Glettingsnes

GLETTINGSNES. (Glettinganes)
(Eftir handriti Vigfúsar I. Sigurðssonar).

Glettingsnes er langminnst af hinum eldri jörðum Borgarfjarðarhrepps, aðeins lítill tangi undir snarbröttum Gletting, þ.e. norðurhorni hans.

Glettingsnes / GlettinganesÖrnefni eru fá á Glettingsnesi. Landamerki Glettingsness ogKjólsvíkur eru undir Gletting, um svo nefndan Löngumalarkrók sem er syðst á Löngumölog eru mörkin úr honum upp í Glettingskoll. Norðan við Löngumöl er Suðurhöfn sem er ofurlítill bugur með malarfjöru innst í botninum. Lending þessi er sjaldan notuð enda ekki talin góð. Þá tekur við Dagmálavogurmilli Suðurhafnar og Glettingsnesstanga. Næst norðan við Glettingsnesstanga er Glettingsnesshöfn sem er í daglegu tali kölluð Höfn. Er þetta allgóð lending en brimasamt er þar og úfinn sjór íGlettingsnessröstinni. Þá tekur viðÁlfasteinsvogur sem er nyrsti vogurinn á nesinu. En undir Flugunum norðanGlettingsness er lítil malarfjara erGusugilssandur heitir og upp af henni er Gusugil er skilur land Hvalvíkurfrá Glettingsnesi.

Altari kallast stakur klettur syðst á svonefndum Jöðrum og niður af því er Altarisjaðar. Norðan við Altari er minni klettstrípur er nefnist Einbúi og niður af honum er Einbúajaðar. Þá tekur viðBæjarjaðar og var gengið eftir honum frá bænum upp í Gjána. Liggur leiðin um hana niðurFláaofan á Hvalvík og til Brúnavíkur. Er það tæpur þriggja stundar gangur tilBorgarfjarðar. Fyrir nokkrum árum (ritað um 1956) var komið þarna upp hjálparvað (vírstreng) upp Gletting yfirGjá og niðurFláa og er að því mikið öryggi því þessi leið er brött og varasöm í hörkum. Þó má komast þessa leið með lausan hest. Einnig má komast neðan undir Gletting til Kjólsvíkurog er það um hálfrar stundar gangur.

Norðan Uppgöngujaðars eru tveir einkennilegir klettar norðan til á nesinu og heita þeir Álfasteinar. Loks er Ysti-Jaðar er liggur að Flugum norðan Glettingsness. Klettabrúnin upp af Ysta-Jaðri kallastÖxlog lá þar gatan utan í sem stundum var farin norður á Hvalvík til þess að þurfa ekki að fara uppGjána sem er hærri. Niður af Bæjarjaðri er tún jarðarinnar og í því er bærinn fyrir vitavörðinn (fór í eyði 1954). Spölkorn neðar er Glettingsnesviti, reystur 1931.

Beint upp af Suðurhöfn er lítill mýrarblettur er kallast Suðurmýri.