Gestabörn

Að fengnu leyfi frá skólastjóra eru nemendur annarra skóla velkomnir í grunnskólann í stutta námsheimsókn þegar um er að ræða börn fráskilinna foreldra sem búsettir eru í Borgarfjarðarhreppi og í einstaka öðrum tilfellum. Börn sem koma í heimsókn til ættingja eða vina í fríum frá öðrum skólum, til dæmis í vetrarfríum, ættu ekki að vera í skólanum hér þann tíma sem þau eru í fríi frá sínum skóla. Æskilegt er að barn sem kemur í heimsókn fylgi stundaskrá þess námshóps sem hann tilheyrir.  Skólastjóri ræðir við umsjónarkennara um heimsóknina. 
 
Þegar óskað er eftir að barn komi í heimsókn biðjum við foreldra eða umsjónaraðila um að
• hafa samband við skólastjóra í góðum tíma (ein til tvær vikur) og fá leyfi 
• námsbækur í kjarnagreinum fylgi barninu og áætlun frá kennurum þeirra
• upplýsa um stöðu og líðan barnsins sem kemur
• gera sér grein fyrir að stundum er ekki hægt að taka á móti gestum t.a.m. ef um vorferð eða mjög sérstaka daga eða ástand er að ræða í skólanum
 
Hægt er að vista börn á leikskóladeildinni í stuttan tíma ef það er pláss og aðstæður leyfa hverju sinni.