Litlavík

LITLAVÍK
(Handrit:  Daníel Pálsson)

Mörk á milli Litluvíkur og Herjólfsvíkur eru um Gríðarnes, sem er yst í Litluvíkurskriðum, en tilheyrir að mestu Herjólsvík. Næst Gríðarnesi er Gusugilsbás, (Þarabás í seinni tíð).

Innan við Gusugilsbás er nes, Geldingsnes, í seinni tíð oft nefnt Litlanes. Innan við Geldingsnes er Kambasvík, þá Kambur. Frá Kambi, með sjó, inn að Krók, heitir Urð. Um miðja Urð liggur Stefánsklöpp en dálítið innar erForvaði. Ofan við áðurgreinda staði liggja Litluvíkurskriður og ná nær upp undir kletta og út í mörk sem eru eins og áður segir á Gríðarnesi og þaðan upp í Sólarfjall sem er ysta fjall íLitluvík.

Í „Skriðunum“ eru tvö gil sem koma niður í Gusugilsbás. Heitir ytra gilið Moldargil en hið innra Gusugil. Gusugil mun hafa dregið nafn sitt af því að þar er snjóflóðahætt. Rétt innan við Skriðurnar eru Neðri- og Efri-Stekkjarflöt. Um Neðri-Stekkjarflöt liggja götur út í Kambsvík, Neðstivegur, en um Efri-Stekkjarflöt eru götur út yfir Geldingsnes og Gríðarnes, Miðvegur. Upp af Efri-Stekkjarflöt er Urðarhjalli einnig rétt innan við Skriðurnar.

Neðri-Kúahjalli er rétt innan við Urðarhjalla og liggur Efstivegur út yfir þessa hjalla um Skriðurnar efst og á Steinahjalla í Herjólfsvík. OfarNeðri-Kúahjalla er Efri-Kúahjalli en æði spöl þar ofar er Jökulbotn. Fram og niður af Jökulbotni er Jökulbotnshlíð.

Hvolf heitir meðfram efstu klettum í Sólarfjalli frá Jökulbotni og út að Hvolfsjaðri á Herjólfsvík. Krókur er áður nefndur en hann er við sjó utan Dalsár. Yst í honum er tjörn.

Dalsá kemur úr Litluvíkurdal en hann liggur upp milli Sólarfjalls og Hákarlshauss. Króarmýri heitir utan Dalsár, fram og upp af Krók. Neðsta hornið áKróarmýri heitir Króarmýrarhorn. Upp af Króarmýri, utan Dalsár, erYtri-Dalsmelur. Ofan við Litluvíkurtún er melur, Bæjarmelur en ofan við hann er melhryggur, Fremri-Dalsmelur. Þessir tveir síðasttöldu melar eru framan við Dalsá.

Í Litluvíkurdal að utanverðu er stakur steinn, Grásteinn. Hlíðin upp af Grásteini, framan íSólarfjalli, heitir Grásteinshlíð og er hún framhald af Jökulbotnshlíð. Þessar hlíðar eru í seinni tíð oft nefndar Sólarfjallshlíðar.

Í „Dalnum“, framan ár, er mjór melhryggur sem Klofamell heitir. Liggur hann meðfram Dalsá, rétt ofan við Fremri-Dalsmel og upp í Eyðidalsmynni. Í hlíðum Litluvíkurdals að framan liggur hjalli er heitir Efri-Streitishjalli. Er hann æði stór en neðan við hann minni hjalli er heitir Neðri-Streitishjalli. Í framhaldi af Efri-Streitishjalla til norðurs, heitir Streiti.

Fyrir botni Litluvíkurdals er fjall sem Mosfell heitir. Milli þess og Sólarfjalls er Sólarskarð. Framan við Mosfell heitir Dalsvarp. Innan við Dalsvarp rís Leirufjall, (Heitir Leirfjall í Húsvík), og er tengt Hvítserk sem liggur enn innar og er innsta fjall í Litluvík. Samhliða Leirufjalli, en norðar, rís fjall sem nefnt er Hákarlshaus, áður nefndur í sambandi við Litluvíkurdal.

