Heilsugæsla

Skólahjúkrunarfræðingur:

Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Netfang: thth@hsa.is

Viðverutími skólahjúkrunarfræðings í skólanum er annan hvern miðvikudag Viðverutíminn skiptist í viðtalstíma, skoðanir, fræðslu og önnur mál sem upp kunna að koma.Viðverutíminn fer eftir þörfum og samkomulagi við starfsfólk skólans.

Fræðsla skólahjúkrunarfræðings  

1. bekkur      Hollusta, tannvernd, handþvottur, slysavarnir og hamingja
2. bekkur       Svefn og hamingja
3. bekkur       Hollusta og hreyfing
4. bekkur       Hamingja, slysavarnir og tannvernd
5. bekkur       Hamingja, hollusta og hreyfing
8. bekkur       Hugrekki, hollusta og hreyfing
9. bekkur       Kynheilbrigði

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir fræðslunni eftir námsefni sem kallast 6H. Markmið hennar er að auka þekkingu barna á heilsu og þáttum sem hafa á heilsuna. Heilbrigðisfræðslan getur þannig haft jákvæð áhrif á viðhorf og stuðlað að heilbrigðum lífsstíl. Hægt er að kynna sér fræðsluefnið áwww.6h.is.

Starfssvið skólaheilsugæslunnar er m.a. að fylgjast með heilbrigði og þroska nemenda grunnskólans.

Bent er á, að börn með lesblindu/lestrarörðugleika ( dyslexiu ) geta haft gagn af augnskoðun hjá augnlækni.

Einnig er fylgst með því að börnin hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landslæknis segja til um. Hafi börnin ekki fengið þessar bólusetningar, er haft samband við foreldra/forráðamenn.

Á vegum skólaheilsugæslunnar er einnig starfrækt Lífsstílsteymi fyrir of þung og of feit börn, þar sem áherslan er lögð á hreyfingu og hollt mataræði.

Hafi foreldrar athugasemdir eða spurningar, eru þeir beðnir um að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing.

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar framkvæmdar á skólatíma eru:

1. bekkur: sjónpróf

4. bekkur: sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

7. bekkur: sjónpróf, lyktarskynspróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.

 Bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta )

9. bekkur: sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.

Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (ein sprauta).

Ath. Bólusetningar fara fram í heilsgæslunni á Egilsstöðum.