Nauðsynlegur útbúnaður

Búnaður / Gaumlisti 

Þegar lagt er af stað í gönguferð þá skiptir útbúnaðurinn afar miklu máli. Taka þarf mið af hversu löng gangan skal vera en það eru samt sem áður alltaf ákveðin atriði sem vert er að hafa í huga þegar huga skal að gönguferð.
Óhætt er að segja að skóbúnaður sé það sem skiptir hvað mestu máli og oft er sagt að skórnir séu bestu vinir göngumannsins. Vanda þarf val þeirra og ganga þarf spánnýja skó vel til áður en farið er á þeim í langa ferð. Annað sem gott er að hafa í huga er :

  • Göngustafir
  • Sjónauki
  • Myndavél
  • Ýmsir mælar (t.d. hitamælir, skrefmælir, hæðarmælir)
  • Gott nesti
  • Auka sokkar
  • Sólgleraugu
  • Léttur hlífðarfatnaður
  • Vatnsbrúsi
  • Plástur