fundargerðir 2003

Fundargerð 03.12.15 - 24

Árið 2003, mánudaginn 15. desember, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jóna Björg, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra.  Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Sveitarstjóri greindi frá ýmsum málum sem hann hafði unnið að frá síðasta fundi. Kristjana oddviti sagði frá því sem hún hafði haft afskipti af í vikufjarveru sveitarstjóra.

2. Nefndalaun:
Nefndalaun í Borgarfjarðarhreppi ákveðin kr 3.000 og tvöfalt til formanna enda séu fundir minnst tveir árlega og fundargerðum skilað til hreppsnefndar.

3. Staðardagskrá 21:
Samb. ísl. sveitarfélaga býður nú upp á aðstoð við fámenn sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21. Hreppsnefndinni finnst verkefnið áhugavert og mun huga að þátttöku í því.

4. Nýi kvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest tillögu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um skiptingu byggðakvótans milli einstakra báta.

5. Njarðvíkurkvóti:
Andrés Hjaltason fer þess á leit að Borgarfjarðarhreppur kaupi af honum um það bil 50 ærgilda greiðslumark í sauðfé gegn því að þau haldist áfram á jörðinni Njarðvík.      Hreppsnefndin telur ekki forsendur til að verða við þessu erindi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15

Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari




Fundargerð 03.12.01 - 23

Árið 2003, mánudaginn 1. des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. greint frá því að tillaga um úthlutun hreindýraarðs 2003 hefur borist hreppnum og mun liggja frammi á Hreppsstofu.

2. Svæðisskipulag:
Fljótsdalshreppur hefur gengið frá aðalskipulagi sínu 2002 - 2014.
Skipulagið krefst óverulegra breytinga á Svæðisskipulagi Héraðssvæðis 1998 - 2010,
sem hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk fyrir sitt leyti.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 27. nóv. lögð fram til kynningar.

4. Búfjáreftirlit:
Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um búfjáreftirlit á Héraðssvæði ásamt niðurjöfnunarskrá, sem hreppsnefndin samþykkti einróma.

5. Fasteignagjöld 2004:
· Lóðagjöld 2% af fasteignamati lóðar.
· Sorphreinsunargjald kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
· Sorpförgunargjald skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000
· Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá, kr 3.000 á rotþró.
· Vatnsskattur: Á íbúðarhúsnæði 0,4% af fasteignamati að hámarki kr 10.000 og að lágmarki kr 5.000. Fjarðarborg kr 10.000, FKS kr 30.000
· Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.
· Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%
· Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:45

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -



Fundargerð 03.11.24 - 22

Árið 2003, mánudaginn 24. nóv. kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins:

Úthlutun á byggðakvóta:
Við lok umsóknarfrests kl 16:00, 24. nóv. höfðu borist sjö umsóknir, þar af ein þar sem umsækjandi gerði fyrirvara um að hann treysti sér ekki til að ábyrgjast að byggðakvótanum verði landað til vinnslu á Borgarfirði.
Umsóknin uppfyllir ekki sett skilyrði um úthlutun byggðakvótans og verður hreppsnefndin því að hafna henni.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 20,7 þorskígildislestum verði skipt milli eftirtalinna sex báta, 3,45 þorskígildislestir til hvers:
Sæfaxi sknr 2465, Eydís sknr 2132, Sædís sknr 2508, Teista sknr 6827, Góa sknr 6605 og Baui frændi sknr 6030.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 03.11.17 - 21

Árið 2003, mánudaginn 17. nóv. var haldinn hreppsnefndarfundur, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Lögð fram gögn um ehf-væðingu o.fl. Oddviti sagði frá fjármálaráðstefnu og Álfasteinsfundi. Samþykkt að framlengja ráðningarsamning sveitarstjóra til miðs árs 2004.

2. Útsvarsprósenta tekjuárið 2004 ákveðin 13,03%, sem er hámarksálagning.

3. Aðalfundur Héraðsnefndar Múlasýslna:
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps kosinn Kristjana Björnsdóttir og Baldur Guðlaugsson til vara.

4. Gjaldskrá HAUST:
Ný gjaldskrá staðfest af hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps.

5. Hafna- og sjóvarnaáætlun 2005 - 2008:
Að athuguðu máli telur hreppsnefndin vænlegra að stefna að lengingu Nýju-bryggju í bátahöfn í átt að Hólma í stað flotbryggju á svæðinu, sem er á framkvæmdaáætlun 2006. Einnig verður sótt um sjóvarnafé til að verja Fiskmóttöku og Karlfjörubakka.

