Viðbragðsáætlun vegna áfalla

Starfsmenn Grunnskólans

Sigþrúður Sigurðardóttir skólastjóri s. 866-3413
Jóna Björg Sveinsdóttir umsjónarkennari s. 862-7865
Sylvía Ösp Jónsdóttir leiðbeinandi á leikskóla s. 771-9685
Alda Marin Kristinsdóttir s. 847-6887
Jóhanna Óladóttir skólaliði/matráður s 861-9964

Önnur símanúmer
Sr. Þorgeir Arason prestur s. 8479289
Heilsugæslan Egilsstöðum s. 470-3000
Skólaskrifstofa Austurlands s. 470-5050
Jón Þórðarson sveitarstjóri s. 862-6845
Áhaldahús s. 898-2851
Björn Skúlason starfsmaður áhaldahúss s. 867-2758
Kjartan Ólason starfsmaður áhaldahúss s. 869-9888

 

Áfallaráð

Í áfallaráði sitja skólastjóri og umsjónarkennari/umsjónakennarar þess nemendahóps sem fyrir áfallinu verður.

1.  Almennt um áföll

Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé vel undir það búið að takast á við þá erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum. Einnig er mikilvægt að starfsfólk skólans geti í viðbrögðum sínum tekið tillit til hefðar og reynslu varðandi viðbrögðum við áföllum. Nauðsynlegt er að samkomulag ríki um hvernig bregðast eigi við áföllum. Þessa áætlun á allt starfsfólk skólans að styðjast við þegar áfall dynur yfir. Skólasjóri og áfallaráð eru ávallt í viðbragðsstöðu ef upp kemur áfall í skólanum. Mikilvægt er að upplýsingar um áföll er tengjast skólanum, nemendum og starfsfólki berist strax til áfallaráðs.

-      Skólastjóri og áfallaráð sjá um að nemendur skólans fái viðeigandi þjónustu ef þeir verða fyrir áfalli.
-      Skólastjóri og áfallaráð sjá til þess að starfsfólk skólans fái fræðslu í undirstöðuatriðum andlegrar skyndihjálpar.
-      Skólastjóri og áfallaráð heldur utan um að safna gögnum og lesefni sem gæti komið að gagni vegna áfalla er tengjast skólanum.
-      Öll gögn skulu vera á einum stað, öllum kunnug og aðgengileg.
-      Áföll og sorg geta verið af ýmsum toga. Sorg er ekki ein tilfinning heldur tilfinningaferli sem tekur tíma að vinna sig í gegnum og er ekki hægt að hraða því ferli. Hvort sem okkur
finnst áföllin stór eða smá er nauðsynlegt að veita stuðning.

-     Ef alvarlegt slys eða áfall á sér stað í sumarleyfi er nauðsynlegt að greina starfsfólki skólans frá því og huga að viðbrögðum.

 

2. Hvað er áfall?

Áföll geta verið margs konar, t.d.

-     Andlát.
-     Langvarandi og/eða alvarleg veikindi.
-     Alvarleg slys s.s. flugslys, bílslys, eldsvoðar.
-     Sjálfsvíg.
-     Stórslys, náttúruhamfarir s.s. jarðskjálftar, snjóflóð, eldgos, ofsaveður, fárviðri, flóð.
-     Líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi s.s. nauðgun, líkamsárás.
-     Líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á börnum eða alvarleg vanræksla barna.
-     Heimilisofbeldi.
-     Verða vitni að alvarlegu ofbeldi.
-     Samfélagslegt ofbeldi s.s. stríðsátök.

Fólk sem lent hefur í áföllum sýnir mismunandi einkenni streitu og í mismiklum mæli. Oft er annars vegar talað um langvarandi álag og hins vegar bráðaeinkenni. Mikilvægt er að allir starfsmenn skólans sýni barninu/samstarfsfélaga nærgætni og tillitssemi og beri virðingu fyrir tilfinningum þess, hvernig sem þær brjótast út.


