Hlutverk umsjónarkennara

Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna.  Hann er sá aðili innan skólans sem veitir nemendum sínum þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir.  Hlutverk umsjónarkennarans er meðal annars að hlutast til um andlega og líkamlega velferð nemenda sinna í samvinnu við foreldra/forráðamenn eftir þörfum. Umsjónarkennari sér um að stuðla að góðum bekkjaranda og efla með nemendum samkennd með öðrum og metnað þeirra fyrir náminu.

 Tvisvar á skólaárinu heldur umsjónarkennari bekkjarkvöld eða samveru að degi til, þar gefst gott tækifæri til að efla bekkjarandann og styrkja samband umsjónarkennara við nemendur sína. 

Umsjónarkennarar hafa ekki ákveðna viðtalstíma en sinna samskiptum að öðru leyti í samvinnu við foreldra/forráðamenn nemenda.  Ef upp koma náms- eða hegðunarvandamál í skólanum þá geta foreldrar eða nemendur ávallt leitað til umsjónarkennara símleiðis eða með tölvupósti og fengið viðtal ef það hentar. Umsjónarkennari leitar eftir sérfræðiaðstoð í samráði við skólastjóra eftir atvikum.