Viðbragðsáætlun vegna bruna

  Grunnskóli Borgarfjarðar

 Starfsfólk


         ELDUR KVIKNAR
Starfsfólk hefur í heiðri þá meginreglu að við eldsvoða gilda eftirfarandi reglur í þessari röð :

  1. Lífsbjörgin !
  2. Sækja hjálp ! 112
  3. Slökkva eldinn !

             Aðgerðir :

  • Brunavarnarkerfi fer í gang
  • Starfsfólk fer og athugar hvar eldur er.
  • Starfsfólk ákveður aðgerðir og skiptir liði .
  • Skipuleggur rýmingu
  • Kallar á hjálp  112
  • Reynir að slökkva eldinn
  • Talning  nemendur/starfsfólk á planinu við Fjarðarborg
  • Fara með nemendur inn í Fjarðarborg
Grunnskóli Borgarfjarðar
Nemendur

       Eldur að degi til
(Nemendur eru í skólastofum eða miðrými )

  • Brunavarnarkerfi fer í gang/reykskynjari
  • Kennari athugar hvað er að gerast
  • Nemendur bíða rólegir á meðan í stofunum
  • Kennari kemur til baka og tilkynnir hvað skal gera
  • Kennari hefur talningu á nemendum
  • Nemendur fara út eftir leiðsögn kennara þá leið sem kennari ákveður
  • Nemendur  safnast saman úti á planinu við Fjarðarborg hjá sínum kennara
  • Nafnakall úti til að athuga hvort allir hafi skilað sér út
  • Farið með nemendur inn í Fjarðarborg.