Tillögur að gönguferðum

Ef þið viljið skoða svæðið okkar vel þá mælum við eindregið með, miðað við 4-6 daga göngur, að þið skiptið svæðinu í tvennt, nyrðri og syðri hluta. Ef þið hinsvegar viljið skoða sem mest af svæðinu á sem skemmstum tíma þá er upplagt að taka „hraðferð“ um svæðið en þá verða að sjálfsögðu útundan margir athyglisverðir staðir. Skoðið vel kort af svæðinu og takið svo ákvörðun.  Ferð með staðkunnugum leiðsögumanni gefur ferðinni mun meira gildi.
Hikið ekki við að hafa samband um nánari upplýsingar og aðstoð við ferðaskipulag. 

Ferðatillaga 1  - hraðferð um allt svæðið

5 göngudagar.
Víknaslóðir - Stórurð og Víkur sunnan Borgarfjarðar eystri.  Allt svæðið - hraðferð.
Farangur fluttur milli staða (trússferð). Allt fæði innifalið.

Komið til Borgarfjarðar að kvöldi - gist á Borgarfirði.
1. Ekið á Vatnsskarð kl. 8:00 og gengið þaðan í Stórurð – komið til baka til Borgarfjarðar kl. 18:00. Kvöldrölt um þorpið.  Gist á Borgarfirði.
2. Gengið um Brúnavík til Breiðuvíkur og gist þar.
3. Gengið frá Breiðuvíkur til Húsavíkur og gist þar.  Ef farið er um Víknaheiði er það 16,2 km, um 7 klst. 
4. Gengið til Loðmundarfjarðar og gist í skála FFF við Klyppstað.

5. Gengið um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.  Komið þangað um kl. 17:00 Kvöldverður og ferðalok. Gist á Borgarfirði.

 

Ferðatillaga 2 - norðursvæði.

5 göngudagar.
Víknaslóðir - Stórurð og Víkur sunnan Borgarfjarðar eystri - norðursvæði.
Farangur fluttur milli staða (trússferð).  Allt fæði innifalið.

Komið til Borgarfjarðar að kvöldi – gist á Borgarfirði.
1. Ekið á Vatnsskarð kl. 8:00 og gengið þaðan í Stórurð – komið til baka til Borgarfjarðar kl. 18:00. Gist á Borgarfirði. Kvöldrölt um þorpið.
2. Ekið að Unaósi og gengið í Stapavík og áfram til Njarðvíkur.
3. Gengið um Brúnavík til Breiðuvíkur. Gist þar tvær nætur.
4. Gengið í Kjólsvík og á Glettingskoll. Gist í Breiðuvík.   Leiðin er 16,8 km og ætla má 7-8 klst í hana.
5. Gengið um Víknaheiði til Borgarfjarðar. Komið þangað um kl. 17:00 Kvöldverður og ferðalok. Gist á Borgarfirði.

 

Ferðatillaga 3 - suðursvæði.

5 göngudagar.
Víknaslóðir - Loðmundarfjörður og Víkur sunnan Borgarfjarðar eystri. (suðursvæði).
Farangur fluttur milli staða (trússferð). Allt fæði innifalið.

Komið til Borgarfjarðar að kvöldi – gist á Borgarfirði.
1. Gengið til Húsavíkur og gist þar tvær nætur.
2. Gengið út í Álftavík og að Húsavíkurbæjum.  Gist í Húsavík.
3. Gengið til Loðmundarfjarðar og gist í skála FFF við Klyppstað
4. Gengið um Loðmundarfjörð - gist í skála við FFF við Klyppstað
5. Gengið um Kækjuskörð til Borgarfjarðar. Komið þangað um kl. 17:00 Kvöldverður og ferðalok. Gist á Borgarfirði.
     Einnig mætti ganga frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar þennan dag.