Fundargerðir 2011

                                                     Fundargerð                                     19121120

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2011 mánudaginn 19. des. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1.                                                                             Fjárhagsáætlun 2012 síðari  umræða

      Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 borin undir atkvæði og samþykkt einróma.

Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.

Skatttekjur:                            43.393

Heildartekjur:                         97.415

Afkoma A-hluta:                     3.488

Samtala A og B hluta:                791              

            Fjárfesting ársins er                 5.000

 

2.                                                                             Þriggja ára áætlun 2013-2015 síðari umræða

            Áætlunin borin upp og samþykkt einróma

 

3.                                                                             Almenningssamgöngur

            Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og bar upp tillögu þess efnis.  Var hún felld með þremur atkvæðum, einn var samþykktur, einn sat hjá.

            Fyrir tekið erindi frá SSA þar sem farið er fram á að Borgarfjarðarhreppur annist umsýslu fyrir SSA er varðar greiðslur frá Vegagerðinni til sérleyfishafa með  heimilisfest í Borgarfjarðarhrepp.  Hreppsnefndin samþykkir að verða við beiðninni enda leiði það ekki til fjárútláta úr sveitarsjóði. Ákvörðunin þessi gildir fyrir árið 2012.

4.                                                                             Héraðsskjalasafn

a)           Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs

Sjá bókun frá fundi 5. des. 2011

b)          Stofnsamningur

Nýr stofnsamningur var samþykktur á aðalfundi fulltrúaráðs Héraðsskjalasafnsins 25. nóv. 2011. Við atkvæðagreiðslu hafnaði fulltrúi Borgarfjaðarhrepps samningnum.  Hreppsnefndin tekur undir gagnrýni fulltrúans á 3. og 7. grein samningsins og hafnar honum í heild. Samþykkt einróma.

5.     Fundargerðir:

a)           Bunavarnir 29. fundur 08.12.2011

Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd.

6.     Skýrsla sveitarstjóra

      Í samgönguáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fjárveitingu í hafnarframkvæmdir á             Borgarfirði.  Leikskólinn Glaumbær er fluttur í húsnæði Grunnskólans.

 

      Fundi slitið kl:19:05                                      Kristjana Björnsdóttir

                                                                                        ritaði

 


   

  Fundargerð                                       05121119

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2011 mánudaginn 5. des. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

1.    Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða

            Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma.

2.    Þriggja ára áætlun 2013-2015, fyrri umræða

            Áætlunin rædd og síðan samþykkt einróma.

3.    Almenningssamgöngur

            Undir þessum dagskrárlið þóttu fundargöng ekki fullnægjandi og var            afgreiðslu því frestað til næsta fundar.

4.    Héraðsskjalasafn: a) Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs, b) Stofnsamningur

            a) Fundargerð lögð fram til kynningar og rædd.

            b) Fyrir lágu drög að nýjum stofnsamningi fyrir Héraskjalasafn Austfirðinga           sem stjórn safnsins lagði fyrir fulltrúaráð á aðalfundi 25. nóv. 2011. Eftir       umræður ákvað hreppsnefnd að fresta afgreiðslu.

5.    Bréf: Frá jöfnunarsjóði

            Bréfið varðar umsókn Borgarfjarðarhrepps vegna íþyngjandi kostnaðar við rekstur             Grunnskóla Borgarfjarðar. Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs lagði til á fundi sínum 27. okt. s.l. að umsóknin verði tekin til afgreiðslu þegar fyrir liggja endanlegir          útsvarsstofnar sveitafélaga fyrir árið 2010.

6.    Fundargerðir: a)Skólaskrifstofa 11.11.2011, b) Almannavarnanefnd 28.11.2011

            a) Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd. Fram kemur að fjárhagsáætlun      Skólaskrifstofunnar fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir halla upp á 6 miljónir sem er mætt með því að gengið er á sjóð sem ætlaður er til þess að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Hreppsnefndin lýsir áhyggjum af því að gengið skuli frá fjárhagsáætlun með þessum hætti.

            b) Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd. Almannavarnanefndin heitir nú  Almannavarnanefnd Múlaþings.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

            Lagt fram endanlegt uppgjör vegna Hafnarhólma fyrir árið 2008. Rætt um kaup      á búnaði til slökkviliðsins.

            Fundi slitið kl: 20:20                                                   Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

 


 

                                      

                                                      Fundargerð                                       30111118

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2011 miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Einnig var á fundinum Björn Aðalsteinsson frá SKRA.  Fundurinn er aukafundur.

 

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

 

Fundi slitið kl: 22:15                                                         Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

 

  

Fundargerð                                             19091117

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2011 mánudaginn 21. nóv. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.  Stefnt að sérstökum vinnufundi í byrjun næstu viku.

