Geitavík

Geitavík.
(Eftir handriti Björns Jónssonar, Geitavík).

Merkilækur rennur á landamörkum Bakka og Geitavíkur.  Upptök hans eru í Efri-Tjarnarbotnum og fellur hann til sjávar rétt framan við túnið í Merki sem er býli í Geitavíkurlandi.  Þar er Merkilækjarfjara.  Út og austur af Merkilækjarósi er Blikasker, nokkru utar nær landi er Háasker.  Út í það má ganga þurrum fótum um fjöru.  Milli skerja og lands er Merkislón.  Utan við Háasker er Kringlubás.  Stutt fyrir utan fellur Stekkjarlækur fram af klöppunum og í sjó og myndar Stekkjalækjarfoss.  Fjaran utan við lækinn heitir Stekkjarlækjarfjara.  Skammt frá landi er Stekkjarlækjarsker og dýpra Stekkjarlækjarboðar.  Næst er Stóralón sem afmarkast af Langaskeri að sunnan en Kríuskeri utar.  Milli skerjanna er Klettadrangur sem Stapi nefnist.  Milli Kríuskers og Stapa er Stapasund.  Í Stóralóni er Litlisandur.  Fjær landi eru Mávasker.  Út og austur af þeim er Selaþúfuboði.  Utan við Stóralón er Illibás.  Þá erum við komin út að Geitavíkurtanga sem er sunnan við Víkina.  Syðst á Tanganum er hóll sem Selaþúfa heitir en norðan í Tanganum er Klöppin eða Fiskiklöpp.  Þar var bátum lagt að og fiski kastað á land.  Utar er dálítill tangi sem skagar út og norður í Víkina sem kallaður er Litlitangi.  Utan við hann er Vogur.  Ysti hluti Tangans heitir Tangaoddi.  Norðan í honum er Tangaflúð, upp úr sjó um fjöru.  Næst fyrir norðan hana er Músarsund, þá Tangaboði og loks Tangasund sem farið er um þegar farið er inn á Víkina.

Nú snúum við og förum upp Tangann og inn að Klöpp sem við komum að áðan.  Á milli Klappar og Grafgilsóss þar sem Grafgilslækur fellur til sjávar, heitir einu nafni Geitavíkurfjara en syðsti hluti hennar norður að Litluklöpp heitir Krókur.  Á milli Bæjarlækjar og Grafgilslækjar er Bæjarlækjarsandur.  Utan við Grafgilsós er Urð, stórgrýtt fjara.  Urðarsker liggur út og suður frá Urðinni utan til.  Fremsti hluti skersins sem er aðskilinn frá því með mjóu grunnu sundi heitir HlassUrðarlón er á milli Urðarskers og lands og inn úr því, utar Litlalón sem er á landamörkum Geitavíkur og Snotruness.  Þá eru upptalin örnefni meðfram sjó.

Frá Merkilæk og út undir tún í Geitavík er mýrlendi allmikið sem Blá nefnist – Geitavíkurblá.  Fyrir utan túnið í Merki eru Svarðargrafir en fyrir neðan þær Svarðarbakkar.  Í daglegu tali oftast nefnt Svörður.  Þar var svörðurinn þurrkaður.  Utan við Stekkjalæk, út undir Tanga, eru Bakkar eða Geitavíkurbakkar.  Fyrir ofan Merki, upp með Merkilæk, eru Bugar.  Lækurinn rennur í buga og ofan við þá er Efri-Svörður.

Fremri hluti Blárinnar út undir Stekkjarlæk heitir Rimi.  Neðarlega í honum var Djöfladý.  Efri hluti Blárinnar fyrir utan Stekkjarlæk kallast Feti.  Þá erum við komin út að túni og er þá fyrst, þ.e. fremst og neðst, Fit.  Utan við hana Niðurtún sem nær út að Bæjarlæksgili og upp að bæ-, Geitavík I.  Fyrir ofan bæinn er Bæjarslétta, Hesthústunga og Kvíaból.  Fyrir utan Bæjarlækjargilið, Fremragil, er Rani.  Utan við hann er Ytragil og þá Úttún sem nær út að Grafgili.  Neðan við túnið, í sjávarbökkunum er Stórihvammur og Litlihvammur og utan við þá er Grafgilshorn.