6. Skipulag/Náttúruverndaráætlun:
· Hreppsnefndin fellst fyrir sitt leyti á tillögu í drögum að Náttúruverndaráætlun 2004 - 2008 um friðlýsingu sjaldgæfra plöntutegunda í Borgarfjarðarhreppi. Nefndin telur þetta raunhæft fyrsta skref í átt að hugsanlegum frekari friðlýsingum í sveitarfélaginu.
· Stefnt er að því að hefja fornleifaskráningu í hreppnum í tengslum við vinnu að aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016. Í framhaldi af fornleifaskráningunni verði leitað samstarfs við landeigendur í Víkum og Loðmundarfirði um friðlýsingu yngri búsetuminja á svæðinu.
· Í aðalskipulaginu verði Víkur og Loðmundarfjörður skilgreind sem útivistarsvæði með göngu - og jeppaleiðum.
( Þá voru ræddar hugmyndir sveitarstjóra um friðlýsingu Loðmundarfjarðar hvað varðar lausagöngu búfjár.)
Hér viku Baldur og Jón Sigmar af fundi.

7. Byggðakvóti hinn nýi:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á eftirfarandi tillögur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um úthlutun aflaheimilda, sbr. 4. gr. reglugerðar nr 596, 8. ágúst 2003, um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum, með smá orðalagsbreytingum:

1. Hreppsnefndin auglýsir eftir umsóknum um Byggðakvóta.
2. Byggðakvótanum verður skipt jafnt milli þeirra báta sem skráðir voru og gerðir út frá Borgarfirði í upphafi fiskveiðiársins.
3. Þeir sem fá úthlutað byggðakvóta skuldbindi sig til að leggja hann upp til vinnslu á Borgarfirði. Þá skuldbindi þeir sig ennfremur til að selja ekki eða leigja frá sér aflaheimildir á fiskveiðiárinu umfram það sem þeir leigja eða kaupa til sín.
4. Telji einhver, sem hefur fengið til sín byggðakvóta, sér nauðsynlegt að láta frá sér meiri aflaheimildir en þeir fá til sín sbr. 3. tl. þá skal viðkomandi gera fyrir lok maímánaðar sveitarstjórn grein fyrir því og afsala sér jafnframt byggðakvótanum, sem þá verður skipt milli annarra báta sem úthlutun hafa fengið.

Til úthlutunar eru 20,7 þorskígildistonn í Borgarfjarðarhreppi. Umsóknarfrestur er til kl 16:00 mánudaginn 24. nóv.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 03.11.03 - 20

Árið 2003, mánudaginn 3. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Baldur og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Lítillega greint frá Hafnafundi, Jöfnunarsjóðsframlögum, klæðingarkostnaði og snjómokstursreglum. Sunnudagur bætist nú við snjómokstursdaga á Vatnsskarði.

2. Tjaldsvæði/Ferðamannaaðstaða:
Lagt fram yfirlit yfir tekjur og gjöld á tjaldsvæðinu í sumar. Talsvert vantaði á að tekjurnar stæðu undir rekstrarkostnaði. Hreppsnefndin ákvað að hækka gistigjöldin í 750 kr. Óbreytt gjaldskrárákvæði að öðru leyti.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 17. okt. lögð fram til kynningar.

4. Minjasafn Austurlands:
Oddviti, sem er í stjórn Minjasafnsins gerði grein fyrir fjárhagsáætlun safnsins o.fl.

5. Skipulag/Náttúruverndaráætlun:
Fjallað um friðunarhugmyndir í drögum að Náttúruverndaráætlun og skilgreiningu Víkna- og Loðmundarfjarðar í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2014. Stefnt að ályktun um málið á næsta fundi.

6. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2004 - 2006:
Áætlunin samþykkt einróma við síðari umræðu. Skatttekjur eru áætlaðar 44 - 46 millj. árlega og heildartekjur 80 - 82 millj. Rekstrargjöld 70 - 75 millj.

7. Bréf Helga Arngrímssonar:
Hreppsnefndin harmar misskilning sem svarbréf hreppsnefndar dagsett 11.09. 2003 til ferðamálahóps Borgarfjarðar hefur valdið. Hreppsnefnd lýsir ánægju með störf hópsins og ítrekar að hún metur þau mikils.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22:30

Undirskriftir
MÞ ritaði fundargerð



Fundargerð 03.10.23 - 19

Árið 2003, fimmtudaginn 23. okt. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra og Einari E Sæmundsen hjá Landmótun, sem gerði grein fyrir framvindu og stöðu vinnunnar við aðalskipulag fyrir Borgarfjarðarhrepp. Hann lagði fram fyrstu drög að greinargerð með skipulaginu og drög að uppdráttum, annarsvegar af hreppnum öllum og hins vegar af Bakkagerði og bátahöfninni við Hafnarhólma í smærri mælikvarða. Þá gerði hann grein fyrir umfjöllun á nýafstöðnu umhverfisþingi um tillögu að náttúruverndaráætlun 2004 -2008.
Í framhaldi af því var rætt um tillögu að friðlýsingu plantna í Borgarfjarðarhreppi og drepið á friðlýsingarhugmyndir í Víkum og Loðmundarfirði, sem verða til nánari umfjöllunar á næsta hreppsnefndarfundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00

Undirskriftir
MÞ ritaði fundargerð



Fundargerð 03.10.20 - 18

Árið 2003, mánudaginn 20. okt. var fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Jón Sigmar, Kristjana og Jakob ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. fjallað um kaup á notuðum slökkvibíl frá Þýskalandi, sem samþykkt voru af nefndinni.