Milli Leirufjalls og Hákarlshauss er Eyðidalur. Innan við Hákarlshaus og dálítið norðar er fjall sem heitir Hvítafjall (Mókollur á gömlum kortum). Upp af Streiti, nyrst, heitir Ytrihnaus. Innan við Ytrihnaus er Djúpagil, þá Innrihnaus og þar inn afMiðaftansklettur. Þessi síðasttöldu fjögur örnefni eru á svokölluðum Brúnum enBrýr heita frá EyðidalsmynniEfri-Gildrubotnum sem liggja á milli Miðaftanskletta og Hvítafjalls.

Utan og neðan við Efri-Gildrubotna er hjalli sem kallaður er Neðri-Gildrubotn – upp af Hraunum er síðar verða nefnd.

Milli Dalsár og túnsins, inn að Bæjarmel, liggur Myllugrund (=Mylnugrund). Norðan túns erLitluvíkurblá. Um hana liggur kelda, nefnd Keldan. Yst í Keldunni er pyttur sem heitir Hvolpapyttur. Milli Bláar og túns annarsvegar og sandsins hinsvegar, frá Dalsá norður í mörk heita einu nafni Brot. (Mörkin sjá örnefni Breiðuvíkur).

Við Bæjarlækinn sem fellur um túnfótinn að framan heitir Kvíagrund. Upp af Kvíagrund er Kvíamelur aðskilinn Bæjarmel með gili. Framan við Kvíarmel er Svarðarmelur. Milli þeirra er einnig gil. Innan við Litluvíkurblá heita Bringur, en ofan við Bringur eru Skriður. Yst og efst á Bringum heitir Harðvelli. Yst og nyrst á Bringum, við Stóruá, er Bringuhorn, (sjá landamerkjalýsingu Breiðuvíkur). Innan með Bringum að norðan og meðfram Stóruá erStekkhvammur. Í honum er Stekkjartjörn Næst fyrir innan Lághraun og aðsildir þeim með gili eruHraunbalar. Þá tekur við Langimór og innan við hann Rauðumýrar. NæstRauðumýrum er Ytraengi og innar Innraengi. Milli Ytra- og Innraengis er gil.

Upp af Innraengi yst er stór hjalli í Hvítafjallinu sem heitir Engishjalli. Inn og niður af honum eruEngisbrekkur. Innan við Innraengi er lækur og inn af honum Vatnstunga syðri og nær hún upp á brúnVíknaheiðar. Upp af Engisbrekkum er brött urð, nokkuð grasigróin neðan til, er heitirHáahlíð, í seinni tíð nefnd Grenihlíð og mun nafnið skýra sig sjálft. Framhald afHáuhlíð inn eftir kallast Fossbrekkur.

Upp af Háuhlíð og Fossbrekkum, upp að Hvítserk, nær því inn á móts við Innra-Gæsavatn og út að Hákarlshaus og Hvítafjalli heita Moldarbotnar. Utarlega í Moldarbotnum er stór stakur melur, Háimelur. Innan við Moldarbotna, upp af Innra-Gæsavatni, eruHáukinnar. Varpið milli Moldarbotna og Eyðidals heitir Eyðidalsvarp en milli Moldarbotna ogGildrubotna, Hvítafjallsvarp.

Tún: Í túnfæti Litluvíkurtúns að austan er upphlaðið leiði, Völvuleiði.

Niður með Djúpagili að utan er hjalli sem Einbúahjalli heitir. Á hjallanum er stór steinn, nefndurEinbúi.

Sveinn Pálsson „hinn sterki“, er bjó í Litluvík frá 1876 til 1883, sagði að Litluvíkurdalur væri réttnefndur Smjördalur vegna landgæða.