3. Aðgerðaráætlun ef áfall verður

Kalla saman fund hjá áfallaráði í byrjun nýs skóladags, ef mögulegt er, annars eins  fljótt og unnt er. Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig brugðist verður við hverju og einu atviki en viðbrögð geta til dæmis verið eftirfarandi:

-      Hafa samband við prest, skólahjúkrunarfræðing, nemendur, aðstandendur og skólaskrifstofu.
-      Útbúa staðlaðar upplýsingar fyrir þá sem svara í síma.
-      Skoða skólaskipulagið með tilliti til breytinga.
-      Skoða skólahúsnæðið með tilliti til þess hvar hægt er að vera
-      Kalla saman starfsmannafund, helst áður en kennsla hefst. Þar séu kennarar og starfsfólk upplýst um stöðu mála og skipulag skóladagsins kynnt.
-      Taka ákvörðun um hvað skólinn ætlar að gera. Hver eru viðbrögð skólans?

Athugið að brýna fyrir starfsfólki að svara ekki fréttamönnum um áföll er tengjast skólanum, starfsmönnum eða nemendum hans. Skólastjóri er í forsvari fyrir skólann og veitir upplýsingar. Ávallt skal benda fréttamönnum á að skólastjóri svari fyrir hönd skólans.

Athuga að nauðsynlegt er að bera allar aðgerðir undir viðkomandi foreldra/forráðamenn til samþykkis og hafa þá með í ráðum frá upphafi.

 

3.1     Viðbrögð samdægurs við andláti nemanda utan skólans

-     Skólastjóri fái andlátið staðfest og réttar upplýsing ar um aðdraganda þess.
-     Áfallaráð er kallað saman og skiptir verkum við framkvæmd á viðbrögðum við andlátinu. Meðal annars þarf að útbúa staðlað bréf til forráðamanna þar sem greint er frá því sem
      gerðist og einnig sagt frá því hvernig skólastarf verður næstu daga.
-     Tilkynna skal andlátið nánum skyldmennum hins látna ef þau eru við nám eða störf innan skólans áður en öðrum er tilkynnt það.
-     Starfsmönnum skólans er tilkynnt um andlátið í næstu frímínútum og réttar upplýsingar gefnar um tildrögin.
-     Umsjónarkennarar annarra bekkja flytji nemendum sínum fregnina í næsta tíma.
-     Skólastjóri og prestur tilkynni andlátið strax í næsta tíma í viðkomandi bekk. Þeir gæti þess að gefa réttar upplýsingar um tildrögin og dreifi bréfi skólastjórnenda til forráðamanna.
-     Mikilvægt að athuga hvort einhverjir nemendur eru fjarverandi svo unnt sé að koma skilaboðum til þeirra.
-     Foreldrum nemenda í viðkomandi bekk er tilkynnt um atburðinn og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í skólann ef þörf er talin á því.
-     Gæta þarf þess að vinir nemanda utan bekkjarins fái sömu aðstoð og bekkjarfélagar. Gefa þarf nemendum tækifæri til að ræða um atburðinn, um nemandann, lífið og dauðann.
       Prestur og áfallaráð er til aðstoðar ef þörf krefur.
-      Í kjölfar tilkynningar sé kveikt á kerti og lesið ritningarorð eða farið með bæn. Framkvæmd þessa þáttar hverju sinni taki mið af aðstæðum s.s. tildrögum andláts, aldri nemenda
       o.s.frv. Sýnið eigin sorg en missið ekki sjálfstjórn. Nemendum sé gefinn góður tími fyrir viðbrögð og spurningar. Flaggað skal í hálfa stöng. Reynt skal að halda uppi eins eðlilegu
       skólastarfi hjá öðrum bekkjum og unnt er.
-     Skólastjórnendur sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Í lok skóladags skal fundað í áfallaráði ásamt umsjónarkennurum þar sem farið er yfir stöðu mála og áætlanir gerðar
       um áframhaldandi vinnu. Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda viðkomandi og koma samúðarkveðjum áleiðis næstu daga á eftir.

Vinna í viðkomandi bekk næstu daga:

-     Umsjónarkennari tekur á móti bekknum sínum í fyrstu kennslustund næstu daga.
-     Kveikt á kerti og það látið loga fram yfir útför.
-     Bekkurinn undirbýr samúðarkveðju og/eða skrifar minningargrein. Einnig geta börnin skrifað bréf, sögur eða teiknað myndir.
-     Eigur nemandans eru fjarlægðar út kennslustofunni smám saman, alls ekki allt samtímis. Jafnvel á að leyfa sæti viðkomandi að vera autt í einhvern tíma.
-     Nemendum greint frá því hvað gerist næstu daga, það er kistulagning og útför. Þá er gott að hafa prest með sér í þá umræðu.
-     Ef nemendur ætla sér að vera viðstaddir útförina er nauðsynlegt að forráðamenn fari með börnum sínum.
-     Meta skal hvort aflýsa eigi skóla á meðan á útför stendur.
-     Flagga skal í hálfa stöng á útfarardaginn.