 1. Útsvarsprósenta 2012

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48%  sem er hámarskálagning.  Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

 1. Fasteignagjöld 2012

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld:kr. 12.500-  á íbúð,  kr. 7.000-  þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000-  Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu,  Sorpeyðingargjöld: 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500-  FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró.  Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.  Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,25%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

 1.    Íbúð til leigu

Íbúðin í Dagsbrún I er til leigu, tvær umsóknir bárust.  Sergei Boiko fær íbúðina leigða.

Undir þessu dagskrárlið ræddi hreppsnefnd gæludýrahald í íbúðum Borgarfjarðarhrepps, í framhaldi var eftirfarandi ákveðið: 

Óheimilt er að halda gæludýr í leiguíbúðum Borgarfjarðarhrepps nema með sérstöku leyfi.

 1. Bréf:

a.     Snorraverkefnið

b.     Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaks 2011

c.     Fjárbeiðni Stígamóta vegna 2012   

Bréfin eru öll beiðnir um fjárframlög sem hreppsnefndin telur ekki fært að verða við að þessu sinni.

 1. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga en aðalfundur fulltrúaráðs safnsins fyrir árið 2011 verður haldinn 25. nóvember.  4. liður boðaðrar dagskrár er ,,Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafnsins.” Hreppsnefnd Borgarfjarðar hefur verulegar efasemdir um breytingar sem boðaðar eru.

Fundargerð Aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 28. 10. lögð fram til kynningar.  Boðað hefur verið að manntal verður tekið á Íslandi í árslok 2011.  Ferðamálaráð auglýsir styrki til úrbóta á ferðamannastöðum umsóknafrestur er til 25. nóvember. Borgarfjarðarhreppur mun senda inn umsókn.

 

Fundi slitið kl:  20.12                                                        Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

 

 

 


 

Fundargerð                                             07111116

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. nóv. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur. Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu mætti 1750.

Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, upp tekin nýr liður nr. 6 “Uppgjör Skeggjastaðahrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna útgöngu þeirra úr SSA” aðrir liðir færast aftar sem því nemur.

1.   Fjárhagsáætlun 2012

      Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2012, stefnt að vinnu við áætlunina frá miðjum        nóvember.

2.   Fulltrúar í fastanefndir SSA

1.     Samgöngunefnd. Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson til vara.

2.     Samstarfsnefnd.  Jón Þórðarson, Jakob Sigurðsson til vara

 1. Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands

      Að óbreyttu gert ráð fyrir framlagi við gerð fjárhagsáætlunar.

 1. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

      Leitað til SSA að gæta hagsmuna Borgarfjarðarhrepps í þessu máli.

 1. Veðheimild vegna Álfheima

      Hreppsnefndin samþykkir að skuldabréf Atvinnuaukningasjóðs á þriðja og fjórða veðrétti víki fyrir láni Byggðastofnunar dags. 16.okt. 2011 og verði með fjórða og           fimmta veðrétti.

6.   Uppgjör Skeggjastaðahrepps (nú Langanesbyggð) og Sveitarfélagsins           Hornafjarðar vegna útgöngu þeirra úr SSA:
      Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur fjallað um erindi SSA vegna uppgjörs við framangreind sveitarfélög vegna úrgöngu þeirra úr Sambandi sveitarfélaga á        Austurlandi.
      Í uppgjörinu kemur fram að bæði sveitarfélögin greiða SSA hlutfallslega miðað        við íbúafjölda í lok útgönguárs að teknu tilliti til peningalegra eigna, annars vegar            og skulda og reiknaðra skuldbindinga hins vegar.  Heildarfjárhæðin sem kemur til    greiðslu skv. samkomulaginu er kr. 3.907.939.- Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar       SSA í árslok 2010 eru um 52 millj. króna og peningalegar eignir eru um 30   milljónir. Aðildarsveitafélög SSA bera hlutfallslega       bakábyrgð á skuldum SSA.
    

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps  veitir sveitarstjóra heimild til þess að rita undir             ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis að Borgarfjarðarhreppur staðfesti fyrir sitt leyti að             við frágang máls þess, er um ræðir, verði annars vegar Langanesbyggð og hins         vegar    Sveitarfélagið Hornafjörður við undirritun samkomulags og     skuldbindingar um       greiðslu fjárhæðarinnar laus við allar skyldur, er hvíla /          hvíla munu á SSA (með bakábyrgð aðildarsveitarfélaga SSA), bæði varðandi lífeyrisskuldbindingar sem og aðrar skuldir frá og með útgöngudegi þeirra úr            röðum SSA.

            Samþykkt einróma.

