Fundargerðir 2008


Fundargerð                                           08121521

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 21. fundar á árinu 2008 mánudaginn 15. des. kl.17.00 í Hreppsstofu.

   Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar og Kristjana og varamennirnir Ásta Sigfúsdóttir og Bjarni Sveinsson í forföllum Ólafs og Steins.


   1. Erindi frá Hvítserk ehf
Óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af Pósthúsinu vegna ársins 2008.    
Hreppsnefndin samþykkir styrk til Hvítserks ehf  að upphæð kr. 50 þúsund   
vegna nota Ævintýralands af húsnæðinu.

 2. Bókhaldskerfi
Samþykkt að kaupa dk-viðskiptahugbúnað samkvæmt tilboði frá Mánatölvum 
og mun fyrirtækið sjá um uppsetningu.

3. Fjárhagsáætlun 2009 fyrri umræða
Áætlunin borin upp og samþykkt einróma til annarrar umræðu.
Staða sveitasjóðs er viðunandi og er stefnt að því að reksturinn verði  einnig    
hallalaus á næsta ári.

4. Skýrsla Sveitarstjóra
Framkvæmdum við Sparkhöllina er að mestu lokið og væntanlega verður         
húsið notkunarhæft um jólin.


                                   Fundi slitið kl: 18.35

                                                                                    Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                ritaði
Næsti reglulegi fundur Hreppsnefndar verður 12. janúar 2009



Fundargerð 08121120


Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2008 aukafundur vegna fjárhagsáætlunar, fimmtudaginn 11.des kl. 17:07 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, og Ólafur en Bjarni mættur í forföllum Kristjönu.
Einnig sat fundinn Björn Aðalsteinsson ásamt sveitastjóra, Steinn mætti ekki.


1.Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið kl. 21.40

Jón Þórðarson ritaði






Fundargerð 08112419

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2008

mánudaginn 24. nóv. kl. 17:17í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, og Ólafur en Bjarni mættur í forföllum Kristjönu, ásamt sveitastjóra.

 

 

 

1.Brunavarnir á Austurlandi fundargerð og fjárhagsáætlun 2009 .

Farið yfir fundargerð og áætlun fyrir 2009, útgjöld Borgarfjarðarhrepps 2009 áætluð kr. 776.133. Áætlunin samþykkt.

 

2.Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafn Austfirðinga 2009.

Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir

2009 samþykkt samhljóða kr.314.572.

          

3.Fasteignagjöld 2009.

 

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 10.000 á íbúð enþar sem lítið sorp er kr. 5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi.Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.Sorpförgunargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr. 4.000, FKS kr. 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr. 3.000 á rotþró.Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000 lágmarki kr. 5.000. FKS kr. 30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á sjúkrastofnanir, skóla og fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu. Gjöldin eru óbreitt frá fyrra ári.

 

4.Útsvarsprósenta 2009

Útsvarsprósenta fyrir 2009 ákveðin 13.03%.

5. Fjárhagsáætlun 2009

Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun.

 

6. Skýrsla Sveitarstjóra.

Fjallað um framkvæmdir ma.

Sparkhöll sem er nánast tilbúinn. Farið yfir upplýsingar sem komu fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga ma. Minni framlög úr Jöfnunarsjóði. Sagt frá fundi samtaka minni sveitarfélaga með ráðherra sveitarstjórnarmála. Erindi frá Fjölmenningarsetri o.fl.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 1935

Fundargerð ritaði Jón Þórðarson



Fundargerð 08110318

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2008

mánudaginn 3. nóv. kl. 17:00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, og Ólafur en

Bjarni mættur í forföllum Steins, ásamt sveitastjóra.

 

   1.
      Minjasafn Austurlands fjárhagsáætlun

Hreppsnefndin samþykkir fjárhagsáætlun Minjasafnsins að upphæð

kr. 21,1 miljón, sem felur í sér 3 stöðugildi við safnið.

   2.
      Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Fyrir tekin ósk Ferðafélagsins um styrk í tilefni af 40 ára afmæli félagsinsá

næsta ári.Hreppsnefndin mun skoða málið með jákvæðum huga við gerð fjárhagsáætlunar.

   3.
      Fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

   4.
      Skýrsla sveitarstjóra

Meðal annars rætt um lausnir varðandi bókhaldskerfi Hreppsins og lausagöngu

hrossa. Lausaganga hrossa er og hefur verið viðvarandi vandamál, því verður

ekki lengur umflúið að taka af meiri festu á lausagöngu en hingað til hefur

verið gert.Rætt verður við þá sem hlut eiga að máli.

    

Fundi slitið kl. 19.05

Kristjana Björnsdóttir

ritaði

 

Hunda og kattahreinsun verður 19. nóv.



Fundargerð                                           08102017

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2008

mánudaginn 20. okt. kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni í forföllum Steins,

ásamt sveitastjóra.

 

1.         Atvinnuaukningasjóður afgreiðsla umsókna

            Samþykkt að veita lán að upphæð 1.200 þúsund til hvors umsækjanda,           

            Álfheima ehf og Blábjarga ehf, að uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur  

            sjóðsins kveða á um.

 

2.         Tilnefning fulltrúa á aðalfund HAUST

            Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Kristjana til vara.

            Hreppsnefndin hvetur til aðhalds í rekstri Heilbrigðiseftirlitsins svo ekki þurfi     

            að koma til gjaldskrárhækkana.

 

3.         Fjárhagsáætlun 2009

            Rætt um gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að því að vinna við hana hefjist síðari      

            hluta nóvember.

