Húsavík

Húsavík
(Eftir handriti Sveinbjörns Björnssonar)

Syðsti tanginn við Húsavík er Hafnarnes. Sunnan í því kallast Tær en Selaþúfa að norðanverðu. Framan af Selaþúfu er Sölvasker. Austan undir nesinu er Hafnarnesboði sem aðeins sést á sórstreymsfjöru. Upp af Hafnarnesi heitir Hall. Af því er rák suður til Álftavíkur og heitir hún Hafnarnesrák. Upp af Halli heita Raðir allt að Álftavíkurtindi en Urðir heita inn hlíðina. Efst af Röðum liggur Skollabotnarák til Álftavíkur. Þá kemur Álftavíkurtindur og Álftavíkureggjar og Hádegishnúkur, eyktarmark frá Dallandsparti. Fjallgarðurinn sunnan Húsavíkur allt til Miðaftanskarðs kallast einu nafni suðurfjöll auk þess sem þau hafa sín sérheiti hvert fyrir sig. Innvík kallast einu nafni frá Miðaftansskarði allt landið innan Víkurár og norðan Gunnhildarár, en Norðurfjall allt landið norðan Víkurár og utan Gunnhildarár.

Þá skulu talin örnefni í Suðurfjöllum.
Frá Hádegishnúk koma EggjarMiðmundarþúfu, þá Miðmundargrjót en þar eru fjárgötur til Álftavíkur en aðalvegurinn þangað er framan við Hádegishnjúk og þar er fært með hesta. Þá koma Lambahjallar og eru þeir norðan undir Miðmundarfjalli. Suður úr hjöllunum ganga Lambarákir og kemst fé helst ekki suður úr þeim. Innan og ofan við Lambahjalla heitir Miðmundarfjall og er það varla gengt nema frá suð-vestri þ.e. Loðmundarfjarðarmegin. Þá kemur næst Fossdalsskarð, þá Nónfjall, því næst Efri-Nónbotnar og loks Nesháls. Um Nesháls liggur akvegurinn til Loðmundarfjarðar og þar lá einnig símalínan milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar. Innan við Nesháls kemur Skælingur, tignarlegur og ógengur nema frá Loðmundarfirði. Inn af Skæling er mikill láréttur klettabogi, því nær sléttur aðofan en með tveimur skörðum í, en þau heita Tröllkonuskörð. Hægt er að fara gegn um ytra skarðið. Á milli skarðanna heita Goðaborgir. Innan við Goðaborgir kemur kistulagað fjall sem heitir Bungufell. Þá kemur Miðaftansskarð sem áður er nefnt, eyktarmark frá Dallandsparti og öðrum útbæjum í víkinni.

Þá eru það næst hlíðarnar að sunnanverðu:
Innan við Urðir sem fyrr eru nefndar heita Efri- og Neðri-Bessahjallar og ofan við þá eru Hádegisbotnar og ná þeir upp að Álftavíkureggjum. Fyrir innan Bessahjalla heitir Engjahjalli og upp af honum er Mýrarhjalli. Yst á Mýrarhjalla heitir Grenishryggur. Ofan við Mýrarhjalla heita Fossdalsbrekkur en Fossdalur inn undir Fossdalsskarð sem er á milli Miðmundarfjalls og Nónfjalls. Úr Fossdal kemur lækur er Nónlækur heitir.
Í sveignum innan við Mýrarhjalla heita Nónklofar og ná þeir inn undir Fossdalsbrekkur. Innan við Nónklofa koma Nónurðir. Því næst koma Neðri-Nónbotnar en á milli þeirra ogNónurða eru Nónrákir og Nónöxl er á milli Fossdals og Nónbotna. Inn af Nónbotnum er Tröllagil sem aðskilur Nónfjall, Nónurðir og Nónbotna frá Neshálsi. (Nesháls er í daglegu tali nefndur Háls). Þá heitir Neshálsinn að götum inn úr Tröllagilinu. Efst heitir Tröllabotn en inn og upp úr honum er Urðarkinn. Þar liggur varðaður vetrarvegur til Loðmundarfjarðar. Neshálsinn er milli Nónfjalls og Skælings en innan við Nesháls heita Litluklettar og upp af þeim Skælingshnaus. Af Neshálsi kemur Skælingslækur. Innan við Litlukletta eru Skælingsurðir og ofan þeirra eru Skælingshillur. Innst á þeim en aðeins ofar heitir Einbúi. Innan við Skælingshillur er svo Suðurdalurinn sem nær inn með Tröllkonuskörðum annarsvegar en takmarkast af Víkurá hinsvagar allt til Innri-Fossenda. Innan við takmörk Suðurdalsins heitir Innri-Fossar allt inn undir Miðaftansskarð.

