Greinar úr Glettingi

Borgarfjarðarvefurinn hefur fengið góðfúslegt leyfi frá ritstjórn Glettings til þess að birta valdar greinar hérna á vefnum. Greinarnar hér að neðan eru úr 55-56 tölublaði Glettings en það blað fjallar að mestu um Víknaslóðir og Dyrfjöll  og er blaðið er tileinkað minningu Helga M. Arngrímssonar. Í blaðinu er að finna fjölbreyttan fróðleik um Dyrfjallasvæðið; jarðfræði, jarðminjagarða, dýralíf, byggðasögu, gróðurfar sem og menningu og sögu þess. Áhugasamir um svæðið okkar eru hvattir til þess að panta sér eintak á Glettingur.is

Glettingur er blað sem hefur í gegnum árin fjallað mikið um okkar svæði hérna í kringum Borgarfjörð og verður svo vonandi áfram um ókomin ár


Greinar:

Lúðvík Eckardt Gústafsson

Ágrip af jarðsögu Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar
Til minningar um Helga ArngrímssonLúðvík Eckardt Gústafsson

Landslagið í Borgarfirði eystra og Loðmundarfirði er að mörgu leyti sérstakt vegna litbrigða og lögunar fjallanna. Frá botni Breiðuvíkur blasir við ljósleitur fjallahringur og þegar komið er upp á Vatnsskarð gnæfa háir hamraveggir Dyrfjalla yfir umhverfið. Gangskorin, bleik og gul suðurhlíð á sér enga hliðstæðu á Íslandi þar sem dökkar hraunbreiður eru annars einna mest áberandi. Ekki er að undra að þetta litríka landslag hafi orðið listamönnum innblástur enda lætur það engan ósnortinn sem hefur horft á kvöldsólina varpa geislum á Staðarfjall eða þokuna flæða inn yfir Fljótsdalshérað þegar sólin speglast í vatninu á Vatnsskarði.

Lesa grein (pdf)Olgeir Sigmarsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands


Hvítserkur: fjall sem myndaðist í setskálOlgeir Sigmarsson

Einhverra hluta vegna hefur landsvæðið frá Seyðisfirði norður í Borgarfjörð ekki vakið jafnmikla athygli jarðvísindamanna og önnur svæði á Íslandi. Hvers vegna er erfitt að svara en ekki er hægt að kenna fábreytilegri jarðfræði svæðisins um. Jarðfræðin er það fjölbreytileg að hún verður ekki skilin nema með yfirlegu á afmörkuðum svæðum sem síðar skapa eina heild. Hérna verður rakin saga Hvítserks í stuttu máli eftir frumathuganir og sýnt að verðugt verkefni er að sinna jarðfræðirannsóknum á þessu stórmerka svæði enn ítarlegar en hér er greint frá.

Lesa grein (pdf)

 


Áskell Heiðar Ásgeirsson, landfræðingur


Byggðin á Víkum við Borgarfjörð eystra

Áskell Heiðar Ásgeirsson

Í þessu greinarkorni ætla ég að fjalla um búsetu á víkunum milli Borgarfjarðar eystra og
Loðmundarfjarðar og velta fyrir mér einkennum hennar og ástæðum þess að hún lagðist af um miðja tuttugustu öldina. Þessi grein er byggð á lokaritgerð í landafræði við Háskóla Íslands sem ég vann árið 1999 og fjallaði um byggðina á Víkum.