1.           Skýrsla sveitarstjóra.

      Refir og minnkar 2011 veiðst hafa 36 refir og 15 minnkar kostnaður kr. 756.931.

Sótt hefur verið um byggðakvóta 2011/2012. Á fundi með þingmönnum var lögð áhersla á úrbætur í samgöngu og heilbrigðismálum. Brunabótafélagið mun ekki greiða út arð í ár.

 

2.           Heimsókn,  Björn Hafþór Guðmundsson kom til að ræða undirbúning aðalfundar   SSA á Borgarfirði 2012.

 

 

      .

 

      Fundi slitið kl: 1855                                        Jón Þórðarson

                                                                              ritaði

 

Íbúð sveitarfélagsins í Dagsbrún 1 er laus, áhugasamir hafi samband  við            sveitarstjóra.

 

 

 

 

 

  

              Fundargerð                                       17101115

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2011 mánudaginn 17. okt. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.

 

 1. Aðalfundur HAUST 2011

      Fundurinn verður á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík föstudaginn 28. október kl: 14

      Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 

 1. Fundargerðir

a)     SSA frá 29. sept. 2011

b)    SSA frá 1. okt. 2011

c)     Fundargerð 45. Aðalfundar SSA.

d)    Fundargerð SKA 6. okt. 2011

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.

 

 1. Skýrsla sveitarstjóra

      Farið yfir mál sem rædd verða við þingmenn kjördæmisins, en þeir bjóða    sveitarstjórnarmönnum viðtalstíma í kjördæmaviku svo sem venja er.

 

                  Fundi slitið kl: 18.10                                       Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                      ritaði

 

 


 

Fundargerð                                            03101114

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2011 mánudaginn 3. okt. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Helga Erla Erlendsdóttir mætt í stað Ólafs.

 

 1. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011

Fundurinn verður haldinn 12. okt. sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 1. Fundargerðir:

a.    Brunavarnir á Austurlandi frá 21.09.2011

b.    Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 12.09.2011

c.    Skólaskrifstofa Austurlands 2.09.2011

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.

3     Skýrsla sveitarstjóra

Í fundargerð skólanefndar frá 30. sept. kemur fram að nefndin samþykkir skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2011 til 2012.

 

Að gefnu tilefni var farið yfir reglugerð 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. þar stendur í IV. kafla um skotsvæði 15. gr.,,Æfingarsvæði. Svæði sem fyrirhugað er að nota til æfinga eða keppni í skotíþróttum skal viðurkennt af lögreglustjóra áður en það er tekið í notkun.  Gildir það bæði um skotsvæði utanhúss og skotvelli innanhúss.”

 

HAUST gerði tvær athugasemdir í eftirlitsskýrslu um urðunarstað sorps . Annarsvegar vegna slitinna hlera og að lok vantaði á einn þeirra, hinsvegar að ekki liggja fyrir viðbragðs- og neyðaráætlanir eins og starfsleyfi kveður á um að skuli vera.

 

Fundi slitið kl: 18.30                                                        Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

 

Hreppsnefnd hvetur fólk til að ganga snyrtilegra um urðunarsvæðið og gæta þess að flokka rétt í gryfjurnar.

 

 

 

                   Fundargerð                                      19091113

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2011 mánudaginn 19. sept. kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

Í upphafi fundar kom fram tillaga að dagskrárbreytingu um að fyrir verði tekið bréf frá Susanne Neumann og Guðmundi Sveinssyni og var hún samþykkt.  Bréfið verður tekið fyrir undir 3. dagskrárlið, enda barst það innan tímamarka.

1     Skólahaldsáætlun Grunnskólans

Samkvæmt áætluninni er kennslustundafjöldi fyrir skólaárið 2011 til 2012 78,5 kennslustundir á viku auk 3ja stunda fyrir deildarstjórn leikskóla. 15 nemendur eru í Grunnskóla Borgarfjarðar á þessu skólaári í 1. til 10. bekk og er þeim kennt í þremur deildum. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti, en staðfesting skólanefndar liggur ekki fyrir.

     

2     Fundargerðir:(lagðar fram til kynningar)

      a)         Stjórn SSA 25.08.2011

Nefndarmenn hafa kynnt sér efni fundargerðarinnar

     b)        Fjarðarborg

Fyrir liggur að gera þarf við þakið á Fjarðarborg en verulegur leki er í húsinu. Brýnustu úrbætur kosta samkvæmt lauslegri áætlun 1400 til 1500 þúsund.  Gert er ráð fyrir að viðgerðir hefjist um mánaðarmót sept.-okt.  Þorrablótið 2011 greiðir 700 þúsund en hlutur hreppsins eru 40% af því sem þá stendur út af.

