Urðarhólar

Urðarhólar & Urðarhólavatn

Leið nr. 32 á gönguleiðakortinu Víknaslóðir

 

Gönguleiðir um Urðarhóla og að Urðarhólavatni eru frábær valkostur fyrir fjölskyldur og aðra sem vilja stutta og þægilega göngu, en komast samt í mikla snertingu við ósnortna og einstaka náttúru. Urðarhólar eru mikið og úfið framhlaup en við hlið þeirra liggur hið djúpa Urðarhólavatn við ljósar líparíthlíðar Hvítuhnjúka. Hér er að finna ljósasta líparítið á öllum Víknaslóðum og minnir landslagið um margt á Landmannalaugar. Hér er oft gott skjól frá hafgolunni og þokunni enda hefur þetta verið vinsæll sumarstaður Borgfirðinga gegnum aldirnar.

Hægt er að labba um Urðarhóla að vatninu, en sú leið er aðeins grófari, eða taka leið sem liggur um gróið land beint að vatninu. Leiðin er vel stikuð og greiðfær.