2. Hafnafundur/Fjármálaráðstefna:
Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri fari á hafnafundinn 31. okt. og oddviti á fjármálaráðstefnuna 5. og 6. nóv. n.k.

3. Hafna- og sjóvarnaáætlun:
Hugað að tillögugerð vegna næstu áætlana fyrir árin 2005 - 2008.

4. Félags- og skólaþjónusta:
Fundur stýrihóps Norðursvæðisverkefnisins og oddvita Fella-, Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppa 18. september 2003 tók undir tillögu nefndar um skóla- og félagsþjónustu frá 13. júní 2003 um að stofnuð verði sameiginleg skóla- og félagsþjónusta fyrir sveitarfélögin átta á norðursvæði Austurlands.
Nú þegar verði hafin vinna við að koma á laggirnar sameiginlegri félagsþjónustu og barnavernd á svæðinu en skólaþjónustan falli þar undir haustið 2005.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk þessum áformum enda eru þau í samræmi við bókun nefndarinnar frá 12. mai 2003. Nefndin telur að Héraðsstjórn, sem er stjórnunarnefnd félagsþjónustu á Héraðssvæði, hafi fullt umboð til að hefja viðræður við þau sveitarfélög önnur á Norðursvæði sem vilja eiga aðild að félagsþjónustunni.

5. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2004 - 2006 samþykkt við fyrri umræðu.

6. Byggðakvóti hinn nýi:
Hér viku Baldur og Jón Sigmar af fundi.
Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði og verða ráðuneytinu sendar tillögur um þær til samþykktar. Í hlut Borgarfjarðar koma 20,7 þorskígildistonn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00.

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
ritaði fundargerð



Fundargerð 03.10.06 - 17

Árið 2003, mánudaginn 6.okt. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. greint frá framlengingu tímafresta í reglugerð um byggðakvóta hinn nýja um hálfan mánuð.

2. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein lánsumsókn barst frá Birni Gíslasyni vegna vörubílskaupa. Þar sem bíllinn er skráð eign fjármögnunarleigu uppfyllir umsóknin ekki skilyrði sjóðsreglnanna og verður því að hafna henni enda nýlegt fordæmi um höfnun af sömu ástæðu.

3. Vöruflutningastyrkir:
Tvær umsóknir bárust; frá FKS og KHB. Samþykkt að styrkja FKS með kr 350 þús og KHB kr 150 þús.

4. Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu kosinn Margrét Hjarðar og Kristjana
Björnsdóttir til vara.

5. Héraðsstjórnarfundargerð 16. sept. lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð stýrihóps Norðursvæðis:
Þar kemur m.a. fram að stefnt skuli að stofnun sameiginlegs brunasamlags á svæðinu 1. janúar 2004.

7. Þriggja ára fjárhagsáætlun:
Sveitarstjóri lagði fram fyrstu drög að (þriggja ára) fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2006.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00


Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 03.09.01 - 15

Árið 2003, mánudaginn 1. sept. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:10. Á fundinum voru Bjarni, Jón Sigmar, Kristjana,
Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint m.a. frá Bláfánaúttekt, vatnsveitu, Álfasteini, Ásbrún I og II og Soroptimistafélagsstofnun. Lögð fram styrkbeiðni Ferðamálahópsins vegna endurútgáfu á upplýsingabæklingi. Oddvita falið að svara erindinu.

2. Byggðakvóti hinn nýi:
Lögð fram reglugerð um úthlutun á kvótanum og bráðabirgðayfirlit um aflamark og afla á fiskveiðiárinu 2002/2003. Verður tekið fyrir á næsta fundi.

3. Nettengingar:
Að tilmælum Helga Arngrímssonar hefur verið leitað upplýsinga um nettengingar o.fl. en vitneskja er of lítil enn sem komið er. Verður í athugun áfram.

4. Erindi UMFB:
UMFB óskar eftir viðræðum við hreppsnefndina um rekstrarfyrirkomulag félagsheimilisins Fjarðarborgar. Hreppsnefnd fagnar frumkvæði UMFB um málefni Fjarðarborgar og tilnefnir oddvita til viðræðna af hálfu hreppsins.

5. Ferðamálastefna:
Lögð fram skýrsla um nýja stefnu í ferðamálum á Austurlandi.

6. Minningargjöf:
Bræðurnir Þorsteinn og Einar Þórir Guðmundssynir hafa gefið Borgarfjarðarhreppi Kjarvalsmynd til minningar um foreldra sína Soffíu Þorsteinsdóttur og Guðmund Einarsson, Steinholti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:45

Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Bjarni Sveinsson
Jón S Sigmarsson
Kristjana Björnsdóttir
Magnús Þorsteinsson - fundarritari -



Fundargerð 03.08.11 - 14

Árið 2003, mánudaginn 11. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sveinsson varamaður ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á fjárhagsáætlun 2003, sem nú hefur verið færð í fyrirskipað form.
Þá var gerð grein fyrir sérfræðingatöxtum og minnst á ársskýrslu, íbúðamál, áhaldahúsbíl og þemafund.