 

3     Bréf:

     a)         Frá forstöðumanni og stjórnarformanni Héraðsskjalasafns Austfirðinga 

Þar kemur fram að fjárþörf safnsins árið 2012 er talin vera 19.500 þúsund sem er ríflega 17% hækkun milli ára.  Ekki lítur út fyrir tekjuaukningu hjá Borgarfjarðarhreppi á næsta ári þannig að hreppsnefndin treystir sér ekki til að lofa auknum framlögum sem stendur.

b)Jöfnunarsjóður

Uppgjör á framlagi vegna lækkunar á  fasteignaskattstekjum árið 2011 framlagið er kr. 4.763.355

      c)Frá Susanne og Guðmundi í Jörfa

Þau fara fram á lagfæringar á veginum sem liggur um Bakkaland að túnum og fjárhúsum.  Oddviti mun skoða málið ásamt sveitarstjóra.

4     Skýrsla sveitarstjóra

Kostnaður vegna bilunar á vatnslögninni er um það bil 2 miljónir.

 

 

Gámur fyrir brotajárn er staðsettur á Heiðinni, starfsmenn Áhaldahúss aðstoða við að koma þyngri hlutum fyrir í gámnum.

 

Stefnt að smölun í Loðmundarfirði helgina 1. og 2. október, sjálfboðaliðar hafi samband við sveitarstjóra. Frítt fæði og gisting.

 


Fundargerð                                            05091112

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2011 mánudaginn 05. september kl. 17  í Hreppsstofu. Forföll boðuðu hreppsnefndarmennirnir Ólafur og Kristjana. Mættir  hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, varamennirnir Bjarni og Helga Erla.

 

 

 

1.    Árshlutareikningur 1/1- 30/6  2011.

      Árshlutareikningur lagður fram og yfirfarinn. Tekjur A og B hluta eru          52.810.000 en gjöld 59.026.000 halli er á rekstri 6.216.000. Í tekjuhliðina          vantar hluta framlaga Jöfnunarsjóðs sem greiddur verður á síðari hluta        ársins. Ekki er  ástæða til að ætla annað en reksturinn verði í jafnvægi um      áramót.

2.    Fulltrúi á hafnafund.

      Sveitarstjóri tilnefndur.

3.    Erindi frá Bryndísi Snjólfsdóttur.

      Bryndís óskar eftir að fá afnot af húsnæði leikskólans þegar hann flytur í               grunnskólann. Fyrirhugað er að nýta húsið til framleiðslu á leikföngum,           einföldum minjagripum og búningum.

      Hreppsnefnd fagnar hugmyndinni og felur sveitarstjóra að ganga frá leigu   húsnæðisins þegar þar að kemur.

4.    Bréf:

      Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ (Brunabót) um ráðstöfun á styrktarfé sjóðsins til           Skaftárhrepps vegna Grímsvatnagoss. Lagt fram til kynningar.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

      Ákveðið að bjóða SSA að halda ársþing á Borgarfirði 2012.

      Sagt frá fyrirhugaðri viðgerð á þaki Fjarðarborgar.

      Framkvæmdum við grunnskólann að mestu lokið, eftir er frágangur vegna    flutnings leikskóla.

      Útboð á sjóvörnum við Bræðslu og Blábjörg hefur verið auglýst af   Siglingastofnun.

     

 

 

 

                                                                              

 Fundi slitið kl: 19.00                                                          Jón Þórðarson

                                                                                                                       ritaði

                       

 

 

 


                                        Fundargerð                                    02081111

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2011 föstudaginn 02. ágúst kl. 17  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

1       Umsókn um lóðirnar Bakkaveg 3 og 5

Tréiðjan Einir sækir um lóðirnar til byggingar sumar/heilsárhúsa, stærðir ca. 50 til 70 fermetrar.  Hreppsnefndin samþykkir einróma að veita Tréiðjunni Eini byggingarétt á lóðunum.

2       Hugmynd varðandi umskipunarhöfn í Loðmundarfirði

Guðmundur H. Bjarnason sendi hreppsnefnd hugmyndir sínar um höfn í Loðmundarfirði.  Hreppsnefndin hefur skoðaða gögnin og telur hugmyndir Guðmundar allrar athygli verðar og býður hann velkomin til að kynna þær frekar.

3       Bréf frá Ásdísi Jóhannsdóttur

Ásdís fer þess á leit við Hafnarstjórn að fjárfest verði í listaverki sem hún hefur hannað. Verðhugmynd fyrir verkið er kr: 800 þús.

Ekki er fjárhagslegt svigrúm til að fjárfesta í listaverki að svo stöddu.