Þá er næst láglendið undir Suðurfjöllum, þ.e. mýrarnar sunnan ár. Innan við áðurnefnt Hall eru Halaklettar og þá Króksbakki. Undir Halaklettum er Halaklettsmýrar. Þá taka við Hólshúsamýrar sem ná að Víkurá og inn á móts við miðjan Engjahjalla. Parts-Partur er næst og nær inn að Nónlæk. Þá kemur Þrætutunga sem tilheyrir Húsavík og nær hún að Tröllgili. Þá taka við Nónlækjarmýrar inn með HálsiSyðra-Hlaupi. Þá kemur Syðra-Hlaupið og Skælingsmóar(Þar stendur í dag gönguskáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs).  Undir Skæling heitir inn að Suðurdal. Utan frá Króksbakka og inn í Suðurdal liggur þetta land allt með Víkuránni.

Þá eru næst fjörurnar sunnan Víkurár.
Fjaran undir Halaklettsmýrum heitir Sauðafjara. Suður úr henni er hellir er Sauðabani heitir. Norðan við Sauðafjöru er bás er Illibás heitir. Í austan- norðaustan átt er hætta fyrir fé í Sauðafjöru. Undir Króksbökkum er Krókurinn og nær hann alveg að Víkuránni.
Þá eru upptalin öll örnefni í Suðurfjöllum.

Landsvæði það er Inn-vík kallast byrjar við Víkurána sem kemur undan Miðaftanskarði og fellur svo gott sem í austur, allt til sjávar. Gunnhildará kemur norðan úr Gunnhildardal og rennur hún saman við Víkurá undan Skælingsmóum. Gunnhildará aðskilur svokallaða Inn-Vík ogNorðurfjall en upptök hennar eru milli Hvítserk og Leirfjalls og fellur hún í suður þar til hún sameinast Víkurá. Stykkið norðan Víkurár en innan Gunnhildarár heitir Gunnhildarsel. Fyrir norðan og vestan Selið er bogadreginn ás er Selás heitir. Innan við hann eru Selmýrar en norðan þeirra rennur Skúmhattardalsá er kemur úr uppsprettulindum undir Skúmhattardalsskarði og sameinast Gunnhildará utan við Selásinn. Innan við Selásmýri heita Upsir sem lækka suður undir ána á móti Suðurdalnum og kallast það Undir Fossum. Hjallarnir fyrir innan kallast Innri-Fossar allt að Miðaftanskarði. Norðan við Miðaftanskarð er Flatafjall og þá SkúmhötturSkúmhattarraðir og Skúmhattarskarð (eða varp).
Það sem hér hefir verið lýst er svæðið milli Víkurár, Gunnhildarár og Skúmhattardalsár.

