Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið Borgarfirði eystra

Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 22. september

Fullorðnir: 1500 kr. dagurinn á mann.
Börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri.
Rafmagn: 1000 kr. dagurinn. - Þvottavél: kr.  500

Á svæðinu eru tvö þjónustuhús. Í öðru húsinu eru klósett með aðgengi fyrir fatlaða, og tvær sturtur. Það er selt í sturturnar úr sjálfsala og er verðið 400 kr. sem notandi fær 4 mínútur fyrir (sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr. peningum). Í hinu húsinu er eldunaraðstaða og borðstofa sem tjaldsvæðis gestum er velkomið að nota. Einnig er þar afgreiðsluborð starfsmanna þar sem hægt er að finna upplýsingar um staðinn. Þar er þvottavél sem hægt er að borga 500 kr. fyrir notkun. Svo eru þvottasnúrur við húsin þar sem kjörið er að þurrka í góðu veðri.

Sorptunnur eru staðsettar við veginn þar sem keyrt er að þjónustuhúsunum. Þar er einnig hægt að losa úrgang úr húsbílum og hjólhýsum.

Inni á tjaldsvæðinu sjálfu eru 16 rafmangstenglar og svo eru 12 rafmagnstenglar á bílastæði við þjónustuhúsin sem hentar vel fyrir húsbíla.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá:
Rekstraraðili tjaldsvæðis: Fjarðarhjól ehf./Fjord Bikes

Árni M. Magnusson sími +354 770 0791

Vaktsími tjaldsvæðis +354 6866288

fjordbikes@gmail.com