2. Fulltrúi á aðalfund SSA kosinn Kristjana Björnsdóttir. Jakob Sigurðsson til vara.

3. Fundargerðir skólanefndar 2. sept. 2002 og 2. júlí 2003.

4. Fjallskil 2003:

      Borgarfjörður:
      a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
      b) 30 kindur verða í dagsverki
      c) Gangnastjórar verða þeir sömu og í fyrra
      d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændur
      og ákveða gangnadaga.
      Loðmundarfjörður:
      Fjallskil verða þar með sama hætti og undanfarin ár

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:55


Baldur Guðlaugsson
Bjarni Sveinsson
Kristjana Björnsdóttir
Jón S Sigmarsson
Jakob Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð



Fundargerð 07.07.03 - 13

Árið 2003, mánudaginn 7. júlí kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Talað um ársskýrslu, klæðingu, sveitarotþrær, leiguíbúðir og Bláfánann.
Samþykkt að greiða þátttakendum á slökkviliðsnámskeiði kr 5.000 á dag í laun.

2. Oddvitakosning:
Oddviti til eins árs var kjörinn Kristjana Björnsdóttir með þremur atkvæðum, tveir seðlar voru auðir. Varaoddviti var kjörinn Baldur Guðlaugsson með tveimur atkvæðum, tveir seðlar auðir og einn ógildur. Fundartími hreppsnefndarfunda óbreyttur næsta ár. Magnús féllst á að gegna áfram starfi sveitarstjóra fyrst um sinn og fékk leyfi frá hreppsnefndarstörfum sama tímabil.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 23.06. lögð fram til kynningar svo og rekstrarreikningur Héraðsstjórnar Héraðssvæðis.

4. Húsaleigusamningur v/skóla:
Lagður fram samningur sem tekur mið af breyttum og minnkuðum afnotum skólans af Fjarðarborg, sem hreppsnefndin er sátt við fyrir sitt leyti.

5. Tjaldsvæðisgjaldskrá:
Samþykkt að hafa óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári.

6. Borgarfjarðarhöfn:
Hreppsnefndin samþykkir einróma að rekstrarform Borgarfjarðarhafnar verði höfn án sérstakrar hafnarstjórnar í eigu sveitarfélagsins ( sem er óbreytt rekstrarfyrirkomulag).
Kynnt ný gjaldskrá samgönguráðuneytisins fyrir hafnir, sem gilda mun næsta tólf mánuði en að þeim tíma liðnum verður gjaldskrá á höndum hafnarstjórnanna sjálfra. Hækkun afla- og bryggjugjalda er um 60% enda gert ráð fyrir að hafnarsjóðir standi að mestu sjálfir undir framkvæmdakostnaði framvegis.

7. Skipulag:
a) Tillaga um breytingu á aðalskipulagi hvað varðar legu vegar sunnan þéttbýlis á Bakkagerði hefur fengið lögformlega meðferð. Engar athugasemdir bárust. Hreppsnefndin samþykkir því skipulagsbreytinguna, sem verður send ráðherra til staðfestingar.
b) Tjaldsvæðisskipulag. Lögð fram tillaga Landmótunar að skipulagi tjaldsvæðisins og húsbílastæða utan við það.
c) Þemafundur: Stefnt að þemafundi um Víkur og Loðmundarfjörð laugardaginn 30. ágúst n.k.. Nokkrum aðilum verður sent bréf og óskað eftir þátttöku þeirra í fundinum.

Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð og hvarf nú af fundi.

Oddviti tók við ritun fundargerðar.

8. Stjórnsýslukæra v/hreindýraarðs:
Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn Borgarfjarðarhrepps vegna stjórnsýslukæru Magnúsar Þorsteinssonar. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur kæru Magnúsar Þorsteinsonar réttmæta. Nefndin er sammála um að úthlutunarreglur þær sem hreindýraráð virðist hafa notað við úthlutun arðs árið 2002 þarfnast verulegrar endurskoðunar og telur nefndin eðlilegt að landstærð hafi meira vægi í heildarúthlutun. Þá telur nefndin sjálfgefið að í þeim hreppum þar sem nákvæm landstærð jarða liggur fyrir séu þær tölur lagðar til grundvallar útreikninga í stað þess að nota huglægt mat eins og nú virðist notað til að skipa jörðum í stærðarflokka, sem hlaupið geta á tugum prósenta. Við skoðun á úthlutun hreindýraarðs í Borgarfjarðarhreppi árið 2002 blasir við hróplegt ósamræmi milli einstakra jarða, eins og skýr dæmi eru um í bréfi Magnúsar til hreindýraráðs frá 11.12.2002.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 23:20

Kristjana Björnsdóttir
Baldur Guðlaugsson
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson



Fundargerð 03.06.02 - 12

Árið 2003, mánudaginn 2.júní, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Helga, Jakob, Kristjana, Baldur og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á Bláfánann, virðisaukaskatt, aukaframlag v/grunnskóla, vinnuskóla, þriggja ára fjárhagsáætlun og húsaleigu í Þórshamri. Um vegabætur var gerð svofelld bókun:
"Vegna áforma Vegagerðarinnar að leggja klæðingu á Borgarfjarðarveg á Eyjum, samþykkir hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lántöku allt að kr 10 milljónir, sem endurgreiðist af fjárveitingu í Njarðvíkurskriður 2005."