Útför

-     Skólastjórnendur eða umsjónarkennari skrifi minningargrein frá skólanum og mæti í jarðarförina sem fulltrúar skólans.
-     Flagga skal í hálfa stöng.
-     Skólastjóri kallar forráðamenn nemenda í umsjónarbekk og umsjónarkennara á fund einum til tveimur dögum eftir tilkynningu og ákveðið er í sameiningu hvernig nemendunum er
      hjálpað í gegnum sorgarferlið. Það má gera með ýmsu móti og tekið skal tillit til aldurs og þroska nemendanna.
-    Mynd af þeim látna og kerti er haft á borðinu hans fram að jarðaför. Það er síðan sett t.d. upp á vegg og haft þar út skólaárið.
-    Nemendur fá að ráða hvað skuli gert við borð hins látna, oft er það látið standa autt út skólaárið eða besti vinur hins látna sest þar.
-    Nemendur fái aðstoð við að skrifa minningargrein og minningabók handa aðstandendum.
-    Nemendur færa aðstandendum blóm.
-    Mikilvægt er að umsjónarkennari gefi nemendum ákveðinn tíma á hverjum degi t.d. í síðasta tíma til að viðra tilfinningar sínar s.s. reiði, sektarkennd og örvæntingu. Einnig til að skýra
     út aðstæður og koma í veg fyrir misskilning og rangtúlkun.
-    Prestur fræði nemendur um útförina og kanni þátttöku í henni.
-    Æskilegt er að fá þann prest í heimsókn sem mun jarðsetja svo börnin kynnist honum.
-    Æskilegt er að forráðamenn fari með börnum sínum í jarðaförina.

Kennari verður að sjá til þess að hann fái sjálfur stuðning og hjálp. Það er mikið álag að vera rólegur, yfirvegaður og sterkur í þessari aðstöðu.

Kennari þarf að hafa einhvern sem hann treystir innan skóla eða utan skóla, t.d. prest. Ákveðið skal fyrirfram hvenær og hvar samtölin fara fram, ekki nota frímínútur, kaffistofu eða ganga til að ræða þessi mál.

3.2      Viðbrögð samdægurs við andláti starfsmanns utan skólans

-     Skólastjóri fái andlátið staðfest og réttar upplýsingar um aðdraganda þess.
-     Áfallaráð er því næst kallað saman og útbúið bréf til forráðamanna nemenda í samráði við skólastjóra. Sé starfsmaður umsjónarkennari skal metið hvort haft er samband við
      forráðamenn nemenda og þeim boðið að vera viðstaddir þegar umsjónarbekknum er tilkynnt andlátið.
-     Skólastjóri og prestur tilkynna andlátið nánum skyldmennum hins látna, sem eru við nám eða störf innan skólans áður en öðrum er tilkynnt um það.
-     Starfsmönnum skólans er tilkynnt um andlátið í næstu frímínútum og réttar upplýsingar gefnar um tildrög þess.
-     Umsjónarkennari flytji nemendum sínum fregnina í næsta tíma og dreifi til þeirra bréfi skólastjórnenda til forráðamanna.
-     Mikilvægt að athuga hvort einhverjir nemendur eru fjarverandi svo unnt sé að koma skilaboðum til þeirra.
-     Skólastjóri og umsjónarkennari taka ákvörðun um hvort fella eigi niður kennslu þennan dag.
-     Sé starfsmaður sérstaklega tengdur hópi nemenda t.d. umsjónarkennari þá þurfa skólastjórnendur og meðlimir áfallaráðs að annast tilkynninguna og vera reiðubúnir að mæta
      viðbrögðum bekkjarins.
-     Flaggað skal í hálfa stöng.
-     Reynt skal að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og unnt er. Skólastjóri sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna.

