Dýrin mín stór og smá

Markmiðið með þessu verkefni er:

 • Að vekja eftirtekt barnanna á þeim margbreytileika sem er í heimi dýranna.
 • Við ætlum að skoða allt frá stærstu dýrum heims til þeirra smæstu og læra um líf þeirra, atferli og fæðuöflun.

Leiðirnar sem við ætlum að fara til að ná þessu markmiði eru:

 • Skoða myndir, horfa á myndbönd, lesa sögur, fara á vettvang.
 • Fara í stuttar gönguferðir til að finna dýr í umhverfinu okkar.
 • Búa til dýr úr fjölbreyttum efniviði, helst eitthvað sem við finnum á leið okkar.
 • Lesa sögur, semja ljóð og syngja um dýrin.
 • Dansa og búa til leikrit um dýr.

Verkefni:

 • Velja okkur nokkur dýr og búa þau til, ýmist úr leir, pappír, steinum, pappamasa, plastílátum, spýtum eða öðru því sem á vegi okkar verður.
 • Búa til búninga og grímur til að leika leikrit.
 • Klippa út fjölskyldur dýranna.
 • Safna saman upplýsingum um hvað dýrin borða.
 • Búa til hýbýli nokkurra dýra.
 • Búa til bók um nokkur dýr.

Ferðir:

 • Stuttar gönguferðir um nágrennið.
 • Heimsókn í réttirnar.
 • Heimsókn til dýranna.

Lög og þulur:

 • Apinn
 • Krummi krunkar út
 • Ding, dong
 • Vögguvísa
 • Nú skal syngja um
 • Kisutangó
 • Litlu andarungarnir
 • Sá ég spóa
 • Sex litlar endur
 • Kalli litli könguló
 • Upp á grænum, grænum himinháum hól