4       Fjallskil 2011

     a) Kosning fjallskilastjóra

                       Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson

     b) Framkvæmd fjallskila

                  Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra,                           jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.

                 c) Fjallskil í Loðmundarfirði

                     Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta                                   haust.

           Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og            gistingu í Loðmundarfirði.

5       Skýrsla sveitarstjóra

Ljóst er að kostnaður við tjaldstæðishús er umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.  Rædd sjóvarnaskýrsla sem borist hefur frá Siglingastofnun þar sem tilgreindar eru framkvæmdir við sjóvarnir á árinu 2011 en þær eru við Bakkagerðisvog og sunnan Bakkagerðisbryggju. Einnig kemur fram að talin er þörf á sjóvörn frá Sæbakka og útfyrir Merki. Drepið á ýmsu sem huga þar að fyrir næstu Bræðsluhelgi.

                        Fundi slitið kl: 19                                                     

Kristjana Björnsdóttir                                                                                                        ritaði.

 Fundargerð                                          08071110

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2011 föstudaginn 08. júlí kl. 1400  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Jóna Björg Sveinsdóttir. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þannig að tveir liðir bætast við auglýsta dagskrá og verða nr. 1 og 2, aðrir liðir færast sem því nemur.

 1. Kosning oddvita og varaoddvita.

Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með fjórum atkvæðum, Ólafur Hallgrímsson hlaut      eitt atkvæði. Varaoddviti kjörinn Ólafur Hallgrímsson með fjórum atkvæðum, Jón Sigmar Sigmarsson hlaut eitt atkvæði.

 

 1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 8.07.2011.

      Fundargerðin rædd og samþykkt samhljóða.

 1. Umsögn um rekstrarleyfi fyrir Álfakaffi.

      Hreppsnefnd hefur ekkert við leyfið að athuga.

 1. Reglur um fjárhagsaðstoð, félagslega liðveislu og heimaþjónustu. Gögn send í tölvupósti 10 júní.

      Hreppsnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

 1. Eignaskiptayfirlýsing Borgarfjarðarhreppur /Sveinungi.

      Gerð hefur verið eignaskiptayfirlýsing vegna nýbyggingar á Heiðinni Fastanr.     237 – 9737, eignarhluti Sveinunga verður 25% og Borgarfjarðarhrepps 75%.

 1. Skýrsla sveitarstjóra.

Framkvæmdum á tjaldsvæði lýkur í næstu viku. Aðstöðu fyrir brotajárnsgám hefur verið komið upp á sorpurðunarsvæði. Rætt um að koma upp almennri aðstöðu innan  manar til tímabundinnar geymslu stærri hluta.

Vinnuhópar Landsvirkjunar og Seed koma til  starfa síðsumars.

Neysluvatnssýni hafa verið greind hjá Matís og reyndust innan allra marka.

Úthlutun úr styrkvegasjóði til Borgarfjarðarhrepps ein miljón króna.

Fundi slitið 16:25.

Fundargerð ritaði

      Jón Þórðarson


Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2011 mánudaginn 06. júní kl. 1700  í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson.

 

 1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 27.05.2011

      Fundargerðin fjallar um erindi brottfluttra Borgfirðinga um skilti, umsókn um     leyfi til að rífa       Lifrarbræðsluna, byggingarleyfi Blábjarga og önnur mál.   Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.

 1. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, Blábjörg ehf.

      Hreppsnefnd hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.

 1. Málefni gönguleiða við jörðina Hofströnd.

      Borist hefur bréf frá lögmanni jarðeiganda á Hofströnd um málefni gönguleiða á             jörðinni. Lögfræðingi Borgarfjarðarhrepps falið að svara bréfinu.

 1. Umsókn frá sóknarnefnd Bakkagerðissóknar um efnistöku í landi Brúnavíkur og Njarðvíkur.

      Hreppsnefnd vill skoða þetta með jákvæðum huga. Sveitarstjóra falið að athuga  hvernig staðið verður að framkvæmdinni og athuga fyrirhugaða efnistöku staði.

 1. Fundargerðir.

Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands 12. apríl. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 1. Skýrsla sveitarstjóra.

 Frágangi rotþrór við Blábjörg lokið. Framkvæmdum við tjaldstæðishúsið miðar áfram og líkur fyrir mánaðarnót. Framkvæmdir við skólann hefjast um miðjan mánuðinn.

Söfnun brotajárns stendur til, sjá meðfylgjandi dreifibréf.

Tjón á Skarfaskersgarði fæst bætt, viðgerð framkvæmd í haust.

Bréf Guðrúnar Ásgeirsdóttur sem segir upp störfum sem grunnskólakennari, hreppsnefnd þakkar henni fyrir samstarfið.

Varasjóður húsnæðismála hefur lækkað niðurgreiðsluhlutfall í 55%.