Útför
-     Ef viðkomandi er umsjónarkennari kallar skólastjóri forráðamenn á fund og ákveðið er í sameiningu hvernig nemendunum er hjálpað í gegnum sorgarferlið. Það má gera með ýmsu
      móti, til dæmis með því að aðstoða nemendur við að skrifa minningargrein og minningabók handa aðstandendum eða nemendur færa aðstandendum blóm.
-     Prestur fræði nemendur um útförina og kanni þátttöku.
-     Æskilegt er að fá þann prest í heimsókn sem mun jarðsetja svo börnin kynnist honum.
-     Æskilegt er að forráðamenn fari með börnum sínum vilji þau fylgja kennara sínum til grafar.
-     Skólastjóri skrifi minningargrein frá skólanum og mæti í jarðaförina sem fulltrúar skólans.
-     Flagga í hálfa stöng.

3.3      Viðbrögð samdægurs við andláti í skóla

-     Eigi andlát sér stað í skóla á skólatíma skal skólastjóri kalla til lögreglu, prest og lækni sem sjá um að aðstandendur fái réttar fréttir um málið áður en aðrir fá vitneskju um það, svo
      sem fjölmiðlar eða aðrir í samfélaginu.
-     Kennarar þurfa að gæta þess að halda nemendum í stofu.
Sýni fjölmiðlar áhuga er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar. Að öðru leyti skal fylgt leiðbeiningum í köflum 1 og 2 eftir því sem við á.

3. 4 Viðbrögð samdægurs við andláti aðstandanda nemanda.

-      Látist foreldri eða annar náinn aðstandandi nemanda skal skólastjóri greina starfsfólki skólans frá því. Einnig skal viðkomandi bekk tilkynnt það sérstaklega að nemandanum
       fjarstöddum.
-      Ef aðstandendur tilkynna umsjónarkennara um andlát, skal umsjónarkennari tilkynna skólastjóra það strax.
-      Nemandanum skal tryggð aðstoð fagaðila  eftir því sem þörf krefur
-      Að öðru leyti skal haft samráð við viðkomandi fjölskyldu um viðbrögð.

 

3.5 Viðbrögð við langvarandi og/eða alvarlegum veikindum

-     Skólastjóri greinir starfsliði frá því ef einhver úr hópi þeirra eða nemenda þarf að vera langdvölum burtu frá starfi vegna alvarlega veikinda. Þetta skal gert í samráði við
       starfsmann/fjölskyldu hans eða forráðamenn nemendans, eftir því sem við á.
-      Áfallaráð ákveður hvernig skuli taka á málinu og metur hve mikið skal vinna með viðkomandi bekk.
-      Aðilar úr áfallaráði, ásamt umsjónarkennurum, ræða við og vinna með nemendum í einstaka bekkjum sem tengjast málinu.
-      Athuga skal hvort heimsóknir séu heppilegar eða æskilegar.
-      Sýna þarf veikindunum virðingu án þess þó að velta sér upp úr þeim. Meðal annars geta nemendur sent kveðju, svo sem bréf, blóm, póstkort eða annað sem umsjónarkennari hefur
       umsjón með.
-      Nemendum er gefið tækifæri til að ræða málið í bekknum og spyrja spurninga að svo miklu leyti sem það er við hæfi.

Þegar nemandi snýr aftur í skólann:
-      Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir það hvernig taka skuli á móti viðkomandi þegar hann kemur aftur í skólann. Það getur auðveldað nemandanum endurkomuna.Slíkt er gert í
       samráði við nemandann, forráðamenn og í sumum tilfellum sérfræðinga nemandans sem hafa með hans mál að gera.
-     Umsjónarkennari, ásamt aðila úr áfallaráði, ræðir við nemandann áður en hann kemur í skólann og hlustar eftir því hvernig honum líður og hverju hann kvíðir. 
-     Umsjónarkennari og skólahjúkrunarfræðingur veita viðkomandi nemanda sérstaka athygli næstu vikur.


