Úthlutun 2020


 

Betri Borgarfjörður – Styrkúthlutun 2020

 

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Betri Borgarfjörður.

 

Um er að ræða þriðju úthlutun í verkefninu og að þessu sinni eru 13,5 milljónir króna í pottinum. Hægt er að sækja um stuðning við þróun hugmynda og verkefna sem falla að markmiðum verkefnisins. Verkefnisstjórn fagnar sérstaklega nýjum hugmyndum sem gætu leitt til atvinnusköpunar. 

 

Kynnið ykkur vel markmið verkefnisins Betri Borgarfjarðar!

 

** Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita aukalega 100 m.kr. til brothættra byggða á árinu 2020. Þetta þýðir að fjármagn í frumkvæðissjóð Betri Borgarfjarðar (þennan "venjulega") eykst um 8,5 milljónir og verður þ.a.l. 13,5 milljónir í heild.

** Öndvegissjóður er svo samkeppnissjóður allra sjö byggðalaganna sem flokkast sem brothættar byggðir.  Verkefnisstjórn velur að hámarki tvær af innsendum umsóknum til að fara fyrir sérstaka úthlutunarnefnd öndvegissjóðsins. Skoðið vel nánari útskýringar á þessu fyrirkomulagi hér.

 

Í ljósi alls þessa hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til miðnættis fimmtudagsins 7. maí nk.

Umsóknum um styrki skal skilað á tölvutæku formi til Öldu Marínar verkefnisstjóra á netfangið aldamarin@austurbru.is. Til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð er velkomið að hafa samband í tölvupósti eða hringja í s. 470-3860.

 

Umsóknareyðublað má finna hér.

Úthlutunarreglur má finna hér.

Nánar um fjárfestingarátak í brothættum byggðum 2020.