Ársreikningar Þróunarfélags og Vaxtasamnings kynntir.

Styrkur til neysluvatnsveitu í Njarðvík fæst á næsta ári.

Fjallað um verkefni vinnuskólans.

 

Fundi slitið 1945.

 

Fundargerð ritaði

Jón Þórðarson

Hreppsnefnd beinir því til íbúa að huga að ásýnd  þorps og sveitar nú í upphafi sumars og taka til á sínum umráðasvæðum.

 


 

Fundargerð                                               13051108

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2011 föstudaginn 13. maí kl: 13  í Hreppsstofu, fundurinn var aukafundur. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson.

 

 1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2010 síðari umræða.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 97,0 millj. kr. fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 91,3 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 13,28% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki var  0,36% en lögbundið hámark er 0,625% með álagi. Í B flokki var álagningarhlutfallið 1.32% sem er lögbundið og í C flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var jákvæð um 0,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 1,9 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 158,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 152,0 millj. kr. Veltufé frá rekstri í A hluta var 7,9 millj. kr. og veltufé frá rekstri A og B hluta var 11,3 millj. kr. Handbært fé í árslok var 30,8 millj. kr.

Ársreikningurinn samþykktur einróma.

 

Fundi slitið kl. 1345

 

Fundargerð ritaði Jón Þórðarson.

 

 

  

Fundargerð                                            02051107

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2011 mánudaginn 2. maí kl: 17  í Hreppsstofu. Ólafur boðaði forföll. Sjá erindi Kristjönu í 1. lið dagskrárlið. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Aðalsteinsson.

 

1. Erindi frá Kristjönu Björnsdóttur.

Kristjana Björnsdóttir óskar eftir tímabundinni lausn frá störfum til 31. júlí 2011. Samþykkt einróma.

 

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2010 fyrri umræða. Magnús Jónsson endurskoðandi mætti á fundinn skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Sveitarstjórn samþykkir að veita framlög frá A- hluta sveitasjóðs til B- hluta fyrirtækjanna, félagslegra íbúða, vatnsveitu og fráveitu vegna hallarekstrar ársins 2010.

Reikningurinn samþykktur einróma og vísað til síðari umræðu.

 

3. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 20.04.2011

Fram hefur farið grenndarkynning vegna bygginga við Bakkaveg 7 og 9, engin athugasemd barst. Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.

 

4. Laun kjörstjórnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjörstjórnarmennirnir Björn og Bjarni tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Laun kjörstjórnar ákveðin kr. 35.000

 

5.Erindi frá brott fluttum Borgfirðingum.

Tillaga um merkingar horfinna húsa í þorpinu. Vel tekið í hugmyndina málinu vísað til Skipulags og byggingaefndar til nánari útfærslu.

 

1.     Skýrsla sveitarstjóra.

Framkvæmdir við tjaldstæðishús ganga vel, til athugunar að leggja bundið slitlag við höfnina. Ársreikningur Fjarðarborgar lagður fram til kynningar reksturinn er í járnum. Unnið er að því að starfrækja Leiklistarbúðir/tilraunaleikhús á Borgarfirði í sumar, aðkoma hreppsins verður með einhverju vinnuframlagi starfsmanns. Ársreikningur Dvalar og hjúkrunarheimilis aldraðra kynntur. Reglur um afgreiðslu þjónustubeiðna hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs kynntar. Fyrirhugað er að halda reiðnámsskeið á Brandsbölum 8-12 júní. Styrkur að kr. 400.000 fékkst til úrbóta á ferðamannastöðum, fyrirhugað að setja upp skilti í og við Njarðvíkurskriður.

Ólafur Hallgrímsson gerir athugasemd við síðustu fundargerð þar sem hann boðaði forföll.

 

Fundi slitið kl. 1925

 

Fundargerð ritaði Jón Þórðarson

 


 

 Fundargerð                                       04041106

 

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2011 mánudaginn 4. apríl kl: 17 í Hreppsstofu. Kristjana boðaði forföll. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson. 

 

                                                          

1.     Atvinnuaukningasjóður umsóknir.

 

Borist hafa tvær umsóknir frá Álfheimum ehf. og Skúla Sveinssyni. Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með þremur atkvæðum.

Samþykkt að lána Álfheimum ehf. kr. tvær miljónir og Skúla Sveinssyni kr. tvöhundruð og fimmtíu þúsund.

 

 

2.     Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 31.03.2011

 

Fundargerðin fjallar um deiliskipulag í landi Stakkahlíðar og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á tjaldstæði.  Fundargerðin rædd og samþykkt.

 

 

3.     Rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki eitt að Borg í Njarðvík.

 

Jakob Sigurðsson vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.