3.6     Viðbrögð við slysum

-     Skólastjóri greini starfsliði og nemendum frá því ef einhver úr hópi þeirra hefur lent í alvarlegu slysi og þarf að vera langdvölum burt úr skóla/starfi af þeim sökum.
-     Skólastjóri og /eða umsjónarkennari greini viðkomandi bekk og starfsliði frá alvarlegu slysi í fjölskyldu nemenda/starfsmanns.
-     Verði alvarlegt slys á nemanda í skólanum á skólatíma skal skólastjóri hafa samband við aðstandendur. Einnig boðar skólastjóri kennara og starfsfólk á fund ef slysið er alvarlegt.
-     Verði minniháttar slys þá tilkynnir umsjónarkennari það.
-     Skólastjórnendur gæti þess að enginn fari heim með rangar eða misvísandi upplýsingar um málið. Í því sambandi gæti þurft að senda bréf með helstu upplýsingum heim með
      nemendum.
-     Verði slys á starfsmanni í skólanum á skólatíma skal skólastjóri hafa samband við aðstandendur.
-     Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar.
-     Sýna skal atburðinum virðingu án þess þó að velta sér of mikið upp úr honum til dæmis getur bekkurinn sent viðkomandi kveðju.
-     Sýni fjölmiðlar áhuga er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar.

Þegar nemandi snýr aftur í skólann
-    Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir það hvernig taka skuli á móti viðkomandi þegar hann kemur aftur í skólann. Það getur auðveldað nemandanum endurkomuna.
-    Umsjónarkennari, ásamt aðila úr áfallaráði, ræðir við nemandann áður en hann kemur í skólann og hlustar eftir því hvernig honum líður og hverju hann kvíðir.
-    Umsjónarkennari og skólahjúkrunarfræðingur veita viðkomandi nemanda sérstaka athygli næstu vikur.


3.7      Viðbrögð við sjálfsvígum

Vinnuferli við sjálfsvígum er það sama og þegar um annars konar andlát er að ræða en þó er vert að hafa eftirfarandi í huga:
-     Nauðsynlegt er að bera allar aðgerðir skólans undir viðkomandi foreldra/forráðamenn til samþykkis og hafa þá með í ráðum frá upphafi
-     Undirbúa þarf skriflega yfirlýsingu fyrir kennara eða þann sem segir frá sjálfsvíginu til að styðjast við. Þar skulu koma fram staðreyndir án smáatriða.
-     Upplýsingar þurfa að liggja fyrir til að senda aðstandendum bekkjarfélaga viðkomandi.
-     Gera þarf áætlun um að greina áhættuhóp.
-     Minningarathafnir eiga ekki að vera umfangsmeiri en venja er við önnur dauðsföll.
-     Það á ekki að tileinka hinum látna neinn sérstakan atburð í skólastarfinu.
-     Hvetja skal nemendur til að fara í útförina óski þeir þess og þá í fylgd foreldra eða forráðamanna.
-     Vera þarf á varðbergi og koma aftur að þessum málum ef ástæða þykir til þess.


Áfallaaðstoð eftir sjálfsvíg beinist að eftirfarandi:

-     Gera samnemendur meðvitaða um að enginn getur borið ábyrgð á sjálfsvíginu, annar en sá sem tók sitt eigið líf.
-     Leyfa nemendum að tjá tilfinningar sínar.
-     Gefa nemendum tækifæri til að upplifa sársaukann og sorgina.
-     Tala um leiðir til að fá athygli og til að leysa úr vanda.
-     Gefa nemendum tækifæri til að skrifa samúðarkveðju til fjölskyldu og vina hins látna.
-     Hvetja skal til þess að rætt sé um sjálfsvígið og hvað hægt sé að læra af því.
-     Benda á hjálparsíma Rauða krossins, s:1717 en símtöl þangað eru gjaldfrjáls.


3.8      Aðrar aðstæður sem geta falið í sér áfall fyrir nemendur skólans

Ýmsar aðrar aðstæður sem geta komið upp og geta hugsanlega valdið áfalli hjá nemendum eru til dæmis:

-     Langvarandi/alvarleg veikindi aðstandenda nemenda
-     Alvarlegt slys aðstandenda nemenda.

Í þessum tilfellum, sem og öðrum sem starfslið skólans telur geta flokkast undir áfall fyrir nemendur, er það í höndum skólastjóra og áfallaráðs að ákvarða viðbrögð. Þetta skal gert í samráði við þá aðila er málið varðar. Öllum ábendingum skal komið til skólastjóra sem er ábyrgur fyrir að upplýsa áfallaráð um atvikin og kalla þá saman fund til að ákveða framhaldið.