Hvalvík


(Eftir haldriti Bjarna Steinssonar.)

HvalvíkHvalvík liggur sunnan Brúnavíkur en norðan Glettingsness. Sjóvíkin er lítil og grunn en landið grösugt og gróðursælt og gott haglendi fyrir fénað. Löndum Glettingsness og Hvalvíkur skiptir afar djúpt og mikið klettagil er liggur úr eggjum ofan í sjó fram um ófær flug. Gil þetta nefnist Gusugil en flugin Gusugilsflug. Innan gilsins heita Fláar. Þá er fjallið Glettingur sem er sérkennilegt fjall. Þá heita Skriður ogRekamýri.

Syðst við sjóinn er Gusugilsbás, Teistuurð, Langibás og Fossbás. Innan viðGletting er Víðidalsskarð er fara má til Kjólsvíkur. Þá erVíðidalsfjall og Syðravarp. Súlutindur sem er mjög ljósleitt líparítfjall 605 m. Austan íSúlutindi er hjalli er Hall heitir og er hann í líkri hæð og Súluskarðið ogSyðravarp. Um Súluskarð, Hall og Syðravarp liggur reiðgata fráBrúnavík til Breiðuvíkur og annarra suður-Víkna. Utan Súluskarðs að norðan erGeldingahnúkur, þá Geldingaskörð en neðar Geldingadalur og Innmýrar. UtanGeldingaskarða er Dagmálafjall 548 m.   Utar en á því miðju er drangstrýta mikil er Eiturtindurnefnist.

Sunnan í Dagmálafjalli heitir Hvolf en Útmýrar neðar. Þá koma Grafningur,Einbúi, Bæjarhryggur, Efri- og Neðri-Bæjarhjallar, Bæjartjörn ogBæjarstæði. Norður með landi víkurinnar heitir Urðarsker og Æðarsker. Upp afÆðarskeri er Æðarskerssandur og er gengt á hann af Hvalvík. Upp af sandinum erBæjarhjallaflug og eru þau ógeng. Eftir víkinni fellur Hvalvíkurá í sjó fram í fossi.Hvalvík var í byggð á fyrri hluta 19. aldar (til 1842) og stóð bærinn á fyrrnefndu Bæjarstæði og sjást þar tóftarbrot.