            

4.         Skýrsla sveitarstjóra

            Fram kom m.a. að aukaframlag jöfnunarsjóðs er rúmar 3 milljónir, búið er að   

            skipta um rafmótor við löndunarkrana í bátahöfninni.

            Refa og minkaveiðar: Kostnaður við refaveiðar er kr. 941.585 en mun fleiri      

            dýr hafa verið unnin í ár en í fyrri eða 63 á móti 22.

            Kostnaður við mikinn er kr. 420.908  þar er kostnaður við hvert dýr 15.032

            en þar fækkaði unnum dýrum úr 41 í 28.

            Skipulags- og byggingarnefnd Fljótsdalshéraðs óskar eftir tilnefningu í  

            samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags Héraðssvæðis.  Jón Þórðarson og       

            Hafþór Snjólfur Helgason skipaðir í nefndina og varamenn Jakob Sigurðsson   

            og Þorsteinn Kristjánsson.

                                                                                    Fundi slitið kl. 19.45

                                                                                    Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                ritaði

         
            Hunda- og kattaeigendur á Bakkagerði eru beðnir um að gæta þess dýr þeirra 

            séu skráð eins og reglugerð segir til um, nálgast má skráningablöð hjá        

            sveitarstjóra á skrifstofu Borgarfjarðarhrepps.



Fundargerð                                           08100616

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2008

mánudaginn 06. okt. kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og

Bjarni í forföllum Steins, ásamt sveitastjóra.

 

   1. Atvinnuaukningasjóður umsóknir

      Tvær umsóknir bárust sjóðnum, báðar fullgildar og verða þær teknar til afgreiðslu á næsta fundi.

 

   2. a)Ný lög um almannavarnir

      Bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðherra dags. 9. sept. s.l. lagt fram til     

      kynningar.  ,,Í 3. mgr. 9. gr. laganna er heimild sveitastjórnum til handa að 

      vinna saman að gerð viðbragðsáætlunar, semja um gagnkvæma aðstoð eða     

      koma á fót sameiginlegri almannavarnanefnd.  Sameining          

      almannavarnanefnda eða samstarf þeirra er háð staðfestingu ráðherra.”

    

      b) Almannavarnarnefnd Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar

       Fundargerð frá 22. sept. s.l. lögð fram til kynningar.

     

       c) Erindi frá Seyðisfjarðarkaupstað.

      ,,Bæjarráð Seyðisfjarðar telur eðlilegast að mynduð verði ein   

       almannavarnanefnd fyrir starfssvæði sýslumanns N-Múlasýslu eins og heimilt   

       er að gera samkvæmt 9. gr. laga 82/2008.  Bæjarstjóra falið að óska eftir        

      viðræðum við sýslumann og sveitarfélögin á starfssvæðinu vegna þessa.”

      Hreppsnefndin tekur undir með bæjarráðinu, sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 

   3. Skýrsla sveitarstjóra.

         Sveitarstjóri og oddviti sögðu frá aðalfundi SSA sem haldinn var á Djúpavogi.

         Bræðslan 2008 og Magni Ásgeirsson hlutu menningaverðlaun SSA og óskar    

         hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps þeim til hamingju með verðskuldaðan heiður.

         Hafnasambandsþing var haldið á Akureyri sveitarstjóri sótti þingið.

         Minjasafn Austurlands hefur látir vinna skýrslu um Kjarvalshvamm

         ,,Fyrstu hugmyndir að aðgerðum til þess að auka virðingu staðarins og tryggja  

         verndum hans” Hreppsnefndin fagnar áhuga Minjasafnsins og hvetur til        

         samstarfs við Kjarvalsstofu.  Fundargerð Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.

         Námsskeið í rekstri smáfyrirtækja verður á hér Borgarfirði.  Námskeiðið          

         verður kennt í 16 hlutum, 8 skipti fyrir jól og 8 skipti eftir þorrablót.

         Skráning á námskeiðið er hjá sveitarstjóra.

       

                                                                                 Fundi slitið kl: 19.15

                                                                                 Kristjana Björnsdóttir

                                                                                             ritaði

 

                                    Þeim sem vilja koma erindum til hreppsnefndar er bent á að                 

                        koma þeim á framfæri við sveitarstjóra.  Frestur til að skila inn

                        erindum er til kl:12 á hádegi fimmtudaga fyrir reglulega fundi. 



Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2008

mánudaginn 15. sept. kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn,

ásamt sveitastjóra.

Oddviti lagði til að dagskrá fundarins yrði breytt þannig að liður 10. færðist fram og verði 1. mál á dagskrá og aðrir liðir færast aftur í samræmi við það.  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum einn var á móti.

 

   1. Skýrsla sveitarstjóra

Fjallskil í Loðmundarfirði: Farið yfir kostnað við fjallskilin árin 2005 til 2007, fram kemur í framlögðum gögnum að kostnaður pr. kind var kr. 1.465 árið 2005, kr.1.745 árið 2006 og kr.2.026 árið 2007.  Vegagerðin hefur gert kostnaðaráætlun fyrir Héraðsflóabraut kostnaður er áætlaður 1.300 miljónir.

Fram kom að stjórn Borgar ehf stefnir að því að félagið verði selt, tilboð í félagið liggur fyrir. Sagt frá fundi sem sveitastjórar Vopnafjarðar- Borgarfjarðar- Breiðdals-og Djúpavogshreppa og bæjarstjóri Seyðisfjarðar áttu þar sem farið var yfir úrvinnslu tillagna Norð-Austurnefndar forsætisráðuneytisins. Kristjana lagði til að bréf frá bæjarráði Seyðisfjarðar sem til umræðu er undir þessum lið verði tekið fyrir sem sérstakt dagskrármál sem verður þá 11. liður. Tillagan samþykkt samhljóða.  