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2002-Síðari umræða

Helstu niðurstöðutölur:Heildartekjur A-hluta              59.178.270
Heildartekjur A-hluta án fjármagnsliða                           50.759.845
Heildartekjur A og B hluta                                                     61.371.412
Heildargjöld A og B- hluta án fjármagnsliða                   57.072.851
Rekstrarniðurstaða A- hluti                                                    8.845.104
Rekstrarniðurstaða A og B-hluta                                           2.634.793
Skuldir og skuldbindingar A-hluta                                      20.562.302
Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta                            65.064.611
Eigið fé A-hluta                                                                         105.124.034
Eigið fé A og B-hluta                                                               108.662.128

Ársreikningurinn samþykktur einróma.

3. Héraðsstjórnarfundargerðir 19.05. og 26.05. lagðar fram til kynningar.

4. Náttúruverndaráætlun 2003 - 2008:
Umhverfisstofnun sendir drög að náttúruverndaráætlun og óskar eftir skriflegum og rökstuddum athugasemdum. Af þessu tilefni bendir hreppsnefndin á að aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2003 - 2015 er nú í vinnslu, þ. á m. framtíðarskipan náttúruverndar, einkum í Víkum og Loðmundarfirði. Nefndin áskilur sér rétt til að koma á framfæri athugasemdum við Náttúruverndaráætlunina þegar skipulagið er komið lengra á veg.

5. Jökulsá:
Greint frá viðræðum við Þorstein Kristjánsson um Jökulsárland, sbr. síðustu fundargerð. Málið verður í athugun áfram.

6. Kjörstjórnarlaun ákveðin kr 15.000,- til hvers kjörstjórnarmanns og kr 10.000,- til dyravarðar.

7. Aðalskipulag Fljótsdalshrepps lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón Sigmar Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson sveitarstjóri




Fundargerð 03.05.12 - 11

Árið 2003, mánudaginn 12. mai var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Helga, Kristjana, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Jakobs. Þetta gerðist á fundinum.

1. Félags- og skólaþjónusta:
Framhaldið umræðu um málið, sbr. síðustu fundargerð.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur framlagðar hugmyndir um samþætta félags- og skólaþjónustu ásamt barnavernd á norðursvæði Austurlands áhugaverðar og álítur að samrekstur þessarar þjónustu mundi verða til bóta.
Nefndin er hlynnt samstarfi um barnavernd og félagsþjónustu á svæðinu en finnst tæpast raunhæft að ætla að samstaða náist um að fella skólaþjónustuna þar undir að svo stöddu. Tilraunir í þá veru gætu tafið og jafnvel komið í veg fyrir að samstarf takist um barnaverndina og félagsþjónustuna, sem æskilegt væri að stofna byggðasamlag um sem fyrst. Hugað yrði að yfirtöku skólaþjónustunnar síðar.
Jafnframt yrði þá skoðað hvort vilji væri til að samþætta alla félags- og skólaþjónustu ásamt barnavernd á starfssvæði Skólaskrifstofu Austurlands.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögur um faglega stjórn stofnunarinnar en bendir á að setja þarf henni stjórnarnefnd.

2. Skipulagsbreyting:
Fram lögð tillaga Einars E Sæmundsen hjá Landmótun um breytingu á legu vegar sunnan við þéttbýlið í Bakkagerði. Tillagan samþykkt einróma og verður auglýst að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

3. Jökulsá:
Þorsteinn Kristjánsson fer fram á að fá keyptan hreppshlutann í Jökulsá með nýjum landamerkjum. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða málið við Þorstein.

4. Ársreikningur 2002 samþykktur að lokinni fyrri umræðu.

5. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. samþykkt að styrkja fararstjóra í skólaferðalagi með kr 40 þús.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón Sigmar Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson - sveitarstjóri -



Fundargerð 03.04.28 - 10

Árið 2003, mánudaginn 28. apríl, kom hreppsnefnd Borgarjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur. Jóna Björg í stað Helgu. Sveitarstjóri var einnig á fundinum. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á sameiningarmál, bláfánann, rekstarframlög v/félagsíbúða, tónlistarkennslu, félagsráðgjafa, frystihús, brunavarnir og skipulagsvinnu. Undir þessum dagskrárlið gerði oddviti einnig grein fyrir málefnum Kjarvalsstofu og stöðu húsaleigusamnings við Fjarðarborg.

2. Félags-og skólaþjónusta:
Lögð fram skýrsla Soffíu Gísladóttur, sem ráðin var til að leggja fram hugmyndir að samþættri félags-og skólaþjónustu á norðursvæði Austurlands. Í nefnd sem fjallaði um málið var Jóna Björg fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og gerði hún hreppsnefndinni grein fyrir gangi málsins. Umsögn verður gerð um málið á næsta fundi.