Geitavík á mjóa landsræmu fyrir utan Grafgilið og tek ég næst öll örnefni á þeirri spildu.  Byrja neðst og held til fjalls.  Þá er fyrst Hvammar, þ.e. fimm smá hvammar.  Ofan við þá er Grafgilsgrund, ofar upp með gilinu er Grafgilsbakki sem nær upp að veginum, þá Móar, og Melar sem ná upp að Grafgilsups.  Ofan við Upsina er Hvíthamar.  Ég tek þá næst spilduna milli Grafgilslækjar og Bæjarlækjar.  Fyrir ofan túnið, milli þessara lækja, eru uppgrónar skriður sem Ból nefnist.  Þar sem Bæjarlækurinn rennur meðfram Bólinu heitir hann Myllulækur.  Rétt hjá læknum er lítil tóft sem lækjarfarvegur er í gegnum og er hún kölluð Myllutóft.  Fremst og neðst á Bólinu er nýbýlið Skriðuból.  Ofan við Bólið milli lækjanna eru Krosslágar.  Framan til á þeim er langur mell sem Langimelur nefnist.  Utan við hann er GrænalautBæjarlækjargilið nær upp í svokallaðan Lækjarbotn sem er fyrir utan Kúahjalla.  Þar eru upptök Bæjarlækjar og nær hann næstum út undir Grafgil.  Bilið á milli hans og Grafgils heitir Mjódd.  Þangað upp ná Krosslágar.  Neðan við Krosslágar, rétt fyrir framan Grafgilið, er Stekkur.  Sumarið 1948 hljóp Grafgilslækur upp ofan við Stekkinn og fyllti tætturnar af aurskriðu og myndaðist þá Grafningur niður með Krosslágum og ofan í LeyningLeyningur er fyrir framan Bæjarlæk og nær niður undir Feta.  Eftir honum rennur Leyningslækur.  Í Leyningnum er túnblettur sem Hjáhlaup er kallað.  Hlaupið rann þar meðfram.  Á milli Leynings og Merkilækjar eru mýrarhöll sem eru kölluð Enni, Neðrienni og Háenni.  Þar voru aðal útengjaslægjur ásamt Feta.  Á Neðriennum inn við Stekkjarlæk eru Streitustaðir.  Ekki er vitað um uppruna þess örnefnis.  Þar sést móta fyrir tóftum og dálitlum garði sem liggur fyrir utan og neðan þær og fram að læknum.  Ef til vill hefir verið þarna Stekkur og lækurinn dregið nafn þar af.

Innst á Neðriennum, rétt utan við Merkilæk, eru Merkilækjarmóar, upp af Geitlandi sem er nýbýli í Geitavíkurlandi, á ytri bakka Merkilækjar neðan við þjóðveginn.  Inn með Háennum, frá Leyning, er mýrarlægð sem Lækjardalur nefnist.  Fram og upp af honum er Kríumell, kríuvarp.  Efst á Háennum, innan við Stekkjarlæk, er Illiflói og framan við hann Illadý.

Þá skulum við halda á brekkuna og koma við þá fyrst upp í Kúahjallabrekkur sem ná frá Merkilæk út að Bæjarlæk.  Upp með Merkilæk er Merkilækjarmelur.  Næst fyrir utan Brekkurnar er Kúahjalli sem fyrr er nefndur.  Innan við hann eru Neðri-Tjarnarbotnar og upp af þeim Efri-Tjarnarbotnar.  Út og upp af Kúahjalla er lítill grasigróinn botn sem Bíldubotn nefnist.  Upp af honum er Goðrúnartindar, tröllkonuheiti.  Brýrnar utan frá Goðrúnartindi og inn að Tjarnarbotnum heita Fláabrýr.  Ofan við þær, upp að Geitavíkurþúfu og inn að Bakkadal, eru Fláar eða Þúfufláar.  Fyrir utan Þúfuna er Stórskriðnadalur og upp af honum StórskriðnadalseggStórskriðnidalur.  Í Stórskriðnadal á Grafgilslækur upptök.

Þá hefi ég talið öll örnefni sem ég veit um í Geitarvíkurlandi.