Bókasafn

Bókasafnið er vistað í sömu stofu og tónlistarkennsla fer fram.

Nemendur nota bókasafnið að vild. Ef þeir vilja fá lánaðar bækur heim hafa þeir samband við kennara sem skrá þær í til þess gerða bók.
Bókasafnið er einnig  notað sem kennslurými við hentugleika og nemendur geta nýtt það til vinnu.

Skólinn fær reglulega bækur sendar frá bókasafninu á Egilsstöðum, svokallaðan bókakassa, og því hægt að óska eftir ákveðnum bókum hverju sinni.