3. Bakki:
Björn og Helga á Bakka hafa leitað eftir hvaða skilmála hreppurinn mundi setja vegna fyrirhugaðrar sölu á ræktun og útihúsum á Bakka, sbr. fundargerð 17. mars s.l. Hreppsnefndin telur ekki efni standa til að setja neina skilmála vegna sölu á umræddum eignum en mun taka afstöðu til forkaupsréttar þegar og ef kaupsamningur liggur fyrir. Umbeðna stækkun á lóð íbúðarhússins telur nefndin sjálfsagða.

4. Gjaldskrá HAUST:
Hreppsnefndin samþykkti einróma tillögu að viðbót við gjaldskrá HAUST vegna stóriðjuframkvæmda og virkjana á Austurlandi.

5. Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Samþykkt að Borgarfjarðarhreppur axli sinn hlut vegna fyrirhugaðra stofnframkvæmda við skólann.

6. Kjörskrá:
Farið yfir kjörskrárstofn og kjörskrá undirrituð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15

Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson- fundarritari -

Næsti fundur hreppsnefndarinnar verður 12. mai.




Fundargerð 03.04.07 - 09

Árið 2003, mánudaginn 7. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Helga, Jón Sigmar, Baldur, Kristjana og Jakob ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var lauslega á nokkur mál svo sem bóksafnssamning, traktorkaup, fasteignagjöld, Bakka o.fl.

2. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein umsókn barst frá Karli Sveinssyni ehf. Samþykkt að lána Karli kr 1 millj. til byggingar fiskverkunarhúss, sem er helmingur af ráðstöfunarfé sjóðsins í ár. Eindagi umsókna er aftur í haust; 1. október

3. Menningarráð Austurlands:
Lagt fram aðalfundarboð ráðsins á Djúpavogi 28. apríl n.k.

4. Búfjáreftirlit:
Skýrt frá gangi mála varðandi nýskipan búfjáreftirlits og forðagæslu. Búfjáreftirlitsnefnd hefur nú hafið störf en eftirlitið verður ekki að fullu virkt fyrr en næsta vetur.

5. Refa- og minkaveiðar:
Lögð fram fundargerð samráðsfundar um refa- og minkaveiðar þar sem lagt er til að greiðslur verði samræmdar sem mest.

6. Úrvinnslusjóður:
Greint frá nýjum reglum um úrvinnslugjald, sem smá saman er verið að leggja á m.a. rafhlöður, hjólbarða , bíla o. fl., sem kemur til með að auðvelda endurvinnslu.

7. Frumvörp til nýrra ábúðar- og jarðalaga,
sem hreppsnefndarmenn munu kynna sér eftir föngum.

8. Héraðsstjórnarfundargerð 24. mars lögð fram til kynningar.

9. Sameiningarmál:
Hreppsnefndin ræddi m.a. þá tvo sameiningarkosti, sem í athugun eru um þessar mundir, Norðursvæði og Fljótsdalshérað. Nefndin er þeirrar skoðunar að sameining sveitarfélaga á Norðursvæði sé ekki vænlegur kostur hvað Borgarfjörð varðar. Nefndin telur óheppilegt að unnið sé að fyrrgreindum tveimur kostum samtímis og að hætta sé á að hvorugum sé sinnt með skilvirkum hætti. Því telur hún æskilegt að Norðursvæðisverkefninu verði ráðið til lykta sem fyrst. Að því frágengnu væri hægt að fara að vinna að raunhæfum sameiningarmöguleikum á Héraðssvæði með þátttöku Borgarfjarðarhrepps og leita eftir vilja íbúa sveitarfélaganna á síðari hluta þessa kjörtímabils
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:10

Baldur Guðlaugsson
Kristjana Björnsdóttir
Helga Erlendsdóttir
Jón S Sigmarsson
Jakob Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson sveitarstjóri

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 28. apríl.



Fundargerð 03.03.17 - 08

Árið 2003, mánudaginn 17. mars kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:08. Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Helga og Kristjana. Jóna Björg mætti í forföllum Jakobs. Baldur og Jón Sigmar komu til fundar skömmu síðar. Sveitarstjóri var einnig á fundinum. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á nokkur mál svo sem brunavarnir, frágang fjárhagsáætlunar, samgönguáætlun, fjallskilainnheimtu í Loðmundarfirði, fuglaskoðunarblöðung o.fl.

2. Bakki:
Fram lagt lögfræðiálit Jóns Höskuldssonar um stöðu Borgarfjarðarhrepps þegar og ef kæmi til sölu útihúsa og ræktunar á lögbýlinu Bakka.
Málið verður í athugun áfram.

3. Sævarendi:
Smári Magnússon óskar eftir stuðningi hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps við leiguumsókn hans um Sævarenda í Loðmundarfirði. Beiðni Smára hafnað af hreppsnefnd. Samþykkt einróma.

