
Langar þig að styrkja Hollvinasamtök Lindarbakka?
Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsstofni) allt að 350.000 kr. á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem skráð eru á almannaheillaskrá Skattsins. Upplýsingar eru neðst á síðunni.
Um Hollvinasamtök Lindarbakka
Nú hefur hópur Borgfirðinga tekið sig saman og stofnað Hollvinasamtök Lindarbakka til að auðvelda velunnurum hússins að koma fjármagni til endurbóta og viðhalds á því. Samtökin voru stofnuð formlega sl. sumar og í samþykktum þeirra segir að starfsemi þeirra snúist um að safna fjármunum til endurbóta og viðhalds á húsinu með frjálsum framlögum. Fjármunum má einnig verja til viðburða við húsið, gæslu innanhúss þegar húsið er opið gestum og þá má einnig verja fjármunum samtakanna til fræðslu um húsið. Allar framkvæmdir við húsið verða auðvitað á forræði sveitarfélagsins og í samráði við Minjavernd og önnur yfirvöld minjavörslu.
Hollvinasamtök Lindarbakka eru á svonefndri almannaheillaskrá sem þýðir að þau sem styrkja félagið geta fengið skattaafslátt á móti styrknum.
Stella á Lindarbakka var mikill velunnari tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar og sem dæmi um það þá lánaði hún Emilíönu Torrini húsið til að gista í því eftir fyrstu Bræðslutónleikana sumarið 2005. Það er því viðeigandi að Bræðslan og Emilíana skyldu færa Hollvinasamtökum Lindarbakka hálfa milljón króna í styrk eftir 20 ára afmælistónleika Bræðslunnar sl. sumar.
Þau sem hafa áhuga á að styrkja Hollvinasamtök Lindarbakka og láta fé af hendi rakna til endurbóta og uppbyggingar hússins geta nýtt sér þessar upplýsingar.
Hollvinasamtök Lindarbakka fta.
Kt. 460825-1130
Bankareikningur: 0133-26-021626
Kvittun sendist á: hollvinasamtoklindarbakka@gmail.com
Nánar hér hjá Skattinum um hvernig hægt er að nýta skattaafslátt