Borgarfjarðarhöfn

Nr. 251 5. mars 2013
GJALDSKRÁ
fyrir Borgarfjarðarhöfn.

1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Borgarfjarðarhöfn, sem er í eigu Borgarfjarðarhrepps, er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. I.
Gjaldskráin er við það miðuð að höfnin geti haft tekjur til þess að standa undir rekstri hafnarinnar, sbr. 5. tölulið 3. gr. hafnalaga.

2. gr.
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttótonnatölu skipa sam-kvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.
Lestargjöld: Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 12,00 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.
Bryggjugjöld: Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 3,50 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja 12 tíma sem skip liggur bundið, hámark 26 sinnum í mánuði.
Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af bátum minni en 20 BT sem mánaðargjald kr. 6.300. Fyrir báta styttri en 6 m greiðast kr. 5.300 á mánuði.
Önnur gjöld: Landstöðugjald fyrir báta við bátahöfn er kr. 3.000 á mánuði.
Fyrir landtengingu rafmagns greiðist skv. afdráttarmæli sem bátseigandi setur upp á sinn kostnað.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Borgarfjarðar-hafnar vegna skipsins.
Vörugjöld: Vörugjald, kr. 250,00 fyrir hvert tonn, skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl innan takmarka hafnarinnar.
Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni.
Aflagjöld: Af öllum sjávarafla sem lagður er á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings skal greiða 1,6% af heildarverðmæti aflans.
Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.
Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess.
Vigtargjöld: Kr. 1.000 fyrir hverja vigtun (löndun) á tímabilinu 8 – 17 mánudaga til föstudaga, kr. 3.000 fyrir vigtun á öðrum tíma.
Kaupandi afla stendur skil á vigtargjöldum.
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari og skal greiða gjöldin á skrif-stofu Borgarfjarðarhrepps eða inn á bankareikning hreppsins.
Nr. 251 5. mars 2013

4. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Borgarfjarðarhöfn er samþykkt af hafnarstjórn þann 4. mars 2013 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004. Gjaldskráin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrár nr. 770/2004.

Borgarfirði, 5. mars 2013.
Jón Þórðarson sveitarstjóri.
__________
B-deild – Útgáfud.: 19. mars 2013