Ferðaþjónusta og afþreying

gengið til brúnavíkurÍ litla þorpinu okkar Bakkagerði hefur á undanförnum árum byggst upp öflug ferðaþjónusta og aðallega í tengslum við náttúruferðamennsku. Lundinn í Hafnarhólma er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og svo auðvitað göngusvæðið Víknaslóðir.

Með því að beina viðskiptum þínum til ferðaþjónustuaðila á Borgarfirði, leggur þú þitt að mörkum við uppbyggingu á svæðinu og sérð til þess að koma þín skili sér til gestasamfélagsins.

Gistimöguleikum hefur fjölgað mikið samhliða aukningu ferðamanna, og innviðir ferðaþjónustunnar hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum. Þar að auki eru komnir góðir og vel búnir gönguskálar í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Ferðamálahópur Borgarfjarðar er klasasamstarf allra ferðaþjónustuaðila á Borgarfirði sér hann um að viðhalda gönguleiðakerfinu, gefa út kynningarefni, veita upplýsingar og halda út þessum upplýsingavef fyrir ferðamenn.