            Steinn óskar að eftirfarandi verði bókað:

“Á seinasta hreppsnefndarfundi gerði ég athugasemdir við störf sveitarstjóra hvað varðar það að gefa hreppsnefnd upplýsingar um stöðu mála og verkefni sem koma til sveitarfélagsins. Á dagskrá hreppsnefndafunda er liður sem heitir, skýrsla sveitarstjóra, er vaninn að sveitarstjóri skýri hreppsnefndarmönnum frá málum sem unnið er að og erindum sem komið hafa inn og hreppsnefnd varðar. Slíkri upplýsingagjöf hefur verið illa sinnt núna í nokkra mánuði af oddvita og sveitarstjóra og það er ekki ásættanlegt. Ég gaf sveitarstjóra á seinasta fundi frest milli funda til að bæta þessi vinnubrögð og sé á þessum fundi að það hefur verið gert þannig að betra er núna en áður og ég vænti þess að svo verði áfram.”

 

   2. Samþykkt um gatnagerðargjöld fyrir Borgarfjarðarhreppi

Hreppsnefndin fór yfir fyrirliggjandi drög og samþykkti þau síðan með áorðnum breytingum.

 

   3. Eyðublað fyrir lóðaleigusamninga

Farið yfir drög að lóðaleigusamningum.

 

   4. Skólahaldsáætlun

Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2008 til 2009 kemur fram að kennslustundir á viku eru 99,5 á skólaárinu, kennt er í þremur deildum. 18 nemendur stunda nám við Grunnskóla Borgarfjaðar á skólaárinu og kemur einn nemandi frá öðru sveitafélagi.  Sundkennsla fer að mestu fram á haustönn.

 

   5. SSA þing

Jakob kjörinn fulltrúi á þingið og Kristjana til vara.

 

   6. Minjasafn Austurlands, endurskoðun á samstarfssamningi

Samningurinn samþykktur einróma.

 

   7. Boranir, hitastigulsholur notkun varmadæla

Ómar Bjarki Smárason frá Stapa ehf – Jarðfræðistofu var á ferð hér s.l. föstudag og kynnti þá möguleika sem eru fyrir hendi í borun hitastigulshola sem og mögulega á virkjun þeirra fyrir varmadælur.  Borgarfjarðarhreppur fékk styrk til rannsóknaboranna frá Orkusjóði að upphæð kr.5milj. og 50 þús.

 

   8. Umsögn um veitingu rekstrarleyfa til Álfheima ehf

Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.

 

   9. Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands

Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði föstudaginn 24. okt. Susanne Neumann kjörin fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Helgi Hlynur Ásgrímsson til vara.

 

  10. Uppgjör við fyrrverandi sveitarstjóra

Steinn vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og var vanhæfi hans samþykkt einróma.

Fyrrverandi sveitastjóri Steinn Eiríksson krefur Borgarfjarðarhrepp um dráttavexti frá mars 2008 af orlofsgreiðslu sem greidd var honum 1. ágúst 2008 auk þess sem hann fer fram á laun fyrir marsmánuð. Í bókun hreppsnefndar frá 7. janúar segir:

,,Ráðning sveitastjóra

Steinn gefur ekki kost á framlengingu ráðningasamnings sem rann út um sl. áramót.  Auglýst verður eftir sveitastjóra en Steinn mun sinna starfinu áfram næsta misserið uns nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.”

Með vísan í þessa bókun og að fengnu áliti lögfræðings fellst hreppsnefndin á að greiða Steini dráttavexti á orlofið en hafnar kröfu hans um laun fyrir marsmánuð enda tók nýr sveitastjóri til starfa 1. mars.

Steinn Eiríksson mætti aftur til fundarins við 11. dagskrárlið.

  11. Bréf frá bæjarráði Seyðisfjarðar frá 4. sept. 2008

Varðar: Yfirlýsingu um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og bókun sambandsins vegna áfangaskýrslu um yfirtöku sveitafélaga á málefnum fatlaðra og aldraðra frá 22. ágúst 2008.

         ,,Bæjarráð Seyðisfjarðar leggur á það þunga áherslu að ríkisstjórn og stjórn Sambands sveitarfélaga nái sem fyrst að ganga frá hinum ýmsu fjármálalegu samskiptum ríkis og sveitafélaga enda skiptir niðurstaða þeirra mála sem fram koma í yfirlýsingunni miklu máli við gerð fjárhagsáætlana næsta árs.  Varðandi yfirtöku á málefnum fatlaðra og aldraðra verður að tryggja að nægjanlegir tekjustofnar fylgi yfirtöku þessara verkefna.  Ljóst er að mati bæjarráðs Seyðisfjarðar að smærri sveitarfélög hljóti að verða að sameinast um svona verkefni.  Eðlilegast er að mati bæjarráðs að sveitafélög á Austurlandi sameinist um þetta mikilvæga verkefni og að viðræður milli aðila hefjist sem fyrst um það.”

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir ánægju með frumkvæði Seyðfirðinga og styður bókunina.

                                             Fundi slitið kl:22.30

                                                                     Kristjana Björnsdóttir

                                                                                 ritaði

Minnt er á eindaga umsókna um lán hjá Atvinnuaukningasjóði sem er 1. okt. n.k. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð má nálgast á Hreppsstofu.  