4. Átaksverkefni:
Svæðisvinnumiðlun vekur athygli á átaksverkefnum á vegum sveitarfélaga og reynsluráðningu og starfsþjálfun, sem hreppsnefndin mælist til að Svæðisvinnu-miðlunin kynni líka fyrir atvinnurekendum á staðnum. Nefndin vonast til að atvinnu-ástand á Borgarfirði haldist í því horfi að ekki verði þörf fyrir átaksverkefni í ár.

5. Sameiningarmál:
Farið yfir nokkur gögn um sameiningarmál á Norðursvæði og Héraðssvæði og sameiningarmálin rædd á ýmsum forsendum. Stefnt að ályktun um málið á næsta fundi hreppsnefndarinnar .

Minnt er á að umsóknarfrestur um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er til 1. apríl n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson- fundarritari



Fundargerð 03.03.03 - 07

Árið 2003, mánudaginn 3. mars, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundarins mættu Helga, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Undir þessum lið var lítils háttar rætt um sameiningarmál, sem tekin verða á dagskrá hreppsnefndarfundar á næstunni.

2. Bókasafnssamningur:
Framlögð drög að þjónustusamningi um bókasafnsþjónustu Bókasafns Héraðsbúa við Borgfirðinga. Hreppsnefndin er samþykk samningsdrögunum að öðru leyti en kostnaðargreiðslum Borgarfjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að leita eftir breytingum þar á og að hafa í samningnum endurskoðunarákvæði.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 19. febrúar 2003 lögð fram til kynningar.

4. Samgönguáætlun 2003 - 2006:
Hreppsnefndin fór yfir helstu atriði samgönguáætlunarinnar einkum nýja skilgreiningu Borgarfjarðarvegar, sem tengivegar í grunnneti. Ítrekuð verða tilmæli til þingmanna og samgönguyfirvalda um nauðsyn fjárveitinga til vegarins.

5. Fjárhagsáætlun - Síðari umræða -
Tónskólagjöld fyrir skólaárið 2002 - 2003 ákveðin kr 10.000 á önn.
Sorphreinsunargjald 2003 endurákvarðað kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í gjaldi. Fellt niður sorphreinsunargjald fólks yfir áttræðu, sem býr eitt og lækkað þar sem tveir aldraðir eru í heimili. Helmingi húsaleigu Álfasteins árið 2003 verður breytt í hlutafé eins og undanfarin þrjú ár, enda verði hinn helmingurinn greiddur skilvíslega.
Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.

Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru í þús. króna:
Skatttekjur 46.830, Bókfærðar heildartekjur 79.980, Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og afborganir skulda 9.859, Fjárfestingar 7.700, Afborganir langt.skulda 3.000,
Lántökur 2.200, Bati lausafjárstöðu 1.359

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Undirskriftir hreppsnefndarmanna Magnús Þorsteinsson fundarritari



Fundargerð 03.02.17 - 06

Árið 2003, mánudaginn 17. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Helga, Kristjana, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra
varðandi ýmis hreppsmál, sem til umfjöllunar eru um þessar mundir.

2. Fjárhagsáætlun2003:
Fyrri umræðu lokið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:10

Undirskriftir hreppsnefndarmanna og sveitarstjóra.




Fundargerð 03.03.03 - 07

Árið 2003, mánudaginn 3. mars, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundarins mættu Helga, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Undir þessum lið var lítils háttar rætt um sameiningarmál, sem tekin verða á dagskrá hreppsnefndarfundar á næstunni.

2. Bókasafnssamningur:
Framlögð drög að þjónustusamningi um bókasafnsþjónustu Bókasafns Héraðsbúa við Borgfirðinga. Hreppsnefndin er samþykk samningsdrögunum að öðru leyti en kostnaðargreiðslum Borgarfjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að leita eftir breytingum þar á og að hafa í samningnum endurskoðunarákvæði.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 19. febrúar 2003 lögð fram til kynningar.

4. Samgönguáætlun 2003 - 2006:
Hreppsnefndin fór yfir helstu atriði samgönguáætlunarinnar einkum nýja skilgreiningu Borgarfjarðarvegar, sem tengivegar í grunnneti. Ítrekuð verða tilmæli til þingmanna og samgönguyfirvalda um nauðsyn fjárveitinga til vegarins.

5. Fjárhagsáætlun - Síðari umræða -
Tónskólagjöld fyrir skólaárið 2002 - 2003 ákveðin kr 10.000 á önn.
Sorphreinsunargjald 2003 endurákvarðað kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í gjaldi. Fellt niður sorphreinsunargjald fólks yfir áttræðu, sem býr eitt og lækkað þar sem tveir aldraðir eru í heimili. Helmingi húsaleigu Álfasteins árið 2003 verður breytt í hlutafé eins og undanfarin þrjú ár, enda verði hinn helmingurinn greiddur skilvíslega.
Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.

Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru í þús. króna:
Skatttekjur 46.830, Bókfærðar heildartekjur 79.980, Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og afborganir skulda 9.859, Fjárfestingar 7.700, Afborganir langt.skulda 3.000,
Lántökur 2.200, Bati lausafjárstöðu 1.359

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Undirskriftir hreppsnefndarmanna Magnús Þorsteinsson fundarritari




Fundargerð 03.02.17 - 06

Árið 2003, mánudaginn 17. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Helga, Kristjana, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra
varðandi ýmis hreppsmál, sem til umfjöllunar eru um þessar mundir.

2. Fjárhagsáætlun2003:
Fyrri umræðu lokið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:10

Undirskriftir hreppsnefndarmanna og sveitarstjóra.




Fundargerð 03.02.10 - 05

Árið 2003, mánudaginn 10. feb.var haldinn aukafundur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Helga ásamt sveitarstjóra.

Á fundinum var unnið við gerð fjárhagsáætlunar 2003.

Í upphafi fundar leitaði oddviti eftir samþykki hreppsnefndarinnar til að taka á dagskrá mál varðandi Sævarenda í Loðmundarfirði. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Bréf oddvita til jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins.

Oddviti lagði fram bréf til jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins þess efnis að vegna skipulagsvinnu sem framundan er hjá sveitarfélaginu verði jarðeignir ríkisins á svæðinu sunnan Borgarfjarðar þ.e. Víkum og Loðmundarfirði ekki seldar á meðan unnið er að gerð aðalskipulags fyrir umrætt svæði.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl 20:25

Undirskriftir hreppsnefndarmanna og sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.




Fundargerð 03.02.03 - 04

Árið 2003, mánudaginn 3. feb. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Helga, Baldur og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Bláfáninn:
Lagt fram bréf Landverndar þar sem fjallað er um nokkur atriði varðandi bráðabirgðaumsókn Borgarfjarðarhrepps. Samþykkt einróma að sækja um Bláfánann fyrir bátahöfnina og lögð á ráð um undirbúningsvinnu.

2. Hreindýraráð:
SSA falið að tilnefna fulltrúa í Hreindýraráð.

3. Línuveiðibann:
Með bréfi dags. 14. janúar hafnar sjávarútvegsráðuneytið óskum hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um að línuveiðiskip stærri en 50 brl. fái ekki að stunda línuveiðar innan 6 sjómílna sbr. fundarsamþykkt hreppsnefndar 7. okt. s.l.

4. Fjárhagsáætlun 2003:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:20

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
ritaði fundargerð




Fundargerð 03.01.27 - 03

Árið 2003, mánudaginn 27. janúar kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til aukafundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Helga, Baldur, Jón Sigmar og Jakob ásamt sveitarstjóra.

Á fundinum var unnið að fjárhagsáætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30




Fundargerð 03.01.20 - 02

Árið 2003, mánudaginn 20. janúar kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Helga, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Sveitarstjóra veitt umboð til þess að afgreiða leyfisbeiðnir kennara ásamt skólastjóra.

2. Fundargerðir Héraðsstjórnar 9. jan og bókasafnsstjórnar 8. jan
lagðar fram til kynningar og dálítillar umræðu.

3. Úlfsstaðir:
Hreppsnefndin samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar að hálfum Úlfsstöðum, sem Bragi Sigurðsson hyggst selja Birni Roth.

4. Sævarendi:
Lagt fram bréf landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir rökstuddu áliti hreppsnefndarinnar á því hvort selja ætti jörðina eða hvort eðlilegra væri að leigja hana. Hreppsnefndin telur það ekki á sínu verksviði að segja til um hvort jörðin Sævarendi í Loðmundarfirði verður leigð eða seld. Hins vegar hvað hagsmuni Borgarfjarðarhrepps varðar vill nefndin benda á að hreppurinn á ekki möguleika á skatttekjum af þeim arði sem jarðir í hreppnum kunna að skapa séu eigendur eða leigjendur lögheimilisfastir utan Borgarfjarðarhrepps.

5. Sæbakki:
Að höfðu samráði við bókasafnsstjórn hefur hreppsnefndin samþykkt að ganga að kauptilboði Önnu Gústavsdóttur í Sæbakka.

6. Fjárhagsáætlun 2003:
Unnið að gerð áætlunarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:20

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson -
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari




Fundargerð 03.01.06 - 01

Árið 2003, mánudaginn 6. jan var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundar mættu hreppsnefndarmennirnir Helga, Kristjana, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Jakobs.
Fyrir var tekið:

1. Heilbrigðiseftirlit:
Til fundarins mættu Helga Hreinsdóttir og Árni Óðinsson frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og greindu hreppsnefndinni frá skipulagi og starfsemi heilbrigðiseftirlitsins. Þau svöruðu síðan fyrirspurnum.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Austurlands þar sem staðfest er fjárnám hjá Þórunni Sigurðardóttur vegna fjallskilakostnaðar í Loðmundarfirði, sem hún hafði krafist ógildingar á.

3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til kynningar.

4. Hafin gerð fjárhagsáætlunar 2003.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:20

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón S Sigmarsson
Kristjana Björnsdóttir
Magnús Þorsteinsson, fundarritari -