Stofnfundur 17. janúar 2019

Fundargerð
1. Þórhalla Guðmundsdóttir setti fundinn og sagði frá aðdraganda hans. Á íbúaþingi á Borgarfirði eystra í febrúar 2018 kom fram að álíka fjöldi húseigna í hreppnum séu í eigu
fjarbúa og lýstu íbúar eftir aukinni þátttöku fjárbúa í samfélaginu.

2. Rætt var almennt um hlutverk félagsins og um stöðu Borgarfjarðar og hvað félagsmenn gætu lagt að mörkum. Þórhalla fór yfir drög að starfsreglum/samþykktum og þau markmið sem þar koma fram. Í drögunum kemur meðal annars fram að nafn félagsins skuli vera Fjarbúar Borgarfjarðar eystra og að í stjórn þess skuli vera þrír aðalmenn og tveir til vara. Drögin voru samþykkt samhljóða.

3. Samþykkt var að fela stjórn að sækja um kennitölu fyrir félagið, ganga formlega frá skráningu og opna bankareikning í nafni þess.

4. Tilnefnd voru í aðalstjórn Þórhalla Guðmundsdóttir, Bjarnþór Sigvarður Harðarsson og Árni Einarsson. Árni var ekki viðstaddur en samþykkti símleiðis að taka tilnefningu. Voru þau kjörin samhljóða. Í varastjórn voru tilnefnd Páll Sigurðsson og Gróa Eiðsdóttir. Voru þau kjörin samhljóða.

5. Félagsgjald fyrir 2019 var ákveðið kr. 2.000.

6. Fundi var slitið kl. 19.00.

Christer Magnusson, fundarritari
Stofnfélagar
Árni Áskelsson
Árni Einarsson
Bjarnþór Sigvarður Harðarsson
Björgvin Ólafsson
Christer Magnusson
Einfríður Árnadóttir
Gróa Eiðsdóttir

Guðrún Björnsdóttir
Helgi Jónsson
Kristín S. Jónsdóttir
Páll Sigurðsson
Rósalind Sigurðardóttir
Sigrún Bjarnadóttir
Sigrún Jónsdóttir
Þórhalla Guðmundsdóttir
Þórir Guðmundsson