Veturinn 2015-2016

18. maí 2016
Sveitarstjóri og oddviti hreppsnefndar komu í heimsókn og veittu bréfum nemenda viðtöku. Sveitarstjóri þakkaði fyrir þetta framtak, svaraði fyrirspurnum og lofaði að þessi bréf yrðu tekin fyrir á næsta hreppsnefndarfundi sem verður fyrsta mánudag í júní. 

13. maí 2016
Umhverfisnefnd fundaði með öllum nemendum. Nú stendur til að senda hreppsnefnd bréf sem innihalda hugmyndir nemenda um hvernig sé best að fegra umhverfið samkvæmt gátlista sem nemendur settu saman í tenglsum við hugmyndir af verkefnum tengdum umhverfismennt og grænfánavinnu. Ákveðið að hver nemandi velji sér viðfangsefni og sendi inn bréf þess efnis. Þar komi hugmyndin fram ásamt nánari skilgreiningu t.d. hvar, af hverju og hverju breytir þetta fyrir okkur.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Nanna Olga ritaði fundargerð 

29. apríl 2016
Í umhverfismenntatíma héldum við upp á það að verkefnið okkar fékk verðlaun í samkeppni Umhverfisráðuneytisins " Verðliðar  umhverfisins ". Síðast liðinn mánudag fóru Bóas og Bryndís til Reykjavíkur og veittu viðtöku viðurkenningu hjá umhverfisráðuneytinu. Bóas fór í viðtal hjá útvarpinu þar sem hann stóð sig með prýði, eins og hans er von og vísa, og síðan var sýnt frá afhendingunni í fréttum sjónvarps. 

Til hamingju við fyrir þessa viðurkenningu á okkar starfi hér í skólanum


18. mars 2016

Umhverfisnefnd fundaði með öllum nemendum í umhverfismenntatíma. Málefni fundarins var að taka ákvörðun um hvort við vildum senda verkefni í samkeppni Umhverfisráðuneytisins "Varðliðar umhverfisins". Nemendu tóku vel í þetta og ljósmyndaverkefnið úr Loðmundarfirði varð fyrir valinu. 

12. feb. 2016
Umhverfisnefnd fundaði með öllum nemendum í umhverfismenntatíma. Farið yfir gátlista með hugmyndum af verkefnum sem komu fram á Grænfánadeginum í ágúst. Við höfum staðið okkur ágætlega en getum samt gert betur. Ákveðið að taka fyrir þær hugmyndir sem eru fljótafgreiddar og koma þeim í vinnslu t.d. rusladallar, gullkorna- og fróðleiksstöflu og færa gæðapappírskörfuna. 

18. jan. 2016
Umhverfisnefndin kom saman kl. 8:30.
-    Ákveðið að í næsta umhverfismenntatíma verði farið í að gera könnun á pappírs- og ljósanotkun í skólanum. Einnig að kíkja í ruslafötur og sjá hvernig okkur gengur að flokka. 
-    Farið yfir niðurstöður úr matarsóunarverkefninu. Ákveðið að skoða þetta með öllum nemendum í umhverfismenntatíma næsta föstudag.
-    Skoðuðum listann yfir verkefni vetrarins. Ákveðið að fara með hann inn í umhverfismenntartíma og sjá hvort ekki er hægt að klára frá einhver verkefni þar. 
-    Rætt um gönguferðir eftir áramót. Búið er að ákveða að fara í sleðaferð í byrjun febrúar og síðan aðra gönguferð þegar fer að vora.  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50.
Nanna ritaði fundagerð


2015

20. nóv. 2015

Fundur með öllum nemendum í umhverfismenntatíma. Rætt um þá staðreynd að við erum búin að fá Grænfánann í þriðja sinn og nú dugi ekki annað að standa sig í þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að vinna að í vetur  og einnig næstu tvö ár. Farið yfir markmiðin síðan í haust og merkt við hvað af þeim höfum við nú þegar unnið með og jafnvel klárað. 

15. okt. 2015
Nefndin kom saman til myndatöku og einnig til að undirbúa heimsókn frá Landvernd sem verður eftir helgina. Þá munu tveir fulltrúar Landverndar koma til að taka út skólann og ákveða í framhaldi af því hvort við séum tilbúin til þess að fá leyfi til að flagga grænfánanum í þriðja sinn. 

18. sept. 2015
Nefndin kom saman til að fara yfir umhverfisgátlistann fyrir skólann. Einnig komu fram hugmyndir af verkefnum og spurningar varðandi grænfánavinnuna. Spurningum komið á framfæri til réttra aðila og verkefnin verða sett upp á verkefnablaðið okkar sem útbúið var í tengslum vð Grænfánadaginn í haust. 


27. ágúst 2015 Grænfánadagurinn
Kosin ný umhverfisnefnd: En hana skipa: Bóas Jakobsson, Nanna Olga Jónsdóttir og Sigursteinn Arngrímsson. Til vara: Júlíus Geir Jónsson og Gylfi Arinbjörn Magnússon. Júlíus Geir mun starfa með nefndinni frá byrjun þar sem Sigursteinn mun skipta um skóla seinna í vetur.  Við óskum nefndinni valfarnaðar í starfi.