Slysatryggingar nemenda

Borgarfjarðarhreppur er, eins og flest önnur sveitarfélög á landinu, með slysatryggingu skólabarna. Nú vaknar sú spurning hvað gera þurfi ef barn hættir í skólanum og flytur milli sveitarfélaga. Þá þarf vátryggingartaki (sveitarfélagið/skólinn) að tilkynna skriflega til forráðamanna vátryggðs að vátryggingin falli niður eftir 14 daga. Ef það er ekki gert og viðkomandi hættir í skóla þá fellur vátryggingin fyrst niður tveimur mánuðum eftir að hann hætti.