Samningur um Bættan námsárangur á Austurlandi

Hér er sagt frá verkefninu Bættur námsárangur sem er skólaþróunarverkefni sem miðar að bættum námsarangri nemenda í lestri og stærðfræði á Austurlandi en skólinn skrifaði undir samninginn á vormánuðum ársins 2015. Smám saman munum við bæta við gagnlegum tenglum og ráðum til foreldra á þessa síðu.

Til að bæta árangur í læsi og stærðfræði gerum við meða annars eftirfarandi:
  • Skólinn geri sér áætlun um markmið, viðmið og leiðir í heimanámi,  lestrar- og stærðfræðikennslu og kennarar fara að áætlunum.
  • Foreldrar eru upplýstir um verkefnið og meðvitaðir um mikilvægi sitt sem virkir stuðningsaðilar í námi barna sinna.
  • Skimunum er fjölgað svo hægt sé að framkvæma snemmtæka íhlutun ef vart verður við námsörðugleika hjá nemanda.
  • Íslenskukennsla hjá tvítyngdum nemendum er aukin m.a. með því að fjölga íslenskutímum hjá þeim nemendum í leik- og grunnskóladeild.
  • Viðhorf til kennslu og náms í öllum greinunum og á öllum skólastigum er rædd í kennarahópnum. Litið er svo á að allir kennarar kenna íslensku og læsi og jafnframt kenna allir stærðfræði (og aðrar greinar)  með því að vera jákvæð fyrirmynd, með því að dýpka hugtakaorðaforða nemenda í daglegu tali og verkum.
  • Miðað er að samfelldum námsferlum og samræmingu náms frá leikskóla til loka grunnskóla og litið er á nám nemenda sem einn feril frá leikskóla til framhaldsskóla.
  • Endurmenntun kennara miðar að því að þjóna markmiðum okkar um bættan námsárangur.
  • Skólaskrifstofa Austurlands er virk í utanumhaldi og eftirliti með verkefninu og veitir aðstoð eftir þörfum.