Hreppsnefnd hefur ekkert við umsóknina að athuga.

 

 

4.     Fundargerðir:

 

a.      Skólaskrifstofa Austurlands.

                        Lögð fram til kynningar.

b.     Dvalarheimili aldraðra.

                        Lögð fram til kynningar.

5.     Skýrsla sveitarstjóra.

 

a.      Framkvæmdir. Framkvæmdum er við höfnina að mestu lokið nema raflögnum. Áhaldahús á lokastigi vantar raflagnir. Vinna við viðbyggingu á tjaldsvæði hafin.

b.     Gæðaáfangastaður í Evrópu. Samþykkt að sækja um viðurkenningu fyrir Borgarfjörð.

 

 

 

 

        Fundi slitið kl. 18.30

 

 

 

 

        Jón Þórðarson

                  Ritaði fundargerð

 

 Fundargerð                 21031105

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. mars  kl: 17 í Hreppsstofu. Forföll boðuðu Ólafur og Kristjana. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson. 

1. Drög að svarbréfi til Sóknar lögmannsstofu.
Farið yfir drög að svarbréfi til Sóknar lögmannsstofu vegna bréfs þeirra um “málefni gönguleiða við jörðina Hofströnd”
Bjarna Björgvinssyni lögfræðingi falið að svara bréfinu.
2. Fundargerðir:
    a. Héraðsskjalasafn.
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    b.Starfshópurinn „Austfirsk  eining“
    Fundargerðin rædd. Næsti fundur Austfirskrar einingar verður haldinn á     Borgarfirði 1. apríl.
    c. AST (Austfirskar stoðstofnanir)
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf til hreppsnefndar.
    a.Um Þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður 9. apríl næstkomandi. Kjörstjórn verður sú sama og vegna kosninga til Alþingis.
    b.Specialisterne á Íslandi.
 (Samtökin hafa að markmiði að styrkja einhverfa til atvinnuþátttöku)
Samþykkt að styðja samtökin um kr. 50 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
    c.Austfirska Karnivalið. 
Austfirska karnivalið er fjöllistahópur undir forystu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Leitað er eftir styrk til hönnunar á álfabúningum  sem fyrirhuguð er að framleiða á Borgarfirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. hundrað þúsund að því gefnu að framlögð áætlun gangi eftir.
4.Skýrsla sveitarstjóra.
    Framkvæmdir.
Framkvæmdum er að ljúka við höfnina. Vinnu við skemmu á Heiði miðar vel áætluð verklok í næsta mánuði.


Fundi slitið kl. 18.45


Jón Þórðarson
ritaði fundargerð.Fundargerð                 07031104

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. mars  kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. 

1.    Erindi vegna Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Erindið varðar Bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir sem gefið var til óstofnaðs Héraðsskjalasafns 17. apríl 1974
Í bréfi Halldórs Árnasonar frá 23. febrúar s.l. sem ritað er fyrir hönd erfingja Halldórs og Önnu Guðnýjar kemur meðal annars fram að: ,, Stuttu eftir að stjórn Héraðsskjalasafnsins hafði gengið frá reglunum barst erfingjum þeirra Halldórs og Önnu Guðnýjar bréf frá nýskipaðri stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, þar sem samkomulagi um reglugerðina frá 11. júlí 2010 var rift einhliða af hálfu stjórnarinnar, svo og öllum reglum sem áður hafði orðið samkomulag um milli aðila.”  Með bréfinu óskar Halldór eftir afstöðu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps til framangreindra stjórnsýsluaðgerða Héraðsskjalasafnsins.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur að stjórn Héraðsskjalasafnsins beri að standa við gerða samninga.
2.    Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 3. mars
Eftir umræður um fundargerðin var hún borin upp og samþykkt einróma.
3.    Samstarfssamningur sveitarfélag á Austurlandi um menningarmál
Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til uppkastsins að svo stöddu enda vantar mikið á að samningsdrögin séu fullgerð.
4.    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Landsþingið verður á Hilton Nordica í Reykjavík 25. mars.
5.    Lánasjóður sveitarfélaga aðalfundur
Ársfundur sjóðsins er haldinn í tengslum við Landsþingið.
6.    Fundargerðir: a) Skólanefnd b) Skólaskrifstotu Austurlands
a) og b) Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.  Komið hefur beiðni frá foreldrum leikskólabarna um lengdan opnunartíma. Í framhaldi af því ákvað hreppsnefndin að lengja vistunartímann í allt 6 klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar.
7.    Bréf til hreppsnefndar
Borist hefur bréf frá Sókn lögmannsstofu er varðar: Málefni gönguleiða við jörðina Hofströnd. Bréfið rætt efnislega. Einnig liggur fyrir bréf frá Karli Sveinssyni þar sem hann falast eftir Borg ehf.  Einkahlutafélagið Borg  er ekki til sölu að svo stöddu.
8.    Skýrsla sveitarstjóra
Búið er að senda Bláfánaumsóknina, framkvæmdum við Bátahöfnina er að ljúka.

