Héraðsskjalasafnsins að afsala
hlut Borgarfjarðarhrepps til Fljótsdalshéraðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Jón
Þórðarsson verður fulltrúi.

3. Fjarðarborg eignahaldsbreyting
Fyrir liggja undirrituð afsöl frá UMFB og Kvenfélaginu Einingunni þar sem félögin
afsala eingarhlutum sínum í Fjarðarborg til Borgarfjararhrepps. Hreppsnefndin
samþykkir að veita eignarhlutunum viðtöku og felur oddvita og sveitarstjóra að undirrita
gögnin fyrir sína hönd.

4. Fundargerðir: a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 06.01.2014 b) Skólanefnd
grunnskólans frá 07.01.2014 c) Samband ísl. Sveitarfélaga nr. 811 d) SSA 10.12.2013
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra:
Frárennslið frá rotþrónni við Blábjörgi hefur verið lagfært og frekari lagfæringar
verða gerðar í sumar. Verið er að undirbúa viðgerð á Hólmagarði. Rætt um stöðu
heilbrigðisþjónustu á Borgarfirði og niðurskurð sem boðaður hefur verið. Hreppsnefnd
lítur málið mjög alvarlegum augum.
Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir
 ritaði