Ofan við þ.e. norðan við, Skúmhattardalsá og innan Gunnhildarár heita Ker. Innst í Kerjum er hóll sem heitir Æðarhóll en innan hans kallast Neðri-Hlíðar og þá Hlíðarbrýr. Þá heitir Skúmhattardalur að á og inn í skarð. Nyrst í Kerjum, við Gunnhildará er Hlífðarhóll og ofan hans Grímshólar. Ofan við þá að vestan eru Efri-Hlíðar en milli Efri- og Neðri-Hlíða er Tóarhryggur og nær hann upp á hlíðarbrún. Ofan við Efri-Hlíðina er Náttmálafjall sem takmarkast fráSkúmhattarskarðiHúsavíkurheiði. Inn af Náttmálafjallsröðinni heitir Sultarhjalli. Norðan Grímshóla upp með Gunnhildará að vestan heitir Engi og upp úr því eru Engisjaðrar og Jökulbotnar sem eru norð-austan í Náttmálafjalli. Upp með ánni, norðan við Engi, kallast Undir Vetrarbrekkum. Þá koma Efri- og Neðri- Vetrarbrekkur og þar er vörðuð vetrarleið til Borgarfjarðar um Húsavíkurheiði sem er milli Náttmálafjalls og Hvítserks. Fyrir norðan Vetrarbrekkur heitir GunnhildardalurLeirfjall heitir fjallið fyrir botni dalsins.
Þá eru talin öll örnefni í Inn-Vík.

Næst koma örnefni í þeim hluta Húsavíkur er Norðurfjall er kallað, þ.e. utan frá sjó, norðan Víkurár og inn að Gunnhildará.
Nú beygir fjallgarðurinn suður af Leirfjalli og heitir þá HerjólfsvíkurvarpEfri-Sléttum sem er hátt fjall. Þá beygir fjallgarðurinn aftur til austurs og heitir þá Neðri-Sléttur, þáSléttuendar og svo Stígshall. Þá koma Engjar og Mosfell og loks Blábjörg sem ganga í sjó fram milli Skálaness að sunnan en Herjólfsvíkur að norðan. Efri-Sléttur, frá HerjólfsvíkurvarpiStígshalli, skilja Húsavík og Herjólfsvík að. Í Blábjörgum sem eru standberg, verpur mikið af fýl og lunda. Norðan Víkurár er samfelld fjara fyrir öllum víkurbotninum með klapparflúðum fyrir miðri víkinni og kallast þær Klappir. Á þeim er stapi, sérstakur er heitir Hallsteinsstapi. Fjaran sunnan Klappa heitir fyrst Uppsátur, þá Suðurfjara að Víkurá. Norðan Klappa er fyrst Smárasandur, þá NorðurfjaraIllubrík. Þá heitir Illafjara út að Litlanesi. Upp frá fjörunum, frá Suðurfjöru til Norðurfjöru, eru víðast 40-60 metra háir bakkar, smiðjumóskenndir. Á þessum bökkum er Húsavíkurtún. Aðalvegur upp frá lendingunni við Klappir er upp svokallaðan Kamb. Um tuttugu föðmum sunnan við Kamb er Hvallág. Þá á Partsbær að setja þegar róið er inn víkina í vondum sjó. Varð að taka brimróðurinn þegar bærinn hverfur undir bakkann. Inn úr fjörunni með Víkurá heitir Árgarður. Þar fór Húsavíkurfé í fjöru. Húsavíkurtún nær eftir öllum bökkunum frá Árgarði og út að Stekkjargili en eftir því rennur Stekkjarlækurinn og fellur hann nyrst í fjöruna. Neðsti hluti Húsavíkurtúns heitirÁrgarðshorn. Þá koma Bakkar uppeftir að Kambi. Þá kemur Borgartún og fremst er Torfagrafir. Neðst í Torfagröfum er kirkjugarðurinn sem nú er notaður. Torfgrafir ná upp að Borgum. Vindhóll heitir milli Partstúns að framan en Smáragils að utan. Þá kemur Vindhólsslétta upp með Partstúni að vegi og Smáragili að utan. Þá heitir Kirkjutunga að ofan við hana er gamli kirkjugarðurinn en af honum hefur hlaupið fyrir bakkann um fjórði partur og var hann því færður inn í Torfgrafirnar. Skammt fyrir ofan gamla garðinn er gamla Húsavíkurbæjarstæðið og heitir þar Gamlibær. Bærinn Húsavík stendur í miðju Heimatúninu og Húsavíkurkirkja um 40 metra sunnan íbúðarhússins. Túnið nær að Partsgirðingu og upp að Húsavíkurlæk. Utan við bæinn er Bæjargili og skerst það inn í bakkann. Þar féll áður Bæjarlækur en hann var látinn fara aðeins utar og fjær bænum. Á bakkabrúninni, út af Húsavíkurbæ, heitir Ekruhorn. Tungan milli Bæjargils og lækjarins heitir Hjallatunga. Utan lækjarins heitir Stekkhústún út að Stekkjargili en ofan við Stekkhústún er Kollumelur. Neðan við Stekkhústún, utarlega, heitir Stekkabakki og neðan hans heitir Stekkaklöpp.