Fundi slitið kl:  20.20                    Kristjana Björnsdóttir
                                    ritaði


            Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. aprílFundargerð                                      07021103

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. febrúar kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.  Arngrímur Viðar Ásgeirsson kom á fundinn undir 7. lið.

 1. Þriggja ára áætlun, seinni umræða

Áætlunin borin upp við síðari umræðu og samþykkt einróma.

 1. Fasteignagjöld

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.  Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum

 1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 4. feb. 2011

Fundargerðin rædd og síðan borin upp með breytingum var hún samþykkt einróma.

Hreppsnefndin hvetur þá sem hyggja á nýbyggingar eða breytingar á eldri byggingum að leggja tímanlega fram tilskilin gögn til skipulags og bygginganefndar, slíkt er til mikils hagræðis fyrir alla sem að málum koma.

 1. Fundargerðir:  a)Brunavarnir, b)Héraðsskjalasafn

Lagðar fram til kynningar.

 1. Símamál

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir verulegum áhyggjum yfir ástandi farsímasímasambands í Borgarfjarðarhreppi nú þegar slökkt hefur verið á NMT kerfinu. Þau úrræði sem áttu að koma í stað þess kerfisins hafa ekki skilað sér inn á umrætt svæði hvorki til sjós eða lands. Væntir Hreppsnefndin þess að úrbætur verði gerðar hið fyrsta, þannig að íbúar, sjómenn og ferðamenn búi ekki áfram við falskt öryggi.

 1. Skýrsla sveitarstjóra

Lagt fram uppgjör vegna dúntekju úr Hafnarhólma og bréf frá Siglingastofnun þar sem fram kemur að gert er ráð fyrir 9,6 milljóna framlagi ríkisins til sjóvarna á Borgarfirði á árinu 2011. Rætt um opnunartíma leikskólans.

Hreppsnefndin samþykkti einróma að fela Sambandi íslenskra sveitafélaga fullnaðarumboð til kjarasamnings-gerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög: Félag leikskólakennara, Félag grunnskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Bæjarstarfsmannafélög og Félög innan SGS.

 1. Samfélag í sókn

Arngrímur Viðar Ásgeirsson kynnti Verkefnisáætlun:  Borgarfjörður eystri- Samfélag í sókn- 200 íbúar árið 2020. Áætlunin er mjög áhugaverð og hlaut jákvæðar undirtektir hreppsnefndarmanna.

Fundi slitið kl: 19.50                                                                 Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                   ritaði

           17011102

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2011 mánudaginn 17. janúar kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1.     Fjárhagsáætlun 2011 síðari umræða

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 borin upp og samþykkt einróma.

Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.

Skatttekjur:                            39.558

Heildartekjur:                       92.450

Afkoma A-hluta:                     7.576

Samtala A og B hluta:                         3.140

            Fjárfesting ársins er                18.400

2.   Þriggja ára áætlun  fyrri umræða.

      Áætlunin borin upp og samþykkt einróma

3.   Skýrsla sveitarstjóra

      Grunnskólinn fær aðgang að ,,Mentor” upplýsingakerfinu nú á næstunni.

      Rætt um hafnarframkvæmdir og breytingar á aðstæðum í innsiglingunni inn í  Höfnina.

      Hreppsnefndin óskar nemendum og starfsfólki Grunnskólans til hamingju með  Grænfánann sem var flaggað í fyrsta sinn í dag.

      Fundi slitið kl.            18.45                                                  Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                    ritaði

 


 

Fundargerð                                        03011101

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2011 mánudaginn 3. janúar kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. 

a.     Fjárhagsáætlun 2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

b.     Fundargerðir

Skólaskrifstofu Austurlands aðalfundur og stjórnarfundur.

Lagðar fram til kynningar.  Sveitarstjóri er aðalmaður og oddviti varamaður Borgarfjarðarhrepps í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands.

c.      Skýrsla sveitarstjóra

Hlutur Borgarfjarðar eystri í byggðakvóta fiskveiðiárið 2010 til 2011 er 55 þorskígildistonn sem er umtalsvert minna en síðasta fiskveiðiár.  Skemmdir urðu á  Skarfaskersgarðinum utan við Skarfaskerið í briminu 17. desember.

Fundi slitið kl: 18.40                                              Kristjana Björnsdóttir

                                                                                           ritaði