Fundargerð                                                08.09.01 - 14

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2008

mánudaginn 1. sept. kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn,

ásamt sveitastjóra.

 

1.      Milliuppgjör 31.07.2008

Farið yfir fjárhagsstöðu Borgarfjarðarhrepps eftir fyrstu sjö mánuði ársins.

Tekjur og gjöld hreppsins eru í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

2.      Fundargerð bygginganefndar frá 28.08.2008.

Fundargerð skipulags- og bygginganefndar lögð fram, hreppsnefndin samþykkti fundargerðina eftir nokkra umræðu.

 

3.      Samþykkt um gatnagerðargjöld í Borgarfjarðarhrepp

Farið yfir drög að samþykkt um gatnagerðargjöld í Borgarfjarðarhreppi.  Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

 

4.      Umsögn um veitingu rekstrarleyfa til Skúla Sveinssonar

Að fengnum viðbótarupplýsingum hefur hreppsnefndin ekkert við veitingu leyfisins að athuga.

 

5.      Skýrsla sveitastjóra

Vinna er hafin við uppsetningu sparkhallarinnar.

 

Í lok fundar var rætt um neysluvatnsmál á Borgarfirði og í Njarðvík.

 

Nú er ljóst að tafir verða á endurbótum á leiðinni Hóll – Móberg á Borgarfjarðarvegi en ekki fékkst viðunnandi tilboð í verkið.  Vegagerðin stefnir að endurútboði nú í haust og væntir hreppsnefndin þess að verkið geti hafist hið allra fyrsta.

                     Fundi slitið kl: 19.10                                         Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                         ritaði



Fundargerð     08.08.11 - 13

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2008 mánudaginn 11. ágústkl. 17:00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.

   1. Fundargerð skólanefnda grunnskóla og leikskóla 31.07.2008
      Lögð fram til kynningar og umræðu.

   2. Sameining grunnskóla og leikskóla, kosning skólaráðs
      Að fengnu áliti skólanefnda grunn-og leikskóla frá 31. 07. 2008 og með vísan til laga nr. 91 12. júní 2008 gr. 45. ákvað hreppsnefndin að frá og með skólaárinu 2008 til 2009 verði leikskólinn Glaumbær og grunnskóli Borgarfjarðar reknir saman undir stjórn eins skólastjóra.  Þá var ákveðið að skólaráð, sbr. 8 gr. og foreldraráð sbr. 11. gr. laga um leikskóla, starfi sameiginlega í einu ráði.

      Skólaráðið skipa: Andrés Björnsson, Ólafur Hallgrímsson og Susanne Neumann sem aðalmenn og Renata Miszewska, Sigurlína Kristjánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímssontil vara.Helga Erla Erlendsdóttir verður skólastjóri.

   3. Samningur um félags og barnaverndarþjónustu
      Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir aðild Seyðisfjarðarkaupsstaðar að samningnum, sveitastjóra falin undirritun.

   4. Fjallskil 2008
         1. Kosning fjallskilastjóra
            Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
         2. Framkvæmd fjallskil
            Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
         3. Fjallskil í Loðmundarfirði
            Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta haust.

   5. Umsögn um veitingu rekstrarleyfa til Skúla Sveinssonar
      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

   6. Íslenska Sjómannaalmanakið 2009
      Boðin er skráning í hafnarkafla almanaksins, skráningin afþökkuð.

   7. Skýrsla sveitarstjóra
      Fram kom að húsið yfir sparkvöllinn er komið á staðinn og gert er ráð fyrir að hafist verði handa við reisingu seinna í þessum mánuði.  Enn er allt í óvissu um framkvæmdir á veginum Hóll – Móberg.

Fundi slitið kl: 20.15
Kristjana Björnsdóttir
ritaði



Fundargerð     08.07.07 - 12

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2008

mánudaginn 7. júlí  kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Steinn og varamaðurinn Bjarni Sveinsson í stað Kristjönu, ásamt sveitastjóra.  Í upphafi fundar bar oddviti upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að  fyrir verði tekið staðfesting á byggingarleyfi til Ferðaþjónustunnar Álfheima ehf.   Tillagan samþykkt og  verður breyting á auglýstri dagskrá þannig að 5. liður verður Byggingarleyfi.

 

 

1..  Úthlutun byggðakvóta

Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa máls. Vanhæfi samþykkt með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.

 

2..  Sameining grunnskóla og leikskóla.

Samþykkt að vinna að málinu og stefna að sameiningu fyrir byrjun skóla í haust.

 

3..  Umsögn um veitingaleyfi v/Fjarðarborgar.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

 

4..  Umsóknir um lausa íbúð.

Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi féll á jöfnum atkvæðum 2/2.

Samþykkt að leigja Freyju Jónsdóttur Ásbrún 1.

 

5..  Byggingarleyfi.

Hreppsnefnd staðfestir útgefið byggingarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Álfheima dagsett 02.07.2008

 

6.. Skýrsla sveitarstjóra.

Upplýst um framkvæmdir við vatnsveitu og frárennsli. Rætt um uppsetningu  húss yfir sparkvöllinn. Sagt frá nýrri reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými.  Vesturíslenskur kór er væntanlegur í heimsókn 4. ágúst. Ákveðið að taka þátt í Austfjarðatröllinu. Ákveðið að sveitarstjóri verði fulltrúi hreppsins á hafnarsambandsþingi.

 

Næsti fundur 11. ágúst.

 

Fundi slitið kl. 2000

 

 

Fundargerð ritaði

Jón Þórðarson



Fundargerð     08.06.02 - 11

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2008

mánudaginn 2. júní  kl. 17:00  í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar og Kristjana og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason í stað Ólafs og Steins, ásamt sveitastjóra.