Framan við Húsavíkurtún er Dallandspartur í samnefndu túni og nær það frá Hólshúsalæk að neðan, móts við nýja kirkjugarðinn og út að Húsavíkurlæk. Neðsta stykkið móti Borgum heita Torfgrafir. Þá koma Fit móts við Vindhól, en í henni er Gvendarbrunnur, lind kennd við Guðmund biskup góða. Ofan Fitjar er Götuhústún, þá Langiteigur upp að götum. Fremst er Brekka, þá Efratún. Ofan Partstúns er hóll er Háhóll heitir. Innan við Partstún eru Hólshús í samnefndu túni er nær frá árbakkanum og upp að Háhól. Neðst innan við Árgarðinn heitir Byrgistún og liggur það inn bakkann að Svarðargröfum og upp að læk sem kemur úr Blánni og heitir hann PyttalækurHólshúsalækur kemur úr Stekkagilslæk undir Björgum og þegar hann kemur niður framan hólsins sker hann túnið rétt við bæinn og fellur gegnum það og sameinast Pyttalæk í Árgarðinum og fellur í Víkúrána rétt innan við fjörurnar. Neðsta stykkið fyrir utan læk, á móti Torfgröfumá Parti, heitir neðst Bjarnatún, þá Gissursþýfi, því næst Fit ogGvendarbrunnsþýfi. Þá er Brekka og þar er Hólshúsabærinn utan við lækinn. Utan lækjar kallast Óberja upp í Brekkunni, þá Lághóll fram á Háhólnum. Þetta er allt utan lækjar en framar lækjar og ofan Pyttalækjar heitir Stekkhústún Blá og upp með læknum. Fram af bænum eru Lambhústún, þá Grund upp móts við Lághól upp með læknum að framan. Innan við Byrgistúnið, meðfram Víkurá, heita Hvammar. Ystur er Berjahvammur, þá Miðhvammur og loks Innstihvammur og nær hann að Dallandsá. Innan við Byrgistún ofan við Hvammabakka eru Svarðargrafir og yst í þeim eru Álftavíkur-Svarðargrafir. Þar var mór tekinn frá Álftavík því þar var ekki mótekja. Ofan við Svarðargrafir er Hólshúsabláin og liggur hún framan túnsins að Grundinni og upp að Mónum. Innan við neðstu Svarðargrafirnar er túnblettur sem heitir Skallaból og innan við það er Langholt sem nær inn á móts við Innstahvamm yst. Langholtið liggur ofan við Hvammana. Austan og vestan við það er mýri með svarðargröfum og er það land kallað innan við LangholtHólshúsablá nær frá túni og að innri Langholtsenda. Ofan við blána eru móahryggir og liggja flestir í suður og norður. Framan við Hólshúsagrund heitir Ystimór, þá Miðmór og Langimór og síðan Innstimór utan við Dalland. Þá er Ásmundarmýri utan og ofan við Dallandstún fyrir utan Dallandsá. Efst á mónum er melhryggur er liggur austur og vestur og heitir Botnabrún og nær inn að Botnalæk á móts við Grímsbrekkur og ofan við Ásmundarmýri er Ytri- og Innri-Helgulág og ná þær upp undir Botnabrúnir. Innan við Helgulágar er Snjóbotn neðan í Botnabrúninni. Innan við Snjóbotn eru melar inn að Dallandsá og eru þær kallaðar undir Botnabrún fremst, inn að BotnalækDallandsá myndast aðalega af tveimur lækjum, Botnalæk og Grímsbrekkulæk. Þeir falla saman utan við Króarás og heita þá Dallandsá. Hún fellur síðan gegnum túnið, fast utan Dallands og kallast Heimatún túnið innan hennar. Dallandsá fellur síðan í Víkurána innan við Innsta-Hvarmm.
Úttún
heitir utan Dallandsár meðfram Víkurá. Eyri heitir upp með VíkuránniKróarásmýri og inn að Hlaupmýrum. Inn með Víkurá, fyrir innan Háholt, kallast milli Hlaups og bæjar, inn að Hlaupi og upp að Króarás. Innan Hlaups er Hlaupmýrin og Gróf fyrir innan hana frá Víkurá og upp með GunnhildaráStrípum. Í Víkuránni, niður úr Grófinni, er foss og í Gunnhildaránni er hár foss er heitir Selfoss. Þetta stykki er nú hefir verið talið er kallað einu nafni Lágvíkin að norðan. Í Dallandstúni, meðfram Dallandsá, kallast Smiðjukofatún en framan við það er Háholtið en ofan við það kallast SundStekkjargilslækur kemur undan miðjum Efri-Sléttum og fellur fram af Neðri-Sléttum, utan við Skorukinnarhnaus og niður Skorukinn milli Hnausa og fram af Björgum. Þegar hann kemur þar niður skiptist hann um Urðarhólinn og fellur þá úr honum, fram og ofan Hólshúsa, Húsavíkurlækur framan og ofan við melana en niður við Nautaklifsmýri og framan við Hól eins og að framan er sagt. Utan við Stekkjargil kallast „á milli gilja“ og þar neðan við heita Nafir. Þá kemur Ystagil og í því rennur Ystagilslækur en hann kemur úr Eggdal. Þá kemur Naumijaðar og svo Skriður. Upp af Skriðum er Rauðitindur. Framan og neðan við Rauðatind er Svínahjalli. Þar innan við er GeitahjalliStekkagilslæk. Inn með Björgum, stykkið á milli Húsavíkurlækjar og Stekkjargilslækjar heitir Melar. Ofan við Hólinn, upp frá Parti, heitir Hólsmýri milli Húsavíkurlækjar og Hólshúsalækjar. Þá heitir Sveinsgrófarmelur á milli sömu lækja. Framan við Urðarhól og ofan við Hólshúsalæk er Nautaklifsmýri og Nautalifið fyrir ofan í því er Nautaklifshjalli. Innan við Nautaklifsmýri eru Smáhólar og upp frá þeim, framan við Nautaklifshjalla, eru Hryggir. Innan við Smáhóla er Smáhólamýri og nær hún ofan að Ystamó. Ofan við mýrina eru Hrútsenni og út og upp af því er Fagraenni en ofan við Hrútsenni er Langalág. Innan hennar er Langihryggur og nær hann niður í Botnabrún. Innan við Langahrygg er TjarnarbotnBotnum og inn á Botnahnaus sem er á miðri Botnabrún, upp af Helgulágum. Rauðitindur er í norðaustur frá Húsavík, ofan við hann heitir Kaplaskarð, þá Eggjar, upp að Stígshalli. Framan við Kaplaskarðið er Eggdalurinn, þá Egghryggur og nær hann upp á Sléttuenda yst. Innan við Egghrygg heitir Geitastígur upp af Geitahjallanum. Þá er Miðhnaus og Fremstihnaus. Næst er Skorukinnin og Skorukinnarhnaus, neðan við Sléttubrýrnar. Rákir neðan í Sléttum Egghrygg heita Torfutær en af Skorukinnarhnaus er rák inneftir og heitir hún Slétturák. Hún nær inn í Geldsauðabotna. Innan við Skorukinnar er Nautaklifið og Sjónarhraun. Botnar eru fyrir ofan Fagraenni, Langahrygg, Tjarnarbotn og inn á innri enda á Botnabrún og upp að Botnalæk.
Innan við Nautaklif en ofan við Hryggi er Sjónarhraunið. Þar er Sjónarhraunstjörn. Innan við Sjónarhraunið eru Nautabalar inn að Siggugjáarlæk. Neðan í Nautabölum heitir Ytra- og Innra-Kollugerðisengi. Er það ofan við Botnalæk en utan SiggugjárlækjarKollugerði mun hafa verið býli sem enginn veit hvenær var í byggð en mun hafa staðið í miðju enginu við Botnalækinn. Siggugjáarlækur kemur upp fremst í Efri-Sléttum og fellur til suðurs, niður Geldsauðabotna, niður Siggugjá sem er í klettabeltinu fram úr Neðri-Sléttunni, niður með Nautabölum og Innra-Kollugerðsengi og sameinast þar Botnalæknum. Innan við Nautabala og Kollugerðisengi eru Skollaskot og ná á móts við innri enda á Botnabrún. Innan og ofan við Skollaskot er Hallinjaðar. Þá er Grímsbrekka en stykkið neðan hennar kallast „undir Grímsbrekku“ milli Botnalækjar og Grímsbrekkulækjar sem verður til úr mörgum lækjum og uppsprettum í Sjóásmýri. Hann sameinast Botnalæk neðan Grímsbrekku og heitir þá Dallandsá. Innan við Grímsbrekkulæk og Króarás er Króarásmýrin en ofan hennar er Stóriás og Stóraásenni sem takmarkast af GrímsbrekkulækStrípum. Ofan við Hallinjaðar eru Hólshúsahöll. Þá kemur Snjóásmýri niður að Stórás og upp að Neðri-Baulukletti. Þá er Snjóás inn með Hraunum að Gunnhildará. Efst í Snjóás við ána er Hraunkriki en neðst ofan við Steinboga og upp með Gunnhildará eru Snjóásenni upp á móts við Grímshóla inn við ána. Neðri-Sléttur heita utan frá Sléttuendum sem fyrr eru taldir og inn að Geldsauðabotnum sem eru ofan Nautabala og Sjónahrauns. Skorukinn og Egghryggur eru neðan við Efri-Sléttur. Innan við Efri-Sléttur eru Geldsauðabotnar, þá Efri- og Neðri-Bauluklettar. Þá koma Hraunin inn að Gunnhildará, ofan við Snjóás og Hraunkrika. Innan við Efri-Bauluklett og ofan Hrauna eru Hraunablalar inn að Þvergili sem nær frá Gunnhildará og upp í Efri-Sléttur. Þá er Gunnhildardalur. Herjólfsvíkurbotnar eru upp úr Gunnhildardalsjöðrum. Vestan í Efri-Sléttum í Herjólfsvíkurbotnum er strípur sem heitir Halldórustrípur. Þar varð úti stúlka er Halldóra hét Jónsdóttir, árið 1871. Var hún niðursetningur og var á leið til Húsavíkur. Fannst hún 2. maí 1875. (Leiðr: Var á leið til Borgarfjarðar yfir Húsavíkurheiði en viltist af leið hingað. HMA).

