Sérfræðiþjónusta

Skólaskrifstofa Austurlands á Reyðarfirði veitir faglega þjónustu og ráðgjöf, þar með talda faglega ráðgjöf til einstaklinga, fjölskyldna og stjórnenda og starfsfólks leikskóla. Einnig sálfræðilega þjónustu.

Skólaskrifstofa er byggðasamlag 8 sveitarfélaga á Austurlandi frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogshrepps í suðri. Nemendur á svæði skrifstofunnar eru um 1500 í 15 grunnskólum og um 600 börn í jafnmörgum leikskólum. Starfsemi skrifstofunnar byggir á samningi byggðasamlagsins og lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um sérfræðiþjónustu grunnskóla.
Aðalfundur byggðasamlagsins er haldinn í október ár hvert. 

Netslóð á síðu:  http://skolaust.is/