 

Í upphafi fundar bar oddviti upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að  fyrir verði tekið ráðning skólastjóra.  Tillagan samþykkt og  verður breyting á auglýstri dagskrá þannig að 6. liður verður ráðning skólastjóra en 7. liður skýrsla sveitarstjóra.

 

1.      Ársreikningur 2007 síðari umræða

Helstu niðurstöðutölur:

Heildartekjur A-hluta                                        87.540.937

Heildargjöld A-hluta án fjármagnsliða                71.323.226

Heildartekjur A og B-hluta                                90.096.513

Heildargjöld A og B-hluta án fjármagnsliða        75.279.657 

Rekstrarniðurstaða A-hluta                               19.174.419

Rekstrarniðurstaða A og B hluta                        14.236.492

Skuldir og skuldbindingar A-hluta                      22.341.613

Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta              74.037.259

Eigið fé A-hluta                                                165.060.098

Eigið fé A og B-hluta                                        142.944.021

 

Ársreikningurinn samþykktur einróma og áritaður af sveitarstjórn.

 

2.      Kjör oddvita og varaoddvita

Oddvitakjör:Jakob Sigurðsson fjögur atkvæði

Kristjana Björnsdóttir eitt. Jakob skoðast því rétt kjörinn

Varaoddviti: Jón Sigmars Sigmarsson þrjú atkvæð Ólafur Hallgrímsson eitt og Kristjana Björnsdóttir eitt. Jón Sigmar skoðast því rétt kjörinn.

 

3.      Deiliskipulag lóðar fyrir gistihús afgreiðsla

Deiliskipulagið samþykkt einróma.

 

4.      Fundargerð Bygginganefndar frá 27. maí

Hreppsnefnd staðfestir framlagða fundargerð en minnir á að til þess byggingarleyfi öðlist gildi þarf hreppsnefnd að staðfesta að það.

 

5.      Bréf frá Susanne Neumann

Susanne óskar eftir að leigja land af Borgarfjarðarhreppi til hrossabeitar.

Hreppsnefndin telur sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu en mun skoða málið með jákvæðum huga þegar upplýsingar um beitarþol svæðisins og  fjölda hrossa sem fyrirhugað er að beita liggja fyrir.

 

 

   1. Ráðning skólastjóra

Að fenginni umsögn skólanefndar samþykkir hreppsnefndin einróma að ráða Helgu Erlu Erlendsdóttur skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar frá 1. ágúst

n.k.

 

6.      Skýrsla sveitarstjóra

Ársreikningur og aðalfundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra frá 27. maí lagt fram til kynningar.

 

 

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir furðu og óánægu með þá einhliða ákvörðun framkvæmdaráðs HSA að fella niður læknismóttöku á Borgarfirði frá 1. júní til 1. okt. og skorar á framkvæmdaráðið að endurskoða þessa ákvörðun.

 

Fundi slitið kl:20.40                                                      Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                ritaði

 

 

Fundargerð     08.05.14 - 10

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2008 miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 17:00í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.Einnig var mættur Hlynur Sigurðsson endurskoðandi frá KPMG.

   1. Ársreikningur 2007 fyrri umræða.
      Ársreikningur 2007 lagður fram, Hlynur skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn samþykktur einróma við fyrri umræðu og vísað til síðari umræðu.

   2. Tjaldstæði
      Fyrir liggur samantekt á tekjum og kostnaði vegna tjaldsvæðis 2007 svo virðist sem gistinóttum hafi fækkað milli ára. Helgi Hlynur fer fram á það að greiðsla hans til hreppsins verði lækkuð. Hreppsnefndin fellst á að lækka leiguna um krónur 150 þúsund. Engin viðbrögð voru við auglýsingu um rekstur tjaldsvæðisins. Steinn Eiríksson lagðifram svo hljóðandi tillögu: ,,Sveitastjóra verði falið að ræða við Helga Hlyn um rekstur tjaldsvæðisins í sumar”. Tillagan var felld með þremur atkvæðum tveir voru samþykkir.Oddviti lagði til að á sumri komanda verði rekstur tjaldsvæðisins með sama hætti og var áður en reksturinn var leigður út. Samþykkt með þremur atkvæðum, einn var á móti.

   3. Erindi frá Ferðamálahópnum
      Kristjana vakti athygli hreppsnefndarmanna á hugsanlegu vanhæfi sínu við umfjöllun þessa dagskrárliðar.Oddviti bar vanhæfið undir atkvæði og var það fellt með fjórum atkvæðum gegn einu.Fyrir liggur bréf frá Ferðamálahópnum þar sem kynntar eru framkvæmdir sem hópurinn hyggst fara í nú á vordögum.Hreppsnefndin fagnar áformum Ferðamálahópsins og samþykkir að styrkja endurútgáfu á ,,litlu bókinni” um krónur 100 þúsund.Sveitastjóri mun huga að endurnýjun á upplýsingaskilti við Sigtún í samráði við Ferðamálahópinn.

   4. Austurland3 miðlar
      Land og Saga ehf býður Hreppnum að kaupa pláss í kynningarblaði um Austurland erindinu hafnað.