Yst í heimaskriðunum er svokallað Skot. Það er upp af Illufjöru og nær upp í Rauðatind. Þar er mjög snjóflóðahætt. Utan við Skot heitir Litlanes. Þá er Geldingsgil, þá Kolbeinsnes en fjörurnar heita Ytri- og Innri-Kolbeinsnesfjörur. Upp yfir Ytri-Kolbeinsfjöru heitir Skálasnið er nær upp í Kolbeinsnesbrýr. Utan við Skálasnið er Skriðugil og undir því er Skriðubás og Skriðugilshellir. Yst undir Skálanesskriðum heitir DysbásSkálanestangi heitir heimast á nesinu en Bæjarjaðar utan við skriðurnar. Vogurinn vestan við tangann er Skálavogur. Austan við tangann er Garðhellir og Rauðsbás er þar fyrir utan. Þá er Ytri-Tangi, Slétta, Bæjartættur og Bæjarfjara niður af en Bæjarklettar þar uppaf. Utan við Bæjarfjöru heitir Móskjóna. Því næst er Illibás og upp yfir honum er Græniblettur og þá Kaplahryggur sem nær niður á bakkana og upp á brýr. Niður af Kaplahrygg er Fremri-Langamöl, þá Skálahellir, Rif og Ytri-Langamöl. Fram af Rifi er Kirkjustapi með grastorfu á kolli. Ofan við Rifshóla er Kaplabotn en Rifshólar eru utan við Kaplahrygg og ná þeir út að Ytri-Löngumöl. Utan við Rifshóla er Stórabrekka upp yfir Ytri-Löngumöl, utar en Stórasteinsjaðar og nær hann í Blábjörg. Upp yfir Blábjörgum eru Laskatorfur. Upp úr Stórasteinsjaðri er Hvammsskarð. Upp af Stórubrekku heita Stórubrekkustallar og ná þeir upp í Eggjar. Upp af Kaplahrygg heita Innri-Þóreyjarbotnar og ná þeir upp a Stígshalli. Innan við Stórubrekkustalla heita Blikkolluhamrar Ytri- og Innri-. Upp af Bæjarklettum heitir Bæjarflötur og upp af honum er Skálanesheiði. Kolbeinsbrýr ná upp af Kolbeinsnesi inn að Rauðatindi. Fram af Rifi er Skálanessker. Þá hafa örnefni verið talin á Skálanesinu.

Boðar og sker við Húsavík.

Boðar og sker eru meira og minna fyrir löndum Húsavíkur. Fram af Dragsbás sem er syðsta fjara í Húsavík eru svokallaðar Bökur. Hafnarnesboði er fram af Hafnarnesi. Hlass er aðeins laust við Hafnarnesið, milli boða og lands. Sölvasker er fram af Selaþúfu og norður af því er Kambsboði. Fram af Króknum eru miklar flúðir sem kallast Bökur. Að öðru leiti er víkin hrein norður að lendingunni.

Syðst í Höfninni er flúð, 50 m frá landi sem kemur upp úr á stórstraumsfjöru. Hún er um fjórir metrar á kant og kallast Kerling. Svo koma Klappirnar með smá flúðum í kring. Norðurvíkin er mjög óhrein, víða flúðir. Meðfram Skálanesi eru einlægar flúðir og sker alla leið að Blábjargarhorni. Mest ber á Skálanesskerjum fram af Rifi. Norðan Blábjarga er hreinna en mest ber á Herjólfsvíkurskeri. Framan af Gríðarnesi er Gríðarnesboði. Í gegnum Gríðarnesið liggja undirgöng sem hægt er að fara í gegnum á smábát og er aldimmt þegar inn er komið. Þegar farið er inn í göngin austan á nesinu er komið út norðan í því og heitir þar Þarabás og er hann undir Litluvíkurskriðum. Ef farin eru þessi undirgöng veður að vera sléttur sjór og hátt í fjöru svo báturinn rekist ekki upp í bergið.