   5. Erindi frá Helga og Bryndísi RéttarholtiFram kom tillaga frá Steini Eiríkssyni um að erindinu verði vísað frá fundi. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.
      Steinn Eiríksson gerir eftirfarandi bókun:

      ,,Vegna órökstuddra dylgna í minn garð sem hafa komið fram í bréfum frá Helga M. Arngrímssyni og Bryndísi Snjólfsdóttur, seinast í bréfi dagsettu 5. maí 2008 til sveitastjórnar, þar sem einn sveitastjórnarmaður er tilgreindur sem almennt vanhæfur til að fjalla um þeirra mál er nauðsynlegt að komi fram að aðilar sem ekki eiga sæti í sveitastjórn geta ekki krafist þess að sveitastjórn úrskurði einhvernsveitastjórnarmann vanhæfan í umfjöllun um þeirra mál.Slíkt er berlega í andstöðu við sveitastjórnarlög frá 1998 nr. 45 3. júní, 19. gr.Sveitastjórnarmenn eru vanhæfir í umfjöllun eigin mála eða venslamanna og þá að undangenginni atkvæðagreiðslu í sveitastjórn.Það að sveitastjórn vísi ekki frá erindum sem innihalda slíkar dylgjur og kröfur er ekki ásættanlegt, því slík erindi eru ekki tæk til afgreiðslu.”
      Sveitastjóra falið að svara erindinu.

   6. Skýrsla sveitarstjóra
      Sveitastjóri hefur kynnt Siglingamálastofnun hugmyndir heimamanna um fyrirhugaðabryggju við Hólmagarð, einnig var drepið á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum, vinnuskólann, sem verður með sama hætti og áður, sparköll og veraldarvini.

      Fundi slitið kl. 20.55Kristjana Björnsdóttir ritaði



Fundargerð     08.04.15 - 09

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2008 þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00í Hreppsstofu, fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.

Oddviti óskaði eftir dagskrárbreytingu sem var samþykkt og verður rekstur tjaldsvæðis 2008 því 3. dagskrárliður og Álfasteinn 4.

   1. Þriggja ára fjárhagsáætlun
      Áætlunin tekin til síðari umræðu, og samþykkt einróma
   2. Kögur kauptilboð
      Borist hefur kauptilboð í Kögur að upphæð kr. 1.600.000 frá Kára Borgari ehf,hreppsnefndin er sammála um að taka tilboðinu.
   3. Rekstur tjaldsvæðis 2008
      Ákveðið að leita tilboða í rekstur tjaldsvæðisins líkt og gert var s.l. sumarið.
   4. Álfasteinn
      Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Steins einróma.Hreppsnefndin hafnar ósk Álfasteins ehfum að Borgarfjarðarhreppur kaupi hlutafé í fyrirtækinu.

Fundi slitið kl. 19.10Kristjana Björnsdóttir ritaði

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 5. maí 2008

 

Tjaldsvæðisrekstur sumarið 2008

Borgarfjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis hreppsins. Reksturinn er leigður frá 1. júní til 31. ágúst 2008. Gögn verða afhent á Hreppsstofu frá 25. apríl þeim sem þess óska. Tilboðum skal skila á Hreppstofu fyrir kl. 14.00 föstudaginn 2. maí og verða tilboðin opnuð kl: 14.15 þann sama dag að viðstöddum bjóðendum. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum


Fundargerð                                                08041509

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu þriðjudaginn 8. apríl kl. 17:00Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra

   1. Atvinnuaukningarsjóður umsókn
      Ein lánsumsókn barst fyrir eindaga frá Skúla Sveinssyni til endurbóta á Borg og Sjávarborg. Samþykkt lán að upphæð 440 þúsund, að uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur sjóðsins kveða á um.
   2. Markaðsstofa Austurlands
      Þjónustusamningur til tveggja ára milli Borgarfjarðarhrepps og Markaðsstofunnar undirritaður af sveitastjóra fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps.

   3. Tónlistarkennsla
      Átján nemendur stunda hljóðfæranám við Grunnskólann nú á vorönn.Kannað verður með möguleika á áframhaldandi tónlistarkennslu í samráði við skólastjóra Grunnskólans.

   4. Álagning fasteignagjalda
      Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
   5. Aðalskipulag (áður útsend gögn)
      Aðalskipulagsbreytingin sem auglýst var skv. 18. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 var samþykkt einróma.

   6. Þriggja ára fjárhagsáætlun
      Áætlunin samþykkt einróma við fyrri umræðu.

   7. Álfasteinn
      Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Steins einróma.Fyrir tekið erindi Álfasteins ehf þar sem farið er fram á að Borgarfjarðarhreppur kaupi hlut í félaginu fyrir kr. 3,5 miljónir til að tryggja 2 heilsársstörf á Borgarfirði.Hreppsnefndin felur sveitastjóra að afla frekari upplýsinga frá Álfasteini fyrir næsta fund hreppsnefndar og frestar ákvarðanatöku þar til frekari gögn liggja fyrir.

 

Í skýrslu sveitarstjóra kom fram að sótt hefur verið um styrk í Orkusjóð til tilraunaboranna, rætt um hugsanlega eignaskiptingu á Skemmu á Heiðinni og heimaþjónustu.  Þá vartekin umræða um refaveiðar og mun sveitastjóri vinna málið áfram.

 

Fundi slitið kl: 21.00Kristjana Björnsdóttir

ritaði


Fundargerð   08.03.17 - 07

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 17. mars kl. 17:00Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni í stað Ólafs, ásamt sveitastjóra.

   1. Ráðningasamningur sveitarstjóra
      Gengið frá ráðningarsamningi við Jón Þórðarson

   2. Vinnumálastofnun
      Fyrir tekið bréf frá Vinnumálastofnun þar sem óskað er eftir því að Borgarfjarðarhreppur taki að sér að sinna þjónustu við atvinnuleitendur.Ákvörðun frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

   3. Vegahandbókin
      Unnið er endurnýjaðri útgáfu af Vegahandbókinni sem mun gilda fyrir árin 2008 til 2009 Borgarfjarðarhreppur mun greiða fyrir birtingu eins og áður.

   4. Brunavarnir á Austurlandi, ársreikningur.
      Ársreikningurinn sem hlotið hefur samþykkt hjá stjórn Brunavarna á Austurlandi með fyrir vara um samþykkt sveitastjórna borin upp til samþykktar og samþykktur einróma.

   5. Skýrsla sveitarstjóra
      Meðal annars drepið á málefni Borgar ehf, lagt fram bréf frá eigendum Hvols, og rætt um málefni grunn- og leikskóla.Sveitarstjóri sagði frá samtölum við starfsmenn Orkusjóðs en sjóðurinn hefur auglýst eftir styrkumsóknum í tengslum við mótvægisaðgerðir Ríkistjórnarinnar. Hreppurinn mun sjáDíónýsía ,,listamönnunum” fyrir gistingu en þeir hyggjast dvelja hér í tíu daga nú í vor.

Fundi slitið kl:20.10        Kristjana Björnsdóttir

ritaði



Fundargerð   08.03.03 - 06

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 3. mars kl. 17:00.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Bjarni í stað Steins ásamt nýráðnum sveitarstjóra Jóni Þórðarsyni.

 

1.      Sveitastjóraskipti.

Nýr sveitarstjóri boðinn velkomin.

Gengið frá breytingu á prókúru sveitarfélagsins. Oddvita falið að ganga frá drögum að ráðningarsamningi og leggja fyrir næsta fund hreppsnefndar.

 

2.      Iðngarðar kauptilboð.

Kauptilboð sem samþykkt var 19.12.2007 rann út í janúar. Húsið er enn til sölu.

 

3.      Iðngarðar leigjendur.

Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sín og var það samþykkt með fjórum atkvæðum og enginn á móti, yfirgaf Kristjana fundinn undir lið þrjú. Ákveðið að bjóða Jóni Helgasyni áframhaldandi leigu.  Rætt verður við framkvæmdastjóra Álafsteins um áframhaldandi leigu.

 

4.      Bréf frá HAUST.

Borist hefur ítrekun frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um að öll hross verði fjarlægð af svæðinu umhverfis vatnsbólin.

 

5.      Samgönguáætlun  2009 – 2012.

Sótt verður um framlag til sjóvarna og í Hólmabryggju.

 

6.      Skýrsla oddvita.

Drepið á ýmis mál.

 

Fundi slitið kl. 20:10.

Fundargerð ritaði

Jón Þórðarson


Fundargerð   08.02.24 - 05

Miðvikudaginn 20. febrúar kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til vinnufunda Fyrir lá að taka starfsviðtöl vegna ráðningar í starf sveitastjóra.Þrír umsækjendur höfðu verið boðaðir í viðtal samanber fundargerð síðasta fundar.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu sunnudaginn 24. febrúar kl. 18:00. Fundurinn var aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Kristjana og Ólafur.

1.. Umsóknir um starf sveitarstjóra
Hreppsnefndin samþykkti einróma að ráða Jón Þórðarson til starfans og er stefnt að því að hann hefji störf 1. mars 2008.

Fundi slitið kl. 18.45

Kristjana Björnsdóttir

Fundargerð   08.02.18 - 04

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 18. febrúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Ólafur.

1.. Umsóknir um starf sveitarstjóra
Fyrir liggja þrjár umsóknir um starf sveitastjóra í Borgarfjarðarhreppi og verður ekki tekið við fleiri umsóknum.
Umsækjendur eru:
Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Bakkahlíð 45 Akureyri
Ásta Margrét SigfúsdóttirBrautarholti Borgarfirði eystra
Jón Þórðarson Búðarfjöru 5 Akureyri
Umsækjendur verða boðaðir til viðtals í vikunni.

2.. Umsókn um leyfi frá störfum
Sigurlaug Margrét Bragadóttir óskar eftir eins árs leyfi frá störfum við Grunnskóla Borgarfjarðar, skólaárið 2998 til 2009, leyfið hyggst hún nota til að stunda grunnnám við KHÍ í hönnun, smíði og textíl. Skólastjóri mælir sterklega með því að Margréti verði veitt umbeðið leyfi.Hreppsnefndin samþykkir leyfið, fyrir sitt leiti, að uppfylltum skilyrðum námsleyfasjóðs.

3.. Skýrsla sveitarstjóra
Steinn sagði frá fundi með NA-nefndinni en hún hefur þaðhlutverk að ,,leita leiða til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi.Borgarfjarðarhreppur mun óska eftir framlagi sem svarar til tveggja stöðugilda.Fundargerð Héraðsskjalasafns frá 11. febrúar lögð fram tilkynningar.Borist hefur tilboð í einkahlutafélagið Borg.Þá var rætt um samgönguáætlun, ákveðið að endurnýja umsókn um Bláfánann. Veraldarvinir sem og Díónýsía ,,listamennirnir” sem voru hér í fyrra hafa óskað eftir því að koma aftur með vorinu, málið verður athugað.

Farið yfir stöðu viðskiptamanna Borgarfjarðarhrepps.Minnst á refa- og minkaveiðar, fjallskil í Loðmundarfirði og rekstrarform tjaldstæðis.

Fundi slitið kl: 21:40
Kristjana Björnsdóttir   ritaði


Fundargerð   08.02.04- 03

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 4. febrúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. Fyrir lok fundarins, undir liðnum skýrsla sveitarstjóra, yfirgaf Kristjana fundinn.

1.. Fjárhagsáætlun 2008-síðari umræða
Áætlunin samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur:57.050
Bókfærðar heildartekjur:75.413
Afkoma aðalsjóðs:7.314
Afkoma A-hluta:2.134
Afborganir langtímalána: 3.360
Fjárfestingar:17.700
Handbært fé frá rekstri: (321)

2..Aðalskipulag og deiliskipulag
Með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkirhreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016.

Í breytingunni felst eftirfarandi:
·Um 5.000 fm. svæði norðan Bakkagerðisþorps breytist úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
·400. fm. svæði umhverfis gamla vatnstankinn vestast í Bakkagerðisþorpibreytist úr opnu og óbyggðu svæði í verslunar- og þjónustusvæði.
·Reitur BI 1 (iðnaðarsvæði) verður verslunar og þjónustusvæði.
·Íbúðasvæði ÍB 4 stækkar sem nemur 498 fm. og iðnaðarsvæði BI 6 minnkar að sama skapi

Einnig samþykkir hreppsnefndin með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Bakkagerðisþorpi
·Tillagan nær til 5.000 fm. verslunar- og þjónustulóðar á Bökkunum, sem ætluð er til byggingar gistihúss.

3..Bréf frá Kjarvalsstofu
Oddviti, sem á sæti í stjórn Kjarvalsstofu, lagði fram til kynningar bréf frá Áskeli Heiðari þar sem reifuð er m. a. hugmynd þess efnis að Kjarvalsstofa kaupi Pósthúsið af Hvítserki ehf.

4..Skýrsla sveitastjóra
Farið yfir verksvið NA-nefndar, (sjá auglýsingu)
Borist hafa umsóknir um starf sveitarstjóra og eru þær í skoðun.

Fundi slitið kl: 21.45

Fundargerð rituðu Kristjana Björnsdóttir og Steinn Eiríksson

Sjá auglýsingu á bakhlið

AUGLÝSING:

Nefnd forsætisráðaneytisins (NA-nefndin) hefur verið skipuð. Tilgangurinn með skipun nefndarinnar er leita leiða til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Rekstraraðilar og aðrir sem hafa verkefni og hugmyndir sem geta fallið undir stuðning hins opinbera eru beðnir að hafa samband við sveitarstjóra sem fyrst. Frekari upplýsingar veitir Þorvaldur Jóhannsson hjá SSA, umsóknir þurfa að berast Hönnu Dóru Másdóttur hjá Iðnaðarráðuneytinu fyrir 20 febrúar 2008. NA-nefndin verður með fund á Hótel Héraði miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 13-16 með fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á svæðinu. Aðilar á Borgarfirði sem hafa áhuga á að setja fundinn eru beðnir að hafa samband við sveitarstjóra.



Fundargerð   08.01.21 - 02

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 21. janúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1.. Fjárhagsáætlun 2008-Fyrri umræða-
Fjárhagsáætlun samþykkt einróma við fyrri umræðu.

2.. Samningur um tryggingar
Fyrir liggur tilboð frá VÍS í tryggingar á eignum og rekstri sveitarfélagsins til næstu þriggja ára. Hreppsnefndin samþykkir einróma að ganga að tilboðinu.

3.. Erindi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Fyrir tekið bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er umsagnar hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps vegna umsóknar um lóð undir gistiskála, snyrtingu og aðstöðuhús fyrir skálavörð, í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði, en jörðin er ríkiseign.Ferðafélagið á og rekur tvo skála í Borgarfjarðarhreppi og hafa framkvæmdir og umgengni félagsins verið til sóma í alla staði. Hreppsnefndin mælir eindregið með því að Ferðafélagið fái umrædda lóð.

5..Skýrsla sveitarstjóra
Drepið á ýmis framkvæmdamál.

Fundi slitið kl: 19.25Kristjana Björnsdóttir

ritaði


Fundargerð   08.01.07 - 01

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 7. janúar kl. 17:00.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.

1..  Fjárhagsáætlun 2008.
      Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

2..  Svæðisskipulag Héraðssvæðis
      Áður samþykkt breyting á svæðisskipulagi sem nú hefur hlotið staðfestingu ráðherra lögð fram til kynningar.

3..  Samningur vegna Markaðsstofu Austurlands.
      Ákvæði er um það í´samningi frá 2005 að framlengja megi samninginn til tveggja ára með sérstöku samkomulagi.  Stjórn MA samþykkti á fundi sínum 30. okt. sl. að fara þess á leit við sveitafélögin að samningurinn verði framlengdur með slíku samkomulagi og óskar eftir því að framlag pr. íbúa hækki úr 600 í 700 kr.
Hreppsnefndin samþykkir einróma að verða við beiðni stjórnar MA og famlengja samninginn.

4..  Ráðning sveitastjóra
      Steinn gefur ekki kost á framlengingu ráðningasamnings sem rann út um sl. áramót.  Auglýst verður eftir sveitastjóra en Steinn mun sinna starfinu áfram næsta misserið uns nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

5..  Skýrsla sveitarstjóra
       Trésmiðjan Rein ehf. hefur gert kostnaðaáætlun vegna uppsetningar á stálgrindahúsi (skemmu á Heiðinni).  Hreppsnefnd er sammála um að fá Rein til verksins.  Búið er að panta bogaskemmuna yfir sparkvöllinn.

Fundi slitið kl. 21:55

Kristjana